Kvennafrídagur

Vegna kvennafrídags beinum við þeim tilmælum til foreldra og þá ekki síst feðra að þeir sæki börn sín snemma í dag í dægradvölina enda munu mjög margar starfskonur skólans fara úr vinnunni um kl. 14 til að taka þátt í dagskrá dagsins. Dægradvölinni verður þó ekki lokað kl. 14 en þar sem þar starfa aðeins tveir starfsmenn sem ekki eru konur má búast við að starfsemin lamist meira og minna og við munum væntanlega eiga erfitt með að gæta annarra barna en þeirra sem bráðnauðsynlega þurfa gæslu.

Sumarleyfi

Skrifstofa Salaskóla er lokuð vegna sumarleyfa til 5. ágúst. Þeir sem þurfa að koma skilaboðum til skólans s.s. vegna nýrra nemenda eða nemenda sem eru að flytja geta sent tölvupóst til skólastjóra hafsteinn@salaskoli.is

Salaskóli í sumarleyfi

Skrifstofa Salaskóla er lokuð vegna sumarleyfa til 6. ágúst. Ef þú ætlar að skrá nýjan nemenda í skólann þá getur þú gert það á vefnum eins og kemur fram hér neðar á síðunni. Einnig er mikilvægt að fá upplýsingar um nemenda sem fara úr Salaskóla í aðra skóla. Sendið upplýsingar um það á netfang skólastjóra hafsteinn@salaskoli.is.

IMG 2470

Liltu-jólin og jólaleyfi

IMG 2470
Nemendur í 1. – 7. bekk mættu á jólaball þennan morguninn og áttu skemmtilega stund við jólatréð ásamt hljómsveitinni Jólakúlunum. Á ballið mætti jólasveinn sem sagðist vera tvíburabróðir Stúfs nema hann var miklu lengri og kallaði sig Uppstúf! Hann var fjörugur og skemmtilegur og hlátrasköllin ómuðu.

Eftir jólaballið hófst jólafrí. Hér eru myndir frá morgninum. Mánudaginn 5. janúar er skipulagsdagur og nemendur eiga frí. Kennsla hefst svo aftur að loknu jólaleyfi þriðjudaginn 6. janúar. 
Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári með þökk fyrir samstarfið á árinu. 

Vetrarleyfi á næsta skólaári

Það er búið að ákveða vetrarleyfisdaga næsta skólaár. Þeir eru 17. og 20. október og 23. og 24. mars. Skipulagsdagar á haustönn verða 10. október og 17. nóvember.