Skólasetning 22. ágúst
Salaskóli verður settur föstudaginn 22. ágúst nk. Nemendur mæta sem hér segir: 2., 3. og 4. bekkur kl. 9:00 5., 6. og 7. bekkur kl. 10:00 8., 9. og 10. bekkur kl. 11:00 Nemendur sem eru að fara í 1. bekk verða sérstaklega boðaðir með foreldrum sínum dagana 22. og 25. ágúst. […]
Lesa meiraTil foreldra og nemenda
Skólasetning verður föstudaginn 22. ágúst en tímasetningar verða auglýstar nánar hér á síðunni er nær dregur. Innkaupalistar eru í vinnslu og verða aðgengilegir á vefsíðunni föstudaginn 15. ágúst. Skólastarf fer rólega af stað fyrstu dagana og því ætti að vera nægur tími fyrir nemendur að útvega sér stílabækur og möppur. Skólataska er þó nauðsynleg frá […]
Lesa meiraSumarleyfi
Þökkum nemendum og foreldrum fyrir ánægjulegt samstarf á nýliðnu skólaári og óskum þeim góðra daga í sumarleyfinu. Skrifstofa skólans er lokuð frá 18. júní en opnar aftur 6. ágúst. Ef þarf að koma skilaboðum á framfæri er hægt að senda þau á netfang skólans salaskoli@salaskoli.is.
Lesa meiraÚtskrift í gær
Í gærkvöldi, 4. júní, voru 10. bekkingar útskrifaðir í þriðja sinn frá skólanum. Mættu þeir prúðbúnir ásamt fjölskyldum sínum á sal skólans þar sem skólastjórinn, Hafsteinn Karlsson, talaði til þeirra í síðasta sinn. Hann þakkaði þeim samstarfið í gegnum tíðina, þeir höfðu sett mikinn svip á skólastarf í Salaskóla og kennarar og starfsfólk væri nú þegar farið að sakna þeirra.
Lesa meiraNýjar myndir
Í myndasafni skólans er að finna nýjar myndir frá vorinu s.s. vorferðalagi nemenda í 1. og 2. bekk, þemadögum í 8. – 10. bekk og óvissuferð 10. bekkinga.
Lesa meiraSkólaslit og hátíð í dag
Í dag fimmtudaginn 5. júní verður skólanum slitið. Að loknum skólaslitum hefst hátíð foreldrafélagsins á skólalóðinni. 8. – 9. bekkur á að mæta kl. 13:00 á sal skólans 1. – 7. bekkur á að mæta kl. 14:00 á sal skólans Eftir skólaslit kl. 14:30 hefst skemmtun foreldrafélagsins á skólalóðinni. Foreldrar eru hvattir til fjölmenna.
Lesa meiraBrautskráning 10. bekkinga
Nemendur 10. bekkjar verða brautskráðir frá Salaskóla miðvikudaginn 4. júní og hefst athöfnin kl. 20:00. Foreldrar eru beðnir að koma með sínum útskriftarnema og afar og ömmur eru einnig velkomin. Að lokinni brautskráningu verður boðið upp á veislukaffi og eru allir beðnir um að koma með eitthvað á hlaðborðið.
Lesa meiraGöngugarpar Salaskóla
Að undanförnu hefur átakið "Göngum í skólann" verið í gangi í Salaskóla. Nemendur merktu við sig á skjali bekkjarins að morgni ef þeir höfðu gengið í skólann. Með þessu móti gátu bekkirnir safnað punktum. Nú er ljóst að nemendur í þremur bekkjum voru duglegastir að ganga í skólann. Með flest stig voru mávarnir, síðan komu riturnar og loks steindeplar. Verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin sem var hvorki meira né minna en gullskór, silfurskór og bronsskór.
Lesa meiraVorhátíð Salaskóla
Nú er komið að árlegri vorhátíð foreldrafélags Salaskóla Skólaslit eru fimmtudaginn 5 júní n.k. kl 14.00 og hefst vorhátíðin í beinu framhaldi af því. Að venju verður eitthvað skemmtilegt um að vera , leiktæki , tónlist og að sjálfsögðu pylsur á grillinu. Ungir og ferskir tónlistarmenn kíkja í heimsókn og gleðja okkur með söng […]
Lesa meiraSkólaslit í Salaskóla
Skólaslit vorið 2008 verða sem hér segir: Útskrift 10. bekkjar að kvöldi hins 4. júní. 8. – 9. bekkur fimmtudaginn 5. júní kl. 13:00 á sal skólans 1. – 7. bekkur fimmtudaginn 5. júní kl. 14:00 á sal skólans Eftir skólaslit kl. 14:30 hefst skemmtun foreldrafélagsins á skólalóðinni.
Lesa meiraMat á skólastarfi
Á vefinn eru komnar niðurstöður úr könnunum sem lagðar voru fyrir foreldra um viðhorf þeirra til skólastarfs í Salaskóla. Smellið hér til að skoða nánar.
Lesa meiraVal í 9. og 10. bekk skólaárið 2008-2009
Nemendur í 8. og 9. bekk eiga velja valgreinar fyrir næsta skólaár. Mikilvægt að allir velji og geri það í síðasta lagi föstudaginn 30. maí. Smelltu hér til að velja
Lesa meira