Author Archives: Ásgerður Helga Guðmundsdóttir
18.nóvember 2020
English below
Á morgun, 18. nóvember, taka gildi breyttar sóttvarnarreglur sem hafa smá áhrif á skólastarf í grunnskólum. Við erum reyndar enn að bíða eftir reglugerð með nánari leiðbeiningum en tvennt vitum við:
1. Grímunotkun og fjarlægðarmörk verða felld niður í 5. – 7. bekk
2. Íþróttakennsla getur hafist aftur í íþróttahúsinu.
E.t.v. koma fleiri breytingar fram í reglugerð og við bregðumst við því ef svo verður.
Á morgun, miðvikudaginn 18. nóvember, fella nemendur í 5. – 7. bekk því grímurnar og verða í skólanum skv. stundaskrá til kl. 13:50. Valgreinar og smiðjur falla niður á morgun hjá 7. bekk, þar sem sóttvarnarreglur koma enn í veg fyrir að við getum kennt þær. Þeir fara því heim eitthvað fyrr. Svo eru íþróttir í íþróttahúsinu hjá öllum nemendum skólans sem eiga að vera í íþróttum.
Við viljum biðja foreldra unglingaforeldra að stappa í þá stálinu því þeir þurfa að vera áfram með grímur í skólanum. Það er farið að taka á en þau eru skynsöm og vilja leggja sitt af mörkum sigra veiruna. Það er verið að tala um næstu tvær vikur og skólasókn þeirra miðast því áfram við tímasókn til hádegis, en þó verður væntanlega sundkennsla eftir hádegi hjá einhverjum hópum eftir hádegi.
Tomorrow, 18th of November, slightly changed epidemiological rules will take effect and that will have some effect on schoolwork in primary schools. We are now waiting for a new regulation with further instructions, but this we know:
1. Students in grades 5-7 will no longer be required to wear facemasks.
2. Physical Education can resume in the gymnasium.
Perhaps there will be more changes in the regulation and we will react accordingly.
Students in grades 5-7 can drop their facemasks as of tomorrow and attend classes according to schedule. Schoolday ends at 13.50.
Elective classes and workshop for grade 7 will be cancelled tomorrow because disease-control rules still prevent us from teaching these classes. Students in grade 7 will therefore go home a little earlier.
Sport lessons in the gymnasium will continue for all students who are supposed to attend.
We would like to ask parents of teenagers to give them a pep talk since they must continue to wear facemasks in school. Some find this tiresome but the teenagers are sensible and eager to do their best to beat the virus. Students in grades 8 to 10 will therefore stay in school until noon but a few groups will probably attend swimming lessons in the afternoon.
Skipulagsdagur / organizational day 19. nóvember
Breytt skólastarf 3. – 17. nóvember
Vegna nýrrar reglugerðar um skólastarf í heimsfaraldri verður starfið svona í Salaskóla frá 3. – 17. nóvember:
Nemendur í 1. – 4. bekk:
- Mæting kl. 8:10 og skóli til 13:30. Kennsla verður með sama hætti og verið hefur.
- Að kennslu lokinn gefst nemendum kostur á dægradvöl í frístund. Nánari upplýsingar koma frá Auðbjörgu
- Íþróttakennsla verður úti og nemendur verða því að koma vel klæddir í skólann.
- Útivist verður með sama hætti og verið hefur
- Ekki verður sundkennsla að sinni en íþróttakennarar verða með nemendur
- Nemendur fá ávexti í morgunhressingu eins og verið hefur og matur í mötuneytinu í hádeginu.
- Kennsla í list- og verkgreinum verður með sama hætti og áður.
Nemendur í 5. og 6. bekk:
- Mæting á sama tíma og venjulega og skóli til rúmlega 12:00. Nemendur fara heima að loknum hádegismat. Kennsla verður með sama hætti og áður.
- Nemendur verða að vera með grímur í kennslustundum og á almennum rýmum í skólanum. Foreldrar eru beðnir um að senda þau með grímur í skólann á morgun. Þeir þurfa ekki að vera með grímur í útivist og geta þá teygað í sig ferskt andrúmsloftið.
- Ekki verður blöndun á milli bekkja að sinni, hvorki í bóklegum tímum né í smiðjum. Við búum til nýja smiðjuhópa og í hverjum þeirra verða aðeins nemendur úr sama námshópi (bekk)
- Íþróttakennsla verður úti og nemendur verða því að koma vel klæddir
- Ekki verður sundkennsla að sinni en íþróttakennarar verða með nemendur
- Útivist verður með sama hætti og áður og jafnvel aðeins bætt í til að hvíla sig á grímunum.
- Nemendur fá ávexti í morgunhressingu eins og verið hefur og matur í mötuneytinu í hádeginu.
Nemendur í 7. – 10. bekk
- Mæting skv. stundaskrá á morgnana og nemendur mæta beint í ákveðnar kennslustofur eins og kemur fram í bréfi frá kennurum. Kennsla í skólanum er til kl. 12:10. Þá fara nemendur heim.
- Nemendur verða að vera með grímur í kennslustundum og almennum rýmum í skólanum. Foreldrar eru beðnir um að senda þau með grímur í skólann á morgun. Þeir sem fara í útivist þurfa ekki að nota grímur þar.
- Nemendur eru í sömu kennslustund allan daginn og fá þar kennslu skv. stundaskrá.
- Valgreinar falla niður sem og smiðjutímar hjá 8. og 9. bekk.
- Nemendur verða að koma með nesti í morgunhressingu og það á líka við um 7. bekk sem hefur fengið ávexti.
- Íþróttakennsla verður úti og nemendur verða því að koma vel klæddir
- Sundkennsla fellur niður
- Stundaskrá breytist eitthvað meðan á þessu varir og koma upplýsingar um það frá kennurum.
- Nemendur í 7. bekk fara í útivist og þurfa ekki að hafa grímur þar.
- Nemendur í 8. – 10. bekk hafa val um hvort þeir fari í grímufrí í útivist í frímínútum eða verði inni. Ef þeir velja síðari kostinn þurfa þeir að vera í sinni kennslustofu og með grímu fyrir vitum.
Skipulagsdagur 2. nóvember / November 2 will be used to plan school work with the teachers and other school staff.
English below
Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi mánudaginn 2. nóvember vegna hertra sóttvarnareglna stjórnvalda til varnar COVID-19.
Mánudagurinn 2. nóvember verður notaður til að skipuleggja starfið með kennurum og öðru starfsfólki.
Leik- og grunnskólabörn eiga því ekki að mæta í skólann mánudaginn 2. nóvember en nánari upplýsingar um skólastarfið verða sendar frá skólunum til foreldra og forráðamanna um áframhald skólastarfsins. Skóla- og frístundastarf mun hefjast aftur með breyttu sniði þriðjudaginn 3. nóvember.
English
Municipalities and Civil Protection and Emergency Management of the greater Reykjavík area has decided to have an organizational day í preschools, primary schools Music schools and after school centers on Monday, November 6 because of tightened mitigation rules set by the government to prevent COVID-19.
Monday November 2 will be used to plan school work with the teachers and other school staff.
Children in preschools and primary schools should therefore not come to school on Monday, November 2. Further information about this will be sent from the schools to parents and guardians. Schools will be opened again on Tuesday, November 3.
Nánari upplýsingar veitir Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins.
Vetrarleyfi / Winter break
Mánudaginn 26. og þriðjudaginn 27. október er vetrarleyfi í Salaskóla. Þá er ekkert skólastarf og dægradvöl er lokuð. Vonum að þið njótið þessara daga og getið gert eitthvað skemmtileg með krökkunum.
On Monday the 26th and Tuesday the 27th of October there is a winter break in Salaskóli. The school and the fristund are closed. We hope you enjoy these days and can have some fun with your kids.
Smit í Salaskóla, 1. – 4. bekkur heima á morgun, föstudag 9. október
Kæru foreldrar/forráðamenn barna í 1. – 4. bekk í Salaskóla
Okkur þykir leitt að tilkynna að upp hefur komið COVID-19 smit hjá starfsmanni í umhverfi barnsins þíns. Til að gæta fyllsta öryggis og varúðar ertu vinsamlega beðin/n að hafa barn þitt heima í úrvinnslusóttkví (allt að tveir dagar) á meðan unnið er að frekari smitrakningu í skólanum. Nánari upplýsingar verða sendar út um leið og þær liggja fyrir.
Ef ungt barn er sett í sóttkví er nauðsynlegt að fullorðinn einstaklingur fari í sóttkví með barninu, aðrir heimilismeðlimir þurfa ekki að fara í sóttkví nema að annað sé tekið fram.
Þið getið að sjálfsögðu leitað til okkar ef eitthvað er óljóst eða viljið koma einhverju á framfæri.
Skólahald er að mestu með eðlilegum hætti í 5. – 10. bekk á morgun, föstudag.
Hjólin og skólinn
Í gær var launhált á götum og stígum hverfisins. Nokkuð var um það að krakkar sem fóru á hjólum í skólann duttu og sum þeirra hlutu slæma byltu og högg á búk og höfuð með tilheyrandi bólgum og skurðum. Það er því skynsamlegt að setja hjólin í geymsluna að sinni, þ.e.a.s. ef ekki hafa verið sett nagladekk undir þau. Þetta gildir um öll hjól; hlaupahjól, reiðhjól og vélhjól.
Það er fín hreyfing fyrir krakkana að ganga í skólann. Flestar leiðir hingað eru þægilegar, greiðar og tiltölulega öruggar. Það á ekki að þurfa að keyra börnin í skólann nema í undantekningatilfellum.
Neyðarstig hefur áhrif á starf Salaskóla
- Það má alls ekki senda börn í skólann sem eru kvefuð, með hálssærindi, slappleika, eða önnur flensulík einkenni. Þó svo að þau séu ekki með COVID þá geta þau borið önnur smit í skólafélaga eða starfsfólk. Við megum alls ekki við því að missa starfsfólkið okkar í umgangspestir því þá þurfum við í mörgum tilfellum að senda börn heim, þar sem við höfum mjög fáa sem geta sinnt forfallakennslu.
- Við höfum þá reglu að ef einhver á heimilinu er að bíða eftir skimun þá eiga börnin á heimilinu ekki að mæta í skólann fyrr en neikvæð niðurstaða hefur fengist. Við biðjum ykkur um að virða þetta þó svo að þessi regla okkar gangi e.t.v. lengra í sumum tilfellum en tilmæli almannavarna segja til um.
- Ef smit kemur upp bregðumst við strax við og vinnum í samræmi við leiðbeiningar almannavarna. Það má búast við að þá verði skólanum lokað alveg í fyrstu meðan unnið er úr smitrakningu. Síðan verði lokað að hluta.
- Children who have a cold, sore throat, are feeling poorly or have other flu-like symptoms should absolutely not be sent to school. Although they may not have Covid19 they could infect their classmates and our staff. We need all hands on deck these days and it‘s vital that our staff do not get infected by any deseases. The consequences could result in us having to send our pupils home. There are vey few teachers who can substitute.
- As a rule we ask you that if someone in your household is waiting to get tested for the virus then the children should not be sent to school until negative result has been confirmed. We ask you to respect this even though this rule of ours may go a little further than the Department of Civil Protection has announced.
- If someone in school will get infected we will react immediately according to the instructions from the Department of Civil Protection. We might then have to close down while the tracing team works on a solution. After that we might have to close partially for some time.
Almennt um starfið og skipulagsdag 2. október
Starfið gengur alveg prýðilega hér í Salaskóla. Nemendur stunda námið af krafti og nota frístundir í skólanum til að leika sér saman. Við höfum ekki orðið fyrir skakkaföllum í haust og fylgjum vel leiðbeiningum almannavarna í þeim efnum. Við megum að sjálfsögðu ekkert slaka á. Aðstæður geta breyst í einu vetfangi og við erum að sjálfsögðu viðbúin því. Auk okkar sem störfum hér gegnið þið foreldrar og forráðamenn veigamiklu hlutverki í sóttvörnunum. Þið þurfið að halda ykkur utan skólahússins áfram og foreldraviðtöl sem ættu að vera um þessar mundir munu því frestast eitthvað eða vera tekin í gegnum síma eða tölvur. Munið líka að ræða við börn ykkar reglulega um mikilvægi sóttvarna.
Við viljum árétta að þegar einhver á heimilinu hefur óskað eftir að fara í sýnatöku, þá viljum við að börnin séu einnig í sóttkví þar til niðurstaða hefur fengist. Við viljum líka biðja ykkur um að upplýsa okkur ef börn ykkar eru heima vegna þess að þeir eru í stuttri eða langri sóttkví. Alltaf þegar þið skráið fjarvist vegna þeirra urfið þið að nefna ástæðu fjarvistar.
Það er svo óskaplega mikilvægt fyrir krakkana og okkur öll að geta haldið uppi eðlilegu skólastarfi. Víða um heim eru skólar lokaðir og hafa verið það síðan í vor. Gríðarleg lífsgæði eru tekin frá þeim og líklegt er að fjöldi barna í fátækari löndum eigi aldrei afturkvæmt á skólabekk.
Á föstudag, 2. október, er skipulagsdagur í skólanum og þá eru nemendur í fríi. Við starfsfólkið mætum, leggjum mat á skólastarfið í haust og gerum áætlanir fyrir næstu vikur. Frístundin er opin og þeir sem eru með börn þar fá upplýsingar frá Auðbjörgu.
Við þurfum að ganga á þolinmæðisbirgðir okkar áfram. Fara eftir leiðbeiningum og bregðast við þegar þarf. Við viljum þakka fyrir ykkar framlag og bara höldum áfram að vanda okkur.