Kvennafrídagur

Vegna kvennafrídags beinum við þeim tilmælum til foreldra og þá ekki síst feðra að þeir sæki börn sín snemma í dag í dægradvölina enda munu mjög margar starfskonur skólans fara úr vinnunni um kl. 14 til að taka þátt í dagskrá dagsins. Dægradvölinni verður þó ekki lokað kl. 14 en þar sem þar starfa aðeins tveir starfsmenn sem ekki eru konur má búast við að starfsemin lamist meira og minna og við munum væntanlega eiga erfitt með að gæta annarra barna en þeirra sem bráðnauðsynlega þurfa gæslu.

Birt í flokknum Fréttir og merkt .