Robobobo flottir og með góða liðsheild

Lególið Salaskóla stóð sig frábærlega vel í First Lego League keppninni sem fram fór á laugardaginn. Í heildina lentu Robobobo í þriðja sæti í keppninni og voru auk þess kosnir liðið með bestu liðsheildina. Til hamingju með flottan árangur.  Fleiri fréttir af keppninni hér.

Lesa meira

Allt klárt fyrir legokeppni

Nú eru lególið skólans Robobobo að leggja síðustu hönd á verk fyrir First Lego League keppnina sem verður haldin á laugardaginn í Keili á Suðurnesjum. Undirbúningur hefur staðið yfir í  margar vikur. Fylgjast má með liðinu á vefsíðu liðsins http://robobobo.freehostia.com/lego/. Þar er einnig hægt að sjá dagskrá morgundagsins ef einhverjir vilja fara og hvetja liðið til dáða.  Sjá líka […]

Lesa meira

Útikennslustofa í Rjúpnahæð

Í morgun kl. 10:00 var útikennslustofan  formlega opnuð.  Mættir voru fulltrúar Kópavogsbæjar, starfsmenn fræðsluskrifstofu og  skipulags – og umhverfissviðs. Elstu nemendur á Fífusölum og Rjúpnahæð með kennurum sínum og  nemendafulltrúar Grænfánans í Salaskóla og kennarar. Einn kennarinn var með gítar og sungu allir saman nokkur lög og bökuðu brauð yfir opnum eldi og fengu […]

Lesa meira

Söguheimur Auðar og Þórarins

Rithöfundarnir Auður Jónsdóttir og Þórarinn Leifsson heimsóttu krakkana í 6. og 7. bekk og sögðu frá bókum sem þau hafa skrifað. Einnig ræddu þau um hvernig allir geta byrjað að skrifa á hvaða aldri sem þeir eru því að skriftir sé leikur þar sem blanda má öllu saman. Auk þessu sýndu þau fram á að myndir og orð fæða oft af sér sögu. Krakkarnir fylgdust með innleggi þeirra af áhuga og spurðu margra spurninga sem tengdust efninu.

Lesa meira

Verðlaunaafhending fyrir fjölgreindaleika

 Verðlaunaafhending fyrir Fjölgreindaleika Salaskóla fór fram, 27. október á sal skólans Íþróttakennarar lögðu áherslu á að í raun og veru væru allir sigurvegarar á fjölgreindaleikunum því svo einstaklega vel þóttu nemendur standa sig, yngri sem eldri. Öll liðin fengu stig fyrir unnin störf og veitt voru sérstök verðlaun fyrir þrjú efstu liðin sem hlutu flest stig.

Lesa meira

Gagnasafn bilað

Gagnsafn skólans er bilað og það veldur því að ekki er hægt að opna ýmsar upplýsingar. Viðgerð stendur yfir en við bendum lesendum á að matseðill og skóladagatal er aðgengilegt hér til hliðar á síðunni.

Lesa meira

Brunaæfingin gekk vel

Blásið var til stórrar brunaæfingar hér í Salaskóla í morgun og gekk allt að óskum. Slökkviliðsmenn komu á svæðið og bjuggu til svolítinn reyk innandyra. Það tók um 7 mínútur að rýma skólann sem þykir mjög gott. Allir söfnuðust saman á boltavellinum þar sem tekið var manntal. 

Lesa meira

Ávextir í 1. – 5. bekk

199 foreldrar svöruðu könnun okkar um ávextina. Niðurstöður voru þær að 158 kváðust vilja að skólinn sæi um ávextina gegn 30 kr. greiðslu frá foreldrum á dag. 41 sagðist fremur vilja senda börn sín með nesti.

 

Við höfum því ákveðið að bjóða foreldrum nemenda í 1. – 5. bekk að kaupa ávexti í áskrift fyrir 30 kr. á dag.

 

Lesa meira

Vetrarleyfi 25. og 26. október

Eins og kemur fram á skóladagatali þá er vetrarleyfi mánudaginn 25. og þriðjudaginn 26. október. Þá er engin starfsemi í skólanum.

Lesa meira

Skáldkonur í heimsókn

 Skáldkonurnar Vilborg Davíðsdóttir og Sigurbjörg Þrastardóttir komu í heimsókn í skólann í morgun og hittu nemendur í 9. og 10. bekk. Þær sögðu frá textum í ljóðum sínum og skáldsögum og hvernig þeir kvikna og verða til.  

Lesa meira

Fræðst um fjöruna

Krakkarnir í 5. bekk hafa verið að læra um fjöruna undanfarnar vikur. Þeir eru búnir að fara og skoða Sjóminjasafnið Víkina og síðan var fjaran í Kópavoginum skoðuð. Í framhaldi eru krakkarnir að vinna ýmiss verkefni um fjöruna.  Myndir úr ferðinni eru inni á myndasafni skólans.

Lesa meira