Skákmót

Meistaramót Salaskóla í skák 2017 hefst á morgun 15. mars. Keppt er í fjórum aldurshólfum og svo er lokamót, meistaramót meistaranna, þar sem 3-4 úr hverjum árgangi taka þátt.

Skákkennari er Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir

Dagskrá er sem hér segir:

Fimmtudaginn 16. mars  kl. 8:20 til 11: 30 – 1. og 2. bekkur

Föstudaginn 17. mars kl. 8:20 til 11:30 – 8. – 10. bekkur

Þriðjudaginn 21. mars kl. 8:20 til 11:30 – 3.-4. bekkur

Miðvikudaginn 22. mars kl. 8:20 til 11:30 – 5. – 7. bekkur

 

Meistaramót meistaranna fer svo fram fimmtudaginn 23. mars kl. 8:20 – 11:30

 

Green Screen myndir

Hér í Salaskóla er svokallaður Green Screen veggur. Með honum er hægt að velja sér bakgrunn í myndatökum þar sem notast er við app úr spjaldtölvunum.

Nokkrir krakkar tóku stórskemmtilegar og skapandi myndir á Öskudaginn þar sem þau nýttu sér Green Screen tæknina.

Fleiri myndir má nálgast hér

 

Skíðaferð 2017

Nemendur fengu val um að fara í skíðaferð upp í Bláfjöll í góða veðrinu eða taka þátt í öskudagsgleðinni nú á miðvikudaginn. Margir nemendur ákváðu að skella sér á skíði og skemmtu sér konunglega.

Fleiri myndir má nálgast í myndasafni, en þær Ása, Jóhanna Björk og Ragnheiður eiga heiðurinn að þeim.

 

 

Fjáröflun 10. bekkjar

Í dag eru foreldraviðtöl og í tilefni þess hafa 10.bekkingar stillt upp þessum fallega kökubasar.

Hægt er að kaupa sér til að maula á staðnum og svo er líka hægt að kaupa heilar kökur. Gott væri að hafa reiðufé í vasanum til að borga fyrir. Salan er við aðalinngang og á miðrými uppi.

 

Fallega skreyttir kökubakkar

 

Flottir

 

Namm, girnilegt!

 

 

 

 

Lestrarátak Ævars vísindamanns

Við minnum á lestrarátak Ævars vísindamanns og hvetjum eindregið til þátttöku

Hér eru upplýsingar um átakið,(tekið af: www.visindamadur.com )

  1. Það má lesa hvaða bók sem er.
  2. Á hvaða tungumáli sem er.
  3. Hljóðbækur og ef einhver les fyrir þig telst með.
  4. Allir krakkar í 1. – 7. bekk mega taka þátt.

Fyrir hverjar þrjár bækur sem þið lesið prentið þið út lestrarmiða, fyllið út og skilið á næsta skólabókasafn, sem mun svo koma þeim til skila.

Ef einhverjir eru að taka þátt utan skóla (eins og t.d. krakkar sem búa í útlöndum) er hægt að senda lestrarmiðana á: Heimili og skóli, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Í byrjun mars verður dregið úr öllum innsendum lestrarmiðum og fá fimm krakkar í verðlaun að vera persónur í æsispennandi geimverubók eftir Ævar vísindamann, Gestir utan úr geimnum, sem kemur út í apríl.

​Í síðustu tveimur átökum voru lesnar meira en 114 þúsund bækur. Það verður einstaklega spennandi að sjá hvernig okkur gengur í ár.

Áfram lestur!

ÝTTU HÉR TIL AÐ HLAÐA NIÐUR LESTRARMIÐUNUM

 

Siljan 2017

Við hvetjum unga upprennandi kvikmyndagerðarmenn til þess að taka þátt í Siljunni 2017

Barnabókasetur stendur fyrir myndbandasamkeppni fyrir nemendur í 5.-10. bekk grunnskóla. Keppt er í tveimur flokkum, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk.

Markmiðið er að hvetja börn og unglinga til að lesa og tjá sig um bækurnar sem þau lesa. Nemendur geta unnið einir eða í hópi. Fjalla skal um eina barna- eða unglingabók að eigin vali í hverju myndbandi. Bókin þarf að hafa komið út á íslensku á árunum 2014-2016.

Myndböndin skulu vera 2-3 mínútur að lengd. Vista skal myndböndin á netinu (til dæmis youtube.com) og senda slóðina og upplýsingar um höfunda til barnabokasetur@unak.is Skilafrestur rennur út 10. mars. Sjá nánar á barnabokasetur.is

Öll myndböndin verður því hægt að sjá á netinu. Valin myndbönd verða jafnframt tengd við einn fjölsóttasta vef landsins, gegnir.is þar sem þau munu koma að góðum notum þegar börn og unglingar leita sér að lesefni.

Verðlaun:
Fyrstu verðlaun: 25 þúsund krónur.
Önnur verðlaun: 15.000 krónur.
Þriðju verðlaun: 10.000 krónur.

Auk þess fær skólasafnið í skóla sigurvegarans 100 þúsund króna bókaúttekt frá Félagi íslenskra bókaútgefanda.

Siljan hlaut styrk úr Barnamenningarsjóði. Barnabókasetur er samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri, Amtsbókasafnsins og Minjasafnsins á Akureyri.

Umsjón með verkefninu er í höndum stjórnar Barnabókasetursins sem skipuð er Brynhildi Þórarinsdóttur, rithöfundi og dósent við Háskólann á Akureyri, Haraldi Þór Egilssyni safnstjóra Minjasafnsins á Akureyri og Hólmkeli Hreinssyni Amtsbókaverði.

Við hvetjum ykkur til að taka þátt.