trudur

Trúðar, vampýrur og fínar frúr á ferli

trudur
Það fór ekki framhjá neinum í Salaskóla í morgun  að öskudagur væri runninn upp. Krakkarnir flyktust að í morgunsárið í afar skrautlegum og frumlegum búningum og það mátti m.a. koma auga á skrautlega indíana, snjókorn, gangandi Iphone, vampýrur, Harry Pottera, alls kyns álfa, flottar frúr, velklædda herramenn og prinsessur. Krakkarnir í unglingadeildinni hjálpuðu þeim yngri með anditsmálninguna. Morguninn fór í stöðvavinnu að ýmsu tagi, það var t.d. föndrað, farið í krossglímu, unnið í ipad, getið upp á orðum, teiknað og málað svo eitthvað sé nefnt og síðan var dansað í salnum. Þessi skemmtilegi morgunn endaði svo á flottri pylsuveislu í hádeginu og svo voru allir leystir út með nammipoka. Nokkrir náðust á mynd í morgun eins og sjá má hér

Birt í flokknum Fréttir.