Vorhátíðin verður 19. maí

Stjórn foreldrafélagsins fundaði með skólastjórnendum sl. mánudag og þar var rætt um hina árlegu vorhátíð sem hingað til hefur verið skólaslitadaginn. Ákveðið var að breyta til að þessu sinni og nú verður hátíðin laugardaginn 19. maí frá kl. 11:00 – 14:00. Það gefur fleiri foreldrum tækifæri til að taka þátt í þessari skemmtilegu samveru. Jafnframt hyggst stjórnin breyta nokkuð fyrirkomulaginu, vera með leiki, reiptog, hæfileikakeppni, brennókeppni, stultur, fjöltefli, tónlist o.s.frv. – sem sagt hátíð með virkri þátttöku nemenda og foreldra. Svo má náttúrulega ekki gleyma grillinu.

Í stjórn foreldrafélagsins eru aðeins fimm einstaklingar og það þarf fleira fólk til að hjálpa til við hátíðina. Stjórnin óskar eftir aðstoð og hugmyndum. Allir sem vilja aðstoða við hátíðina, undirbúning ásamt þeim sem e.t.v. vilja vera með eitthvað sérstakt á hátíðinni eru beðnir um að setja sig í samband við stjórnarfólkið. Netföng þeirra eru hér að neðan.

kristinn69@gmail.com
helgim@atlanta.is
bjarni.ellertsson@samskip.com
silja.g@simnet.is

Birt í flokknum Fréttir.