Dagur sjaldgæfra sjúkdóma
Á morgun, 28. febrúar, er dagur sjaldgæfra sjúkdómaa og í tilefni hans hvetur félag einstakra barna okkur til að klæðast glitrandi fatnaði og sýna þannig samstöðu og stuðning. Að sjálfsögðu verðum við í Salaskóla með.
Lesa meiraBebras tölvuáskorun 2022
Bebras (e. Beaver) áskorunin er alþjóðlegt verkefni sem felst í að auka áhuga á upplýsingatækni og efla rökhugsun og tölvufærni (e. Computational thinking) meðal nemenda á öllum skólastigum. Þetta er ein fjölmennasta áskorun sem notuð er til kennslu í upplýsingatækni og var hún keyrð í fyrsta sinn á Íslandi í nóvember 2015 og er […]
Lesa meiraFjölgreindaleikar 2022 – Verðlaunaafhending
Fjölgreindaleikar Salaskóla voru haldnir í síðastliðnum mánuði, 10. – 11. nóvember og hafa löngum þótt vera einn mikilvægasti viðburður skólaársins. Markmiðið með leikunum er að vinna að góðum skólabrag með því að nemendur á ólíkum aldri vinna saman að lausn verkefna sem reyna á allar greindir mannskepnunnar. Leikarnir eru jafnframt keppni milli hópa í […]
Lesa meiraLúsíuhátíð 2022
Það hefur löngum verið hefð í Salaskóla að halda upp á Lúsíumessu sem tengist verndardýrðlingnum Santa Lúsíu í kringum 13. desember. Nemendur í 4. bekk eru í aðalhlutverki og Lúsían hefur í gegnum tíðina verið valin úr 7. bekk. Nemendur klæðast hvítum kyrtlum, hnýta silfurbönd um mitti sér og höfuð og halda á ljósi. […]
Lesa meiraJólamarkaður 4. bekkinga
Á þriðjudaginn, 6. desember, stóð 4.bekkur fyrir mjög vel heppnuðum jólamarkaði sem þau hafa verið að vinna að síðustu vikur. Þau voru í raun að taka þátt í tveimur verkefnum. Fyrra verkefnið heitir Öðruvísi jóladagatal og er á vegum SOS-barnaþorpa. Verkefnið snýst um réttindi barna og byggir á stuttum fræðsluerindum og myndböndum af börnum […]
Lesa meiraJólahurðasamkeppni 2022
Nú í nokkur ár höfum við flautað til leiks í jólahurðasamkeppni hér í Salaskóla í lok nóvember og hafa nemendur keppst við að setja hurðir sínar í jólalegan búning til að freista þess að vinna best skreyttu hurðina. Dómnefnd var sett saman sem í sameiningu fór yfir allar innsendar myndir með það að markmiði […]
Lesa meiraKlukkustund kóðunar
Alþjóðlega Hour of Code (Klukkustund kóðunar) forritunarvikan stendur nú yfir en í ár er hún haldin dagana 5. – 11. desember um heim allan. Markmiðið með átakinu er að hver og einn nemandi forriti í a.m.k. eina klukkustund. Átakið hefur náð til yfir 1,5 milljarð þátttakenda í yfir 180 löndum. Salaskóli er að sjálfsögðu […]
Lesa meiraJólaþorp Salaskóla
Jólaþorp Salaskóla er löngu orðin árleg hefð en í ár var þorpið sett upp í níunda sinn af nemendum í 7. bekk í samstarfi við smiðjukennara skólans. Þorpið hefur upp á flest það að bjóða sem prýða má slíkt þorp, s.s. skóla, vita, bryggju, báta, lest, kirkju, skíðabrekku, skóg, jólasveina og að sjálfsögðu fólk […]
Lesa meiraStarfsmaður óskast á frístundarheimili
Vegna forfalla vantar okkur starfsmann á frístundaheimili Salaskóla til áramóta! Þetta er t.d. tilvalið tækifæri fyrir skólafólk! Vinnutími er kl. 13:00-16:00/16:30 og til greina kemur að tveir aðilar skipti þessu með sér, annar vinni 3 daga í viku og hinn 2 daga í viku. Í Salaskóla er góður starfsandi og á frístundaheimilinu er einvalalið […]
Lesa meiraForeldrafræðsla
Við í Salaskóla hvetjum alla forsjáraðila til að mæta á þessa frábæru fræðslu í tengslum við Forvarnarvikuna í næstu viku 🙂
Lesa meiraStyrkveiting til Salaskóla
Salaskóli hlaut á dögunum styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar til að efla forritunarkennslu á yngsta stigi skólans að upphæð 188.980 krónur. Forritarar framtíðarinnar er samfélagsverkefni sem hefur það hlutverk að efla og auka áhuga nemenda á forritun og hagnýtingu á tækni í skólum landsins. Ákveðið var að fjárfesta í Blue-Bot eða Bjöllunni sem er […]
Lesa meira