Torfi sigraði

Torfi Tómasson í 9. bekk fór með sigur af hólmi í Söngkeppni félagsmiðstöðva Kópavogs síðastliðið miðvikudagskvöld með frumsömdu lagi sínu Gods planet of fools.  Hann sigraði undankeppnina okkar þann 4. janúar síðastliðinn með öðru frumsömdu lagi sem heitir The masquerade ball . Torfi keppir síðan fyrir okkar hönd í Söngkeppni Samfés laugardaginn 2. mars næstkomandi – sem verður vonandi sjónvarpað. 

Birt í flokknum Fréttir.