Spjallað í gegnum Skype
Í gær hittust tveir bekkir til að spjalla saman. Var þetta mjög merkilegur spjallfundur en annar bekkurinn voru Mávar á Íslandi og hinn bekkurinn voru jafnaldrar á Kýpur. Bekkirnir hittust í gegnum Skype samskiptaforritið, töluðu ensku og skemmtu sér vel. Fundurinn stóð í um 15 mínútur. Þessi fundur var hluti af comeniusarverkefninu sem við erum þátttakendur í. En Guðbjörg umsjónarkennari í Mávum og Hulda deildarstjóri eru nýkomnar af sameiginlegum kennarafundi sem haldinn var í Þýskalandi.
Er ég piparkökur baka ….
Það var mikil stemning hjá krökkunum í dægradvölinni í gær þegar þau fengu að skreyta piparkökur í öllum regnbogans litum. Einbeitnin skein úr andlitunum og greinilegt að þeim þótti gaman að kökuskreytingalistinni. Skreyttu kökurnar voru síðan settar í box sem krakkarnir fengu að taka með sér heim. Nokkrar myndir.
Lesa meiraSkemmtilegur nóvember að baki
Í Salaskóla er alltaf heilmikið um að vera og nóvember var sérlega viðburðarríkur mánuður er þetta varðar. Við fáum oft skemmtilegar heimsóknir og krakkarnir bjóða oft til sín gestum til að hlýða á tónlist, söng og atriði á sviði. Hver bekkur í skólanum skipuleggur eina sýningu að vetri þar sem allir nemendurnir taka þátt í sýningunni með einhverjum hætti. Svölurnar voru einmitt á dögunum með glæsilega sýningu fyrir foreldra og aðra bekki í skólanum. Þau sungu, lásu ljóð, fluttu tónlist og settu á svið þjóðsöguna Djáknann á Myrká í nútímalegum búningi með tilheyrandi leikhljóðum og tónlist. Flott vinna hjá krökkunum sem þau fengu mikið lof í lófa fyrir. Fleiri bekkir eru að undirbúa samsvarandi sýningu.
Hilmar Örn Óskarsson, ungur og upprennandi rithöfundur, kom við hjá okkur í síðastliðinni viku og las upp úr bók sinni "Kamilla vindmylla - og bullorðna fólkið" fyrir nemendur í 3. og 4. bekk. Þetta er fyrsta barnabók Hilmars og krakkarnir kunnu aldeilis vel að meta innihaldið og skemmtu sér hið besta. Í lokin spurðu þau Hilmar nokkurra spurninga t.d. hvernig hann fengi hugmyndir þegar hann væri að skrifa. Skemmtileg og gefandi heimsókn. Myndir.
Lesa meiraAðventuganga og jólabingó 6. desember
Hin árlega aðventuganga foreldrafélagsins verður nk. fimmtudag, 6. desember. Hún hefst í Salaskóla kl. 16:30 og þar tekur Skólahljómsveit Kópavogs á móti öllum með jólalögum. Lagt verður af stað frá Salaskóla kl. 1700 og gengið að Lindakirkju þar sem skólakórinn syngur. Síðan verður gengið aftur í skólann þar sem bíður okkar rjúkandi súkkulaði og gómsætar jólasmákökur.
Lesa meira
Skipulagsdagur
Mánudaginn 19. nóvember eru kennarar að vinna að skipulagi námsins og því er frí hjá nemendum.Dægradvölin er opin þann dag. Skólastarf hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 20. nóvember.
Lesa meiraVond veðurspá 12. nóvember
Það er spáð vitlausu veðri í fyrramálið og líklega verður veðrið kolvitlaust í Salahverfi um það leyti sem börnin eiga að mæta í skólann. Við biðjum ykkur um að kynna ykkur tilmæli til foreldra og forráðamanna frá stjórn slökkviliðsins og sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu í slíkum tilfellum, en þau er að finna á þessari slóð: […]
Lesa meiraNiðurstöður í samræmdum prófum í 4. og 7. bekk
Nemendur hafa nú fengið niðurstöður samræmdu prófanna í 4. og 7. bekk í hendur. Niðurstöður Salaskóla í 7. bekk voru ákaflega ánægjulegar og nemendur hafa tekið mjög miklum framförum almennt frá því í 4. bekk. Sérstaklega var útkoman í stærðfræði góð en þar er meðaltal skólans 8,0 sem er langt yfir landsmeðaltali en það […]
Lesa meiraLestrarkeppnin í fullum gangi
Eins og fram kom í haust er lestrarkeppnin Lesum meira í gangi á miðstigi, 5. - 7. bekk. Meginmarkmið keppninnar er að nemendur verði víðlesnari, auki orðaforða sinn og áhugi á bókalestri eflist. Í fyrstu var gefinn góður tími fyrir lestur áveðinna bóka á bókalista keppninnar og síðan var dregið um hvaða bekkir ættu að keppa saman. Í keppninni reynir jafnt á almenna þekkingu nemenda sem þekkingu á ýmsu í heimi bókmenntanna auk þess að kunna vel skil á ákveðnum sögum.
Jól í skókassa
Krakkarnir okkar í dægradvölinni taka þátt í verkefninu "Jól í skókassa" fyrir þessi jól. Í því felst að hvert barn safnar ákveðnum hlutum í skókassa s.s. skóladóti, leikföngum, hreinlætisvörum, fötum og sælgæti, skreytir kassann að utan og merkir hvort innihaldið henti strák eða stelpu. Á dögunum söfnuðust krakkarnir saman í anddyri skólans með kassana sína og gengu síðan fylktu liði út í Lindakirkju þar sem kassarnir voru afhentir. Krakkarnir tóku greinilega verkefnið alvarlega, héldu fast utan um kassann sinn og voru ábúðarfull á svipinn.
Skemmtilegur aðalfundur foreldrafélagsins
Foreldrafélagið hélt aðalfund sinn fimmtudagskvöldið 18. október. Á fundinum var stjórnakjör og nú eru í stjórn félagsins þau Kristinn Ingvarsson, Bjarni Ellertsson, Helgi Mar Bjarnason, Rósa Lárusdóttir og Sandra Ösp Gylfadóttir. Varamenn eru Hjörtur Gunnlaugsson og Helga Jónsdóttir. Helga og Bryndís Baldvinsdóttir eru fulltrúar foreldra í skólaráði Salaskóla. Að loknum venjulegum aðalfundastörfum mætti Ebba […]
Lesa meiraNiðurstöður samræmdra prófa í 10. bekk
Í morgun fengu nemendur 10. bekkjar afhentar einkunnir úr samræmdu prófunum sem þeir þreyttu í september. Nemendur Salaskóla stóðu sig afar vel og voru langt yfir landsmeðaltali í íslensku og stærðfræði, en rétt undir því í ensku.Í stærðfræði er meðaltalið í Salaskóla 7,45 en landsmeðaltali er 6,5 og meðaltal skólanna í nágrenni Reykjavíkur er […]
Lesa meiraAðalfundur Foreldrafélags Salaskóla 25. október
Foreldrafélag Salaskóla mun halda aðalfund sinn 25. október n.k. í Salaskóla. Fundurinn hefst klukkan 20.00 Stefnt er að hafa fundinn stuttan og hnitmiðaðan. Kaffi og kleinur á boðstólunum. Efni fundar er: Skýrsla stjórnar starfsárið 2011 – 2012 Ársreikningar lagðir fram til samþykktar Lagabreytingar Kosning í stjórn Foreldrafélagsins og Skólaráðs Önnur mál Gestafyrirlestur Gestafyrirlesari að […]
Lesa meira