salaskli_a_li.jpg

Norðurlandamót í skák

salaskli_a_li.jpg

Keppnislið Salaskóla í unglingaflokki fer á  morgun, fimmtudag, til Svíþjóðar til að keppa á Norðurlandamóti í liðakeppni skóla í skák.

Keppnin fer fram dagana 10.-14. sept. í Stokkhólmi.

Fylgist með gengi liðsins hér á heimasíðunni um helgina. Linkur á fréttir.

patrekur.jpg

Íslandsmótið í skólaskák 2009

patrekur.jpgPatrekur Maron Magnússon í 10. bekk endurheimti Íslandsmeistartitil í skólaskák með yfirburðum. Íslandsmótið var haldið á Akureyri dagana 30. apríl – 3. maí 2009 og tóku fimm krakkar úr Salaskóla þátt í mótinu, þau Patrekur Maron Magnússon, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Páll Andrasons, Eiríkur Örn Brynjarsson og Birkir Karl Sigurðsson.

 


 

Þetta er algjört met, aldrei fyrr hafa jafnmargir krakkar úr sama skólanum náð inn á landsmót einstaklinga í skák.  Mesti fjöldi frá sama skóla er 4 keppendur og var það met sett í fyrra af okkar skóla. Krakkarnir okkar stóðu sig vel – það var ekki ein einasta skák auðveld því hér var saman komið úrval þeirra bestu í landinu. Nánari úrslit hér:

  Eldri flokkur: 8. til 10 bekkur  
       
Nr: Nafn Skóli / landshluti vinn
1 Patrekur Maron Magnússon Salaskóla 10,5
2 Dagur Andri Fridgeirsson Reykjavík 7
3 Nokkvi  Sverrisson Vestmannaeyjar 7
4. -7 Jóhanna Björg Jóhannsdóttir Salaskóla 6,5
4. -7 Hordur Aron Hauksson Rimaskóla 6,5
4. -7 Svanberg Mar Palsson Hafnarfirði 6,5
4. -7 Mikael Johann Karlsson Akureyri 6,5
8 Páll Andrasons Salaskóla 6
9 Eriíkur Örn Brynjarsson Salaskóla 5
10 Benedikt Jóhannson   2,5
11 Hjortur Thor Magnusson Norðurland 1,5
12 Jakub Szudrawski Bolungavík 0,5
       
  Yngri flokkur: 1. til 10 bekkur  
       
Nr: Nafn Skóli / landshluti vinn
1 Fridrik Thjalfi Stefansson Reykjaneskjördæmi 9
2 Emil Sigurdarson Laugarvatni – Suðurl. 8,5
3 Jon Kristinn Thorgeirsson Akureyri 8,5
4 Dagur Kjartansson Reykjavík 7
5 Hrund Hauksdottir Rimaskóla 7
6 Birkir Karl Sigurdsson Salaskóla 6
7 Dadi Steinn Jonsson Vestmannaeyjar 6
8 Brynjar Steingrimsson Reykjavík 4,5
9 Hersteinn Heidarsson Akureyri 4
10 Hulda Run Finnbogadottir Vesturland 3
11  Andri Freyr Bjorgvinsson Akureyri 2,5
12 Hermann Andri  Smelt Bolungarvík 0

slandsmeistarar_006small.jpg

Skáksveit Salaskóla Íslandsmeistari

slandsmeistarar_006small.jpgSkáksveit Salaskóla gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari grunnskólasveita um helgina.

Liðið skipuðu þau Patrekur Maron, Jóhanna, Páll og Eiríkur Örn. Mótið var haldið hér í skólanum og sendi skólinn 8 lið til keppninnar. Lesið meira um Íslandsmeistarana og aðrar sveitir Salaskóla á http://www.skak.blog.is/blog/skak/entry/864852/. Við óskum skákmönnunum okkar, yngri sem eldri, innilega til hamingju með glæsilegan árangur.

toppur_web.jpg

Frábær árangur í skólaskákmeistaramóti

toppur_web.jpgFimmtudaginn 2. apríl var Skólaskákmeistaramót Kópavogs 2009 haldið í Hjallaskóla. Keppendur voru 38 í yngri flokki og 8 í eldri flokki.

Tefldar voru 7 umferðir í eldri flokki, allir við alla 2x 15 mín á skák. Salaskóli var í algerum sérflokki þar því allir 5 keppendurnir sem við máttum senda lentu í 5 efstu sætunum eins og hér kemur fram:

1. Patrekur Maron Magnússon

2. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir

3. Páll Andrason

4.-5. Eiríkur Örn Brynjarsson

4.-5. Guðmundur Kristinn Lee

Patrekur og Jóhanna voru hér jöfn efst og að loknu einvígi þeirra á milli hafði Patrekur sigur. Patrekur Maron sitjandi Íslandsmeistari frá því í fyrra varð því Kópavogsmeistari 2009. Þau keppa síðan sem fulltrúar Kópavogs á kjördæmismóti Reykjanes þann 4. apríl 2009. Myndir

Nemendur Salaskóla stóðu sig einnig afar vel í yngri flokki. Tefldar voru 9 umferðir með Monrad kerfi, 2×12 mín á skák. Þannig röðuð þau sér:

1. Birkir Karl Sigurðsson

2. Arnar Snæland

4.-8. Sindri Sigurður Jónsson

9.-10. Eyþór Trausti Jóhannsson

9.-10. Hildur Berglind Jóhannsdóttir

Við óskum skákfólkinu okkar innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.   

Úrslit skákmeistaramóts Salaskóla 2009.

Skoðið myndir.
Mótið var haldið í febrúar og mars 2009 í þremur áföngum. Efstu 12:

Röð Nafn bekkur Vinn
1 Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 10 7,5
2 Patrekur Maron Magnússon 10 7
3 Páll Andrason 9 6
4..6 Eiríkur Brynjarsson 9 5,5
4..6 Birkir Karl Sigurðsson 7 5,5
4..6 Guðjón Trausti Skúlason 9 5,5
7..12 Guðmundur Kristinn Lee 8 5
7..12 Steindór Snær Ólason 8 5
7..12 Ragnar Eyþórsson 10 5
7..12 Arnar Snæland 7 5
7..12 Sindri Sigurður Jónsson 7 5
7..12 Eyþór Trausti Jóhannsson 6 5

Alls kepptu 170 krakkar í undanrásum og voru 38 valin til leiks í lokaúrslitin. 

Á þessu móti voru einnig valdir þeir keppendur sem eiga að keppa fyrir Salaskóla á meistarmóti Kópavogs sem verður haldið kl 14:00 til 18:00 þann  2.apríl í Hjallaskóla. Eftirtaldir krakkar hafa verið valdir til keppni sem fulltrúar okkar á Kópavogsmótinu.

  Flokkur I unglingar –  Hér er valið eftir virkni og skákstigum
1 Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
2 Patrekur Maron Magnússon
3 Páll Andrason
4 Eiríkur Brynjarsson
5 Guðmundur Kristinn Lee
   
  Flokkur II Barnaskóli  – Hér voru úrslit meistarmótsins látin ráða vali
1 Birkir Karl Sigurðsson
2 Arnar Snæland
3 Sindri Sigurður Jónsson
4 Eyþór Trausti Jóhannsson
5 Baldur Búi Heimisson


Mótsstjórar á meistaramóti Salaskóla voru þau Sigurlaug Regína og Tómas Rasmus.

Sveit Salaskóla í 3. sæti

A-sveit Salaskóla lenti í 3. sæti í Íslandsmóti barnaskólasveita 2009. Mótið fór fram í Rimaskóla nú um helgina. Keppnin var hörð og jöfn og lokastaðan varð sú að sveit Rimaskóla sigraði nokkuð örugglega með 9 vinningum, Barnaskóli Vestmannaeyja fékk 6,5 vinninga og var í 2. sæti og A-sveit Salaskóla fékk 5,5 vinninga og 3. sætið. Glæsilegur árangur. Nánari tölur er að finna á http://skaksamband.is/?c=webpage&id=350

skak09.jpg

Stelpurnar Íslandsmeistarar í skák

skak09.jpgÞrjú stúlknalið fóru á Íslandsmeistarmót í skák núna um helgina. Mótið var haldið hér í Salaskóla. Úrslit urðu á þann veg að Salaskóli vann í flokki A liða, B liða og C liða. Öll liðin okkar voru efst að stigum sem er frábær árangur hjá stelpunum. Í einstaklingskeppni varð Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, nemandi í 10. bekk, Íslandsmeistari stúlkna í eldri flokki (fæddar 1993-95) sem er stórglæsileg frammistaða. Hægt er að lesa nánar um úrslitin á skak.is 

Stúlknaliðin voru þannig skipuð:
A-sveit. 1. Jóhanna Björg, 10.bekk

             2. Hildur Berglin, Ritum

             3. Guðbjörg Lilja Svavarsd, Hávellum

             4. Erna María Svavarsd, Súlum.

B-sveit. 1. Una Sól, Ritum

             2. Anastasia, 9. bekk

             3. Rebekka Ósk Svavarsd, Kríum

             4. Heiða, Mávum

 C-sveit 1. Guðrún Vala, Þröstum

             2. Freyja, Hrossagaukum

             3. Móey, Hrossagaukum

             4. Hulda Clara, Steindeplum

              

Varamenn í C-sveit: Lana Kristín, Þröstum

                                 Hildur María, Steindeplum.

bekkjarskkmt_0072.jpg

Úrslit kunn í bekkjarmóti í skák

bekkjarskkmt_0072.jpgHinu árlega bekkjamóti Salaskóla lauk föstudaginn 5. desember. Til úrslita kepptu 14 bestu liðin:  Fjögur bestu úr yngsta flokki, 1. til 4. bekk, fimm bestu úr miðstigi 5 til 7 bekk og fimm bestu úr unglingadeild.

Leikar fóru þannig að A lið Lóma bar sigur úr bítum með 15 vinninga en A-lið Fálka fylgdi fast á eftir með 13 vinninga. Tvö lið, A lið hjá Kjóum og Örnum, voru jöfn að vinningum með 11 vinninga sem endaði þó með því að Kjóarnir tóku 3. sætið vegna sterkari stöðu.

Við óskum liðunum til hamingju  með frábæran árangur. Meðfylgjandi mynd sýnir sigurvegarana, A lið Lóma, ásamt Tómasi. Nánari úrslit með því að smella á Lesa meira.

 

Hér birtist listi yfir 10 bestu liðin
Úrslit Lið vinn 1b 2b 3b 1v 2v
1 Lómar A lið 15 Páll Andrason Eiríkur Örn Andri Hrafn Sigurbjörn  
2 Fálkar A 13 Patrekur Jóhanna magnús    
3 Kjóar A 11 Birkir Karl Sindri Arnar Jónas  
4 Ernir A 11 Ragnar Bjarki Steinar Agnar  
5 til 6 Himbrimar A 10 ómar Halldór Guðjón Hinrik  
5 til 6 Svölur A 10 Guðmundur Steindór Guðjón Páll  
7 til 8 Langvíur A 9 Baldur Búi Selma Líf Birkir Þór    
7 til 8 Ritur A 9 Hildur Berglind Kári Steinn Garðar Elí    
9 til 10 Langvíur B 8,5 Aron Eyþór Ragnheiður    
9 til 10 Krummar A 8,5 Þormar Björn Orri Breki Krissi

 

 

 

skak0809.jpg

Skák í Salaskóla

skak0809.jpgNú er vetrarstarfið í skákinni að hefjast í Salakóla. Nemendur geta komið á eftirfarandi æfingar:

Byrjendur ( og þeir sem eru í dægradvöl): 1, 2 og 3. bekkur – miðvikudaga og/eða föstudaga kl 13:30 til 14:30  
Kennari: Sigurlaug Regína, skráning hjá viðkomandi umsjónarkennara eða ritara í tölvupósti
asdissig@kopavogur.is

Lengra komnir – allur aldur þriðjudaga kl: 14:30 til 16:10 
Kennari: Tómas Rasmus.

Úrvalshópur þeir sem vilja pæla djúpt, þriðjudaga kl: 14:30 til 16:10 
Kennari: Henrik Danielsen stórmeistari.

Hægt er að lesa um skákárið í fyrra á heimasíðu Salaskóla undir liðnum þróunarstarf – skák

Skák í Salaskóla skólaárið 2007-08

Heimsmeiatarar:

Skólaárið 2007- 2008 hefur verið ansi viðburðarríkt í skákheiminum í Salaskóla.Við byrjuðum haustið á því að fagna heimsmeistartiltlinum í liðakeppni skóla fyrir 14 ára og yngri. 5 krakkar úr Salaskóla fóru ásamt þjálfara sínum Hrannari Baldurssyni 12. júlí til Pardubice í Tékklandi  þar kepptu þau til sigurs á heimsmeistarmóti skóla í skák og urðu fyrsta íslenska skólaliðið í skák sen náð hefur heimsmeistartitli.

Sveit Salaskóla skipuðu eftirfarandi krakkar::

  1. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
  2. Patrekur Maron Magnússon
  3. Páll Andrason
  4. Guðmundur Kristinn Lee

varam. Birkir Karl Sigurðsson.

 

Hér vantar mynd af atburðinum ( Ath. þetta er prufa það kemur meira síðar TR.)