kerti.jpg

Kertaafgangar óskast

kerti.jpgVið erum að fara að vinna með endurvinnslu í smiðjum og ætlum að búa til kerti, þess vegna væri vel þegið að fá alla kertaafganga sem þið getið séð af.   Alla afganga sama hversu litlir sem þeir eru, því við bræðum þá upp og steypum úr þeim ný kerti.   (Getum líka notað kerti sem eru með „dóti“ inní eins og eplaskífum eða kanilstöngum eða kaffibaunum, því við veiðum það bara uppúr við bræðslu).  Vonandi getum við gert þetta í sem flestum árgöngum en það fer eftir framboði á kertastubbum.   Svo nú biðjum við alla að gefa okkur stubba og það má gjarnan afhenda okkur þá í textílstofunni.

Kveðja Smiðjukennarar

Birt í flokknum Fréttir.