vetrardrottningar

Vetrardrottningar

vetrardrottningar
Einn daginn þegar snjóhvít mjöllin hafði fallið til jarðar í skjóli nætur sáu nokkrar stúlkur í 4. bekk sér leik á borði. Í morgunútivistinni hófu þær að gera myndir á drifhvíta jörðina með því að sparka upp snjónum með fótunum og síðan voru hendur og vettlingar notaðir til þess að fínpússa. Úr urðu þessi fínu listaverk, hjarta, stjarna og sól. Einhver fullorðinn kom þarna að og sá sig knúinn til að smella mynd af þessum vetrardrottningum og listaverkunum þeirra.  

Sjá myndir af listaverkunum hér.

Birt í flokknum Fréttir.