ftbolti

Sjöundubekkingar góðir í fótbolta

ftboltiFöstudaginn 23. mars var haldið fótboltamót 7. bekkja í Kópavogi. Mótið fór fram í Fífunni og sendi hver skóli eitt strákalið og eitt stelpulið. Mótið fór vel fram og gaman var að sjá hópinn okkar njóta sín jafnt við kappsaman leik sem og ástríðufullan stuðning. Allir skemmtu sér vel og á endanum stóð drengjalið Salaskóla uppi sem sigurvegari.

Birt í flokknum Fréttir.