5. – 7. bekkur fer á skíði í dag
Frábært veður og góður dagur framundan í Bláfjöllum. Mæting 845 í Salaskóla
Lesa meiraVið förum í Bláfjöll
Veðrið prýðilegt í Bláfjöllum og verður betra þegar líður á morguninn. Við förum í skíðaferðina. Muna eftir hlýjum fötum og drykkjum.
Lesa meiraSkíðaferð unglingadeildar
12. apríl ætlum við að fara í skíðaferð í Bláfjöll með unglingadeild skólans. Lagt verður af stað frá skólanum kl. 9:00 og nemendur eiga því ekki að mæta fyrr en þá. Lagt af stað úr Bláfjöllum kl. 14:00. Við sjáum um samloku í hádeginu en annað nesti og alla drykki þurfa nemendur að koma […]
Lesa meiraÞjóðleg uppákoma hjá nemendum í 2. bekk
Nemendur í öðrum bekk buðu foreldrum sínum að koma í skólann í morgun til að sjá afrakstur vinnu undanfarinna vikna. Þau hafa verið að æfa upplestur og framsögn og fóru með kvæðið Saga af Suðurnesjum eftir Jóhannes úr Kötlum í sal skólans – en kvæðið þuldu þau upp reiprennandi hvert í kapp við annað. Á eftir […]
Lesa meiraPáskaleyfi
Síðasti kennsludagur fyrir páskaleyfi er föstudaginn 30. mars. Kennsla hefst aftur að loknu leyfi þriðjudaginn eftir páska – 10. apríl.
Lesa meiraSjöundubekkingar góðir í fótbolta
Föstudaginn 23. mars var haldið fótboltamót 7. bekkja í Kópavogi. Mótið fór fram í Fífunni og sendi hver skóli eitt strákalið og eitt stelpulið. Mótið fór vel fram og gaman var að sjá hópinn okkar njóta sín jafnt við kappsaman leik sem og ástríðufullan stuðning. Allir skemmtu sér vel og á endanum stóð drengjalið […]
Lesa meiraStóra upplestrarkeppnin
Stóra upplestrarkeppni 7. bekkja í Kópavogi var haldin á dögunum í Salnum í Kópavogi. Arna Katrín Kristinsdóttir og Rebekka Ósk Svavarsdóttir lásu upp fyrir Salaskóla og stóðu sig með mikilli prýði.
Lesa meiraSalaskóli tók 3. sætið á Íslandsmóti grunnskólasveita

Nú er lokið Íslandsmóti grunnskólasveita í skák 2012. Helgina 24. og 25. mars var haldin sveitakeppni grunnskóla í skák í Rimaskóla. Salaskóli sendi 5 lið og tók A liðið okkar bronsið eftir að hafa verið í keppni þeirra bestu allan tímann. B liðið varð næst besta B liðið og C , D og E liðin okkar urðu Íslandsmeistar í sínum flokki. Birkir Karl Sigurðsson vann það einstæða afrek að tapa ekki einni einustu skák á fyrsta borði, keppti við alla þá sterkustu allan tímann.
Á meðfylgjandi mynd er D-lið Salaskóla sem urðu Íslandsmeistarar í sínum flokki eins og áður sagði.
Lesa meiraLaugafarar
Níundubekkingar eru væntanlegir að skólanum eftir ca. klukkustund um kl. 13:45
Lesa meiraNíundubekkingar lagðir af stað
Níundubekkingar eru um það bil að leggja af stað frá Laugum (kl. 11:30), við munum heyra í þeim aftur í Borgarnesi og láta vita hér á síðunni hvenær von er á þeim í bæinn.
Lesa meiraNíundubekkingar á Laugum
Undanfarin ár hafa 9.bekkingar í skólanum sótt Lauga í Sælingsdal heim sem Ungmennafélag Íslands rekur. Hvert námskeið stendur í viku og er farið á mánudagsmorgni og komið heim á föstudagseftirmiðdegi. Dagskrá daganna samanstendur af skipulögðum viðfangsefnum tengdum lífsleikni, lifandi sögu, íþróttum og útivist og frjálsum tíma síðdegis ásamt kvöldvökum. Aðstaða er öll hin glæsilegasta.Nemendur okkar […]
Lesa meiraVetrarleyfi næsta skólaár
Það er búið að ákveða vetrarleyfisdaga næsta skólaár. Þeir eru 17. og 20. október og 23. og 24. mars. Skipulagsdagar á haustönn verða 10. október og 17. nóvember.
Lesa meira