Íslandsmótið í skólaskák 2010 er hafið. Fulltrúar Salaskóla og Kópavogs eru félagarnir Páll Andrason og Eiríkur Örn Brynjarsson. Eftir tvær umferðir leiðir Kjördæmismeistarinn Páll Andrason mótið ásamt tveimur öðrum. Eiríkur Örn hefur einnig blandað sér í toppbaráttuna.
Tag Archives: Skák
Salaskóli varð Íslandsmeistari grunnskólasveita
Við samgleðjumst frábærum árangri sem skáksveit Salaskóla náði þegar hún varð Íslandsmeistari grunnskólasveita sem fór fram í Skákhöllinni Faxafeni 12, um helgina. Salaskóli hafði nokkra yfirburði og fékk sveitin 33 vinninga af 36 mögulegum. Sjá nánar um mótið hér.
Myndir frá Íslandsmeistaramóti grunnskólasveita.
Myndir frá Kjördæmamóti Reykjaness.
Einn meðlimur skákksveitarinnar varð síðan kjördæmameistari Reykjaness í eldri flokki í gær en það var Páll Andrason í 10. bekk. Hann tryggði sér sæti á Landsmóti sem fram fer 6.-9. maí næstkomandi í Reykjavík. Birkir Karl í 8. bekk varð í 3. sæti og Baldur Búi í 7. bekk í 4. sæti í yngri flokki. Einstaklega glæsilegur árangur hjá þeim Páli, Birki Karli og Baldri Búa.
Góður árangur
Nemendur og starfsfólk samfögnuðu á sal skólans í dag góðum árangri í skák og fimleikum. Eins og fram kemur hér á síðunni vann Tinna Óðinsdóttir Norðurlandameistaratitil í fimleikum á dögunum en að auki náðu Páll og Eyþór Trausti að verða Kópavogsmeistarar í skólaskák í eldri og yngri aldursflokki. Fleiri nemendur stóðu sig afar vel í skólaskákinni bæði á Kópavogsmótinu um helgina og í skákiðkun í vetur. Bikarar voru veittir í öllum aldursflokkum frá 1. bekk til 10. bekkjar. Tíundubekkingurinn Páll Andrason er skákmeistari skólans árið 2010.
Sjá fleiri myndir frá þessari montstund sem var 16. apríl 2010.
Páll Andrason og Eyþór Trausti Kópavogsmeistarar í skólaskák
Meistaramót Kópavogs í skólaskák var haldið í Hjallaskóla þann 13 april 2010, og mættu alls 56 keppendur til leiks. Keppt var í tveimur aldursflokkum, 1.-7. bekk og 8.-10. Tefldar voru átta umferðir með 12 mínútna umhugsunartíma. Tveir efstu úr hvorum flokki komast svo áfram á Kjördæmismót Reykjaness. Salaskóli hafði mikla yfirburði í báðum flokkum og tók öll fjögur sætin sem komast áfram. Í eldri flokki var það hinn geðþekki Páll Andrason sem bar sigur úr býtum, Birkir Karl Sigurðsson varð annar og Guðmundur Kristinn Lee þriðji, allir úr Salaskóla. Í yngri flokki sigraði hinn efnilegi Eyþór Trausti Jóhannsson eftir spennandi keppni við félaga sinn Baldur Búa Heimisson, en Róbert Leó Jónsson, Hjallaskóla, varð þriðji. Skákstjórar voru Smári Rafn Teitsson og Tómas Rasmus.
Lokastaðan í yngri flokki efstu 10:
Sæti|Nafn
1|Eyþór Trausti Jóhannsson Salaskóla 7,0
2|Baldur Búi Heimisson Salaskóla 6,5
3|Róbert Leó Jónsson Hjallaskóla 6,5
4|Kristófer Orri Guðmundsson Vatnsendaskóla 6,0
5|Hilmir Freyr Heimisson Salaskóla 6,0
6|Ásta Sonja Ólafsdóttir Hjallaskóla 5,5
7|Hildur Berglind Jóhannsdóttir Salaskóla 5,0
8|Atli Snær Andrésson 5,0
9|Elías Lúðvíksson 5,0
10|Arnar Steinn Helgason Salaskóla 5,0
Eldri flokkur efstu 10 :
Sæti|Nafn |
1|Páll Andrason Salaskóla 7,0
2|Birkir Karl Sigurðsson Salaskóla 6,5
3|Guðmundur Kristinn Lee Salaskóla 6,0
4|Omar Yamak Salaskóla 5,0
5|Tam Van Lé Hjallaskóla 5,0
6|Ingó Smáraskóla 5,0
7|Eiríkur Örn Brynjarsson Salaskóla 4,5
8|Arnþór Egill Hlynsson Salaskóla 4,5
9|Natthakan Khandong Hjallaskóla 4,0
10|Óttar Atli Ottósson Vatnsendaaskóla 4,0
Fulltrúar Kópavogs á kjördæmismóti Reykjaneskjördæmis 2010 verða því allir úr Salaskóla.
Eða Páll Andrason, Birkir Karl, Eyþór Trausti og Baldur Búi.
Kjördæmismótið verður mánudaginn 1904.2010 og hefst kl 18.00
Salaskóli í þriðja sæti
Salaskóli varð í þriðja sæti á Íslandsmóti grunnskólasveita sem fram fór 21. mars síðastliðinn í Vetrargarðinum í Smáralind. Það var d-sveit skólans sem varð efst d-sveita. Það var Skákakademía Reykjavíkur sem stóð fyrir mótinu. Við óskum skáksnillingunum til hamingju með frábæran árangur. Nánar um mótið hér.
Skákakademia í Salaskóla
Við hófum störf hjá skákakademiu Kópavogs föstudaginn 29. janúar 2010. Skákakademia Kópavogs er styrkt af skákstyrktarsjóði Kópavogs. Kennarar eru frá Skákskóla Íslands en Salaskóli sér um aðbúnað og aðstöðu. Á myndinni sem fylgir eru eftirtaldir einstaklingar.
Aftari röð frá vinstri:
Lenka Ptacnikova skákmeistari og skákkennari, Tómas Rasmus kennari, Helgi Ólafsson stórmeistari og skákkennari og Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla.
Fremri röð: Skáknemendur í fyrsta tímanum hjá skákakademiunni.
Hildur Berglind Jóhannsdóttir, Eiríkur Örn Brynjarsson, Ómar Yamak, Guðmundur Kristinn Lee og Birkir Karl Sigurðsson.
Fleiri nemendur eru væntanlegir.
Æfingar skákakademiunnar verða líklega framvegis þannig:
Staður vísindamiðstöð Salaskóla.
Mánudagur kl: 14:00 til 16:00
Miðvikudagur kl: 12:30 til 14:00
Föstudagur kl: 14:00 til 16:00
Bekkjarkeppni í skák
Bekkjarkeppni í skák var haldin í dag í salnum okkar í Salaskóla.
Myndir frá skákmótinu
Hver bekkur mátti senda eins mörg lið og áhugi var fyrir. Í hverju liði voru 3 keppendur auk varamanna. Um 100 krakkar tóku þátt í mótinu og kepptu af miklum krafti allan morguninn. Skoðið úrslit!
Efstu 12 liðin | ||||||
Lið | vinn | 1b | 2b | 3b | 1. varam. | |
1 | Himbrimar | 16 | Ómar | Arnþór | Guðjón | Halldór |
2 | Helsingjar 1 | 16 | Hildur | Kári | Garðar | |
3 | Hávellur | 14 | Jón Smári | Gísli | Breki | Davíð |
4 | Flórgoðar | 13 | Arnar | Helgi | Ari | Gerður |
5 | Ernir | 11,5 | Baldur | Eyþór | Sindri | |
6 | Helsingjar 2 | 11 | ||||
7 | Flórgoðar 2 | 11 | ||||
8 | Teistur | 11 | ||||
9 | Uglur 3 | 10,5 | ||||
10 | Lóur 1 | 10,5 | ||||
11 | Lóur 2 | 10 | ||||
12 | Fálkar 2 | 10 | ||||
Alls kepptu 31 lið. Himbrimar og Helsingjar tefldu eina umferð í bráðabana til þess að skera úr um hvort liðið væri sterkara. Leika fóru svo að Himbrimar sigruðu 3 – 0 og eru þeir réttkrýndir bekkjameistarar árið 2010. | ||||||
Kópavogsmótið í skák
Kópavogsmótið í skák, sveitakeppni 2009, var haldið hér í Salaskóla í dag 16. október. Alls kepptu 13 lið í eldri flokki og 22 lið í yngri flokki eða alls 35 lið sem er algert met í skákmóti í Kópavogi. Aldrei hefur mótið verið stærra. Hér í skólanum voru 140 keppendur auk varamanna að hugsa um skák í dag, líklega um 160 keppendur.
Hjallaskóli kom sá og sigraði í yngri flokki og Salaskóli sigraði í eldri flokki,
Meistarar heiðraðir
Norðurlandameistarar okkar í skák voru heiðraðir í sal skólans í dag þar sem nemendur og starfsfólk skólans klöppuðu þeim lof í lófa fyrir frábær skákafrek í Stokkhólmi á dögunum. Hafsteinn skólastjóri þakkaði þeim fyrir hönd skólans, bar þeim kveðju menntamálaráðherra og Andrés Pétursson, formaður skólanefndar, færði þeim hamingjuóskir frá Kópavogsbæ ásamt gjöf til skólans sem mun felast í ýmsu "nýju skákdóti" eins og skólanefndarformaðurinn komst að orði sjálfur.
Skáksveit Salaskóla Norðurlandameistar!
Þó svo að ein umferð sé eftir að Norðurlandamóti grunnskóla í skák hefur hin geysisterka sveit Salaskóla tryggt sér Norðurlandameistartitilinn. Sveitin hefur sýnt fádæma yfirburði og er vel að sigrinum komin. Afrek þessarar sveitar eru einstök en hún skartar nú Íslandsmeistaratitli, Norðurlandameistartitli og heimsmeistaratitli. Ólíklegt er að nokkur skáksveit grunnskóla hafi unnið þvílík afrek. Í sveitinni eru Patrekur Maron Magnússon, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Páll Andrason, Eiríkur Brynjarsson og Guðmundur Kristinn Lee.