Salaskóli tók 3. sætið á Íslandsmóti grunnskólasveita
Nú er lokið Íslandsmóti grunnskólasveita í skák 2012. Helgina 24. og 25. mars var haldin sveitakeppni grunnskóla í skák í Rimaskóla. Salaskóli sendi 5 lið og tók A liðið okkar bronsið eftir að hafa verið í keppni þeirra bestu allan tímann. B liðið varð næst besta B liðið og C , D og E liðin okkar urðu Íslandsmeistar í sínum flokki. Birkir Karl Sigurðsson vann það einstæða afrek að tapa ekki einni einustu skák á fyrsta borði, keppti við alla þá sterkustu allan tímann.
Á meðfylgjandi mynd er D-lið Salaskóla sem urðu Íslandsmeistarar í sínum flokki eins og áður sagði.
Lesa meiraLaugafarar
Níundubekkingar eru væntanlegir að skólanum eftir ca. klukkustund um kl. 13:45
Lesa meiraNíundubekkingar lagðir af stað
Níundubekkingar eru um það bil að leggja af stað frá Laugum (kl. 11:30), við munum heyra í þeim aftur í Borgarnesi og láta vita hér á síðunni hvenær von er á þeim í bæinn.
Lesa meiraNíundubekkingar á Laugum
Undanfarin ár hafa 9.bekkingar í skólanum sótt Lauga í Sælingsdal heim sem Ungmennafélag Íslands rekur. Hvert námskeið stendur í viku og er farið á mánudagsmorgni og komið heim á föstudagseftirmiðdegi. Dagskrá daganna samanstendur af skipulögðum viðfangsefnum tengdum lífsleikni, lifandi sögu, íþróttum og útivist og frjálsum tíma síðdegis ásamt kvöldvökum. Aðstaða er öll hin glæsilegasta.Nemendur okkar […]
Lesa meiraVetrarleyfi næsta skólaár
Það er búið að ákveða vetrarleyfisdaga næsta skólaár. Þeir eru 17. og 20. október og 23. og 24. mars. Skipulagsdagar á haustönn verða 10. október og 17. nóvember.
Lesa meiraSalaskóli hreppti annað sætið í Íslandsmóti barnaskólasveita
Íslandsmót barnaskólasveita í skák fór fram nú um helgina 17. og 18. mars. Salaskóli sendi 5 lið til keppni A, B, C, D og E lið. Enginn annar skóli var með jafn marga keppendur. Eftir mótið er Salaskóli með fjórfaldan Íslandsmeistaratitil því hann hlaut gullverðlaun í flokki B, C, D og E líða og silfur í flokki A liða. Skólinn tók 24 gullverðlaun og 6 silfur ásamt 2 bikurum fyrir bestan árangur á 1. og 3. borði og var samanlagt í öðru sæti á mótinu.
Eftirfarandi nemendur voru í gullliðunum:
E lið: Gísli Gottskálk, Anton Fannar, Kári Vilberg og Samúel Týr allir í 1. og 2. bekk
D lið: Axel Óli, Ívar Andri, Jón Þór, Daníel Snær og Sindri Snær allir í 3. bekk
C lið: Jason andri, Hafþór, Elvar Ingi, Orri Fannar og Björn Breki allir í 4. og 5. bekk
B lið:Arnar Steinn, Garðar Elí, Helgi Tómas, Ágúst Unnar, Rebekka Ósk og Dagur Kára.
Í A liði Salaskóla sem var í toppbaráttu allan tímann og keppti alltaf við erfiðustu andstæðingana voru:
1b. Hilmir Freyr Heimisson
2b. Hildur Berglind Jóhannsdóttir
3b. Róbert Örn Vigfússon
4b. Kjartan Gauti Gíslason
1v Aron Ingi Woodard.
Hér fyrir ofan er mynd af E-liðinu sem eru yngsta sveitin en fleiri myndir af liðunum eru hér.
Lesa meiraPáskabingó foreldrafélagsins
Fimmtudaginn 22. mars n.k. verður haldið hið geysivinsæla páskabingó.Tímasetningar eru sem hér segir: Yngri bekkir (1. – 5. bekkir): 17:00 – 19:00Eldri bekkir (6. – 10. bekkir): 20:00 – 22:00Öll fjölskyldan að sjálfsögðu velkomin með börnunum.Bingóspjaldið er á 300 kr. ATH: það er ekki posi á svæðinu og því mikilvægt að vera með peninga.Stórglæsilegir […]
Lesa meiraSalaskóli sigraði þrefalt í Sveitakeppni Kópavogs 2012
Sveitakeppni Kópavogs var haldin hér í Salaskóla föstudaginn 18. febrúar. Öll lið Salaskóla í þremur aldursflokkum sýndu sinn allra besta árangur og endaði Salaskóli í fyrsta sæti samanlagt. Við óskum krökkunum okkar innilega til hamingju með þennan frábæra árangur. Á meðfylgjandi mynd eru yngstu meistarar skólans. Betur má lesa um úrslitin með því að smella á hnappinn Nánar.
Lesa meira
Innritun 6 ára barna og þeirra sem skipta um skóla
Innritun 6 ára barna (fædd 2006) fer fram í Salaskóla mánudaginn 5. og þriðjudaginn 6. mars. Innritað er á skrifstofu skólans frá kl. 9:00 - 14:00. Við viljum helst að foreldrar komi í skólann með börn sín til að innrita. Vorskóli fyrir börnin verður í byrjun maí.
Vampírur, Harry Potter og tómatsósa með fætur sjást á sveimi í Salaskóla!
Líf og fjör er í Salaskóla í dag, öskudag, en nemendur mæta í grímubúningum í skólann og glíma við hin margvíslegu verkefni. Í salnum er m.a. sungið og dansað en í kennslustofum og íþróttasal eru ýmsar stöðvar í gangi sem nemendur kíkja á. Það er t.d. hægt að búa til kókoskúlur, fara í leiki, spila og láta mála […]
Lesa meiraLundarnir í góðum gír
Nemendur í lundum sem eru sjöttubekkingar blésu til mikillar tónlistarveislu á dögunum í Klettgjá hér í Salaskóla að lokinni frábærri tónlistarviku þar sem æft var þrotlaust alla daga. Flutt var tónverk þar sem allir nemendur í lundum ásamt umsjónarkennaranum, honum Björgvini, spiluðu á hljóðfæri og komu að samningu verksins að einhverju leyti. Þema tónlistarveislunnar var náttfatapartý sem sýndi sig […]
Lesa meiraÖskudagsgleði og vetrarleyfi
Á öskudag verður öskudagsgleði í Salaskóla. Skóladagurinn verður svolítið óvenjulegur og alveg örugglega einstaklega skemmtilegur. Nemendur mæta í búningum, taka þátt í alls konar sprelli og foreldrafélagið gefur öllum nammipoka. Allir fá svo pylsur í matinn líka þeir sem ekki eru í mat að öllu jöfnu. Skólinn opnar á venjulegum tíma en við gefum […]
Lesa meira