PC180013

Litlu-jólin og jólafrí

PC180013
Í dag flykktust prúðbúnir nemendur í 1. – 7. bekk á Litlu jólin í Salaskóla. Í Klettagjá var fallega skreytt jólatré sem krakkarnir dönsuðu í kringum við undirleik hljómsveitarinnar Jólakúlnanna en meðlimir hennar voru að þessu sinni bæði nemendur og kennarar skólans. Allt í einu heyrðust háreysti mikil og inn um einn gluggann hentist rauðklæddur maður með miklum bægslagangi. Jú, jú… það var þá sjálfur jólasveinninn sem var kominn til þess að heilsa upp á krakkana. Hann sagðist heita Grýlukertasleikir sem viðstaddir minntust ekki að hafa heyrt um áður enda ekki skrýtið því Grýlukertasleikir kemur bara á 500 ára fresti til byggða til að gefa skrýtnar gjafir eins og jóli útskýrði fyrir krökkunum. Hafsteinn skólastjóri fékk til dæmis silfurskó sem voru allt of litlir og Magga sérkennari var svo heppin að fá eitthvað sem líktist uppblásinni jólagrís. Jólasveinninn lék á létta strengi og sagði að það væru bara þægir krakkar í skólanum en það sama væri ekki hægt að segja um kennara. Hvað sem hann meinti með því.

Eftir Litlu-jólin byrjar langþráð jólafrí nemenda og starfsfólks Salaskóla. Á nýju ári mæta kennarar á samstarfsdag þann 3. janúar en skóli hjá nemendum hefst ekki fyrr en mánudaginn 6. janúar skv. stundaskrá.

Starfsfólk skólans óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls nýárs með þakklæti fyrir gott samstarf á árinu 2013. 

 

Sumarleyfi

Skrifstofa Salaskóla er lokuð vegna sumarleyfa frá 18. júní. Opnað verður aftur  8. ágúst. Hægt er að skrá nýja nemendur í skólann hér á vefnum. Einnig er hægt að koma áríðandi skilaboðum til skólans með því að senda tölvupóst til skólastjóra hafsteinn@salaskoli.is  Hafið það gott í sumar.

 

vala

Skákin komin í sumarfrí í Salaskóla.

vala
Mikil aðsókn hefur verið á skákæfingar í Salaskóla í vetur oftast á milli 30 og 40 krakkar á hverri æfingu. Á lokaæfingunni 7.05.2013 mættu tæplega 30 krakkar og fengu þau að taka þátt í sérstakri skákþrautakeppni. Veitt voru verðlaun fyrir bestu lausnir hjá drengjum og stúlkum. 

Bestu lausnir í stúlknaflokki átti Guðrún Vala Matthíasdóttir  í 6. bekk mávum. 
Bestu lausnir í drengjaflokki átti  Ágúst Unnar Kristinsson  6. bekk kríum. Vala og Ágúst eru því skákþrautadrottning og skákþrautakóngur Salaskóla árið 2013.

Vetrarleyfi næsta skólaár

Ákveðið hefur verið að vetrarleyfi grunnskólanna í Kópavogi á næsta skólaári verði dagana 21. og 22. október og 21. og 24. febrúar. Skóladagatal Salaskóla er að öðru leyti í vinnslu og verður tilbúið þegar líður á aprílmánuð.  

Vetrarleyfi vorannar

Minnt er á að vetrarleyfi er dagana 22. og 25. febrúar. Þá daga fellur allt starf niður á vegum skólans, einnig í dægradvölinni. Skóli hefst aftur skv. stundaskrá þriðjudaginn 25. febrúar.

Sumarleyfi

Skrifstofa Salaskóla er lokuð vegna sumarleyfa frá 21. júní. Opnað aftur  9. ágúst. Hægt er að skrá nýja nemendur í skólann hér á vefnum. Einnig er hægt að koma áríðandi skilaboðum til skólans með því að senda tölvupóst til skólastjóra hafsteinn@salaskoli.is. Hafið það gott í sumar.

Athugið að gátlistar (innkauplistar) yfir það sem nemendur þurfa að hafa i skólatöskunni sinni eru hér hægra megin á síðunni.

Páskaleyfi

Síðasti kennsludagur fyrir páskaleyfi er föstudaginn 30. mars. Kennsla hefst aftur að loknu leyfi þriðjudaginn eftir páska – 10. apríl.

Vetrarleyfi næsta skólaár

Það er búið að ákveða vetrarleyfisdaga næsta skólaár. Þeir eru 17. og 20. október og 23. og 24. mars. Skipulagsdagar á haustönn verða 10. október og 17. nóvember.