Öskudagsgleði og vetrarleyfi

Á öskudag verður öskudagsgleði í Salaskóla. Skóladagurinn verður svolítið óvenjulegur og alveg örugglega einstaklega skemmtilegur. Nemendur mæta í búningum, taka þátt í alls konar sprelli og foreldrafélagið gefur öllum nammipoka. Allir fá svo pylsur í matinn líka þeir sem ekki eru í mat að öllu jöfnu.
Skólinn opnar á venjulegum tíma en við gefum krökkunum svigrúm að mæta til kl. 9:00. Það gerum við til þess að þeir fái meiri tíma til að klæða sig ef þess þarf. Skóladagurinn verður styttri en venjulega og allt er búið kl. 12:00. Dægradvölin verður þá opin eins og venjulega til kl. 17:00.
Að gefnu tilefni skal tekið fram að allir eiga að mæta þennan dag. Í fyrra báðu foreldrar 6 eða 7 barna um leyfi.
Á fimmtudag og föstudag er svo vetrarfrí í skólum Kópavogs.

Sumarleyfi

Skrifstofa Salaskóla er lokuð vegna sumarleyfa frá og með 16. júní. Opnar aftur mánudaginn 8. ágúst.

 

Páskaleyfi

Nemendur fara í páskaleyfi föstudaginn 15. apríl að lokinni kennslu. Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 27. apríl. Þriðjudaginn 26. apríl er skipulagsdagur en dægradvölin er opin frá kl 8:00.

Starfsfólk Salaskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska og ánægjulegra frídaga.

Jólaball og jólafrí


Nemendur í 1. – 7. bekk mættu á jólaball þennan morguninn og áttu skemmtilega stund við jólartréð ásamt hljómsveitinni Jólakúlunum og Giljagaur. Eftir jólaballið hófst jólafrí.  Hér eru myndir frá morgninum. 4. janúar er skipulagsdagur og nemendur eiga frí, en dægradvölin er opin. Kennsla hefst svo aftur að loknu jólaleyfi miðvikudaginn 5. janúar.

Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.

 

Frí á uppstigningardag

Frí er í skólanum á morgun, uppstigningardag, eins og fram kemur á skóladagatali. Skóli verður svo skv. stundaskrá á föstudaginn.  

Frí í skólanum á morgun

Á morgun er frí í skólanum, 1. maí, eins og hefð er fyrir á baráttudegi verkalýðsins. Kennsla hefst aftur skv. stundaskrá mánudaginn 4. maí.