Úrslitin úr úrtökumóti unglingastigs – vegna meistaramóts Salaskóla í skák 2015.

Úrslitamót unglingastigs fór fram sl. föstudag og efstur á þessu móti varð Róbert Örn Vigfússon úr 8. bekk en hann sigraði alla sína andstæðinga. Hér má sjá nánari úrslit.  Úrslitin liggja nú fyrir, efstu 4 úr hverjum árgangi komast áfram á lokamótið nema úr 10. bekk fara efstu 6. Þátttaka og skákáhugi í 10 […]

Lesa meira

Hundraðdagahátíðin í 1. bekk

100 dagar
Í dag eru fyrstubekkingarnir okkar búnir að vera 100 daga í skólanum og af því tilefni var haldið upp á daginn með hundraðdagahátíð. Þá er nú margt gert sér til skemmtunar og mikið um að vera.

Lesa meira

Innritun nemenda fyrir næsta skólaár

Hinir árlegu innritunardagar í grunnskóla Kópavogs verða 2. og 3. mars nk. Þá innritum við verðandi 1. bekkinga og svo aðra nemendur sem eru að flytjast á milli skólahverfa. Nánar auglýst síðar.

Lesa meira

Salaskólastelpur tóku silfrið

Salaskóli tók silfur á íslandsmóti stúlknasveita í skák á laugardaginn. Athygli vekur að þrjár systur skipuðu efstu þrjú borðin í liðinu okkar og ein góð skólasystir á fjórða borði. Þær sigruðu alla hina skólana nema meistaralið Rimaskóla. En stundum er gott silfur gulli betra.   Lið Salaskóla var skipað eftirfarandi stúlkum:1b. Hildur Berglind Jóhannsdóttir 10. b kjóar2b. Þórdís […]

Lesa meira

Undanrásir fyrir meistaramót Salaskóla í skák hófust á föstudaginn

Alls kepptu 47 krakkar úr 5. til 7. bekk. Hér eru úrslit úr þeim viðureignum. Efstu fjórir úr hverjum árgangi fá síðan að keppa í úrslitakeppninni „ Meistari meistaranna“ sem verðu í lok febrúar. En þar sem gífurlegur skákáhugi er í 6. bekk þá fá þeir 2 aukafulltrúa á lokamótið. Greinilegt er að þeir sem stunda skákina […]

Lesa meira

Flott stelpuskákmót í Salaskóla

Stelpuskákmót var haldið í Salaskóla í dag, föstudag, til að finna sterkustu skákstelpurnar vegna Íslandsmóts stúlkna sem verður um næstu helgi. Sveitakeppni stúlkna verður 31. janúar og Íslandsmót stúlkna 1.febrúar. Alls kepptu 26 Salaskólastelpur úr 2. til 10. bekk. Sigurvegari varð Hildur Berglind Jóhannsdóttir úr 10. b. Í öðru sæti Þórdís Agla Jóhannsdóttir úr 3. b. Í þriðja sæti Rakel Tinna […]

Lesa meira

Skráning í foreldraviðtölin

Skráning í foreldraviðtölin sem verða mánudaginn 26. janúar, hefst í fyrramálið – föstudaginn 16. janúar. Lýkur þriðjudaginn 20. janúar. Farið inn í mentor og gangið frá þessu þar.

Lesa meira

Breyting á gjaldskrám

Nýjar gjaldskrár taka gildi frá 1. janúar 2015

Mötuneyti
Verð á máltíð í mötuneytum grunnskóla er 420 krónur frá 1. janúar 2015 

Dægradvöl
Gjaldskrá í dægradvöl frá 1. janúar 2015

Lesa meira

Liltu-jólin og jólaleyfi

IMG 2470
Nemendur í 1. - 7. bekk mættu á jólaball þennan morguninn og áttu skemmtilega stund við jólatréð ásamt hljómsveitinni Jólakúlunum. Á ballið mætti jólasveinn sem sagðist vera tvíburabróðir Stúfs nema hann var miklu lengri og kallaði sig Uppstúf! Hann var fjörugur og skemmtilegur og hlátrasköllin ómuðu.

Lesa meira

Jólaböllin í dag

Jólaböllin í dag: Kl. 9 – Starar, sandlóur, sólkríkjur, tjaldar, flórgoðar, langvíurKl. 10 – Stelkar, steindeplar, músarrindlar, vepjur, himbrimar, svölur, kríurKl. 11 – sendlingar, glókollar, maríuerlur, tildrur, lómar, súlur, ritur Mæta í sínu stofu og svo er marserað í salinn og dansað í kringum jólatréð

Lesa meira

Jólaþorpið 2014

Nemendur í  8. bekk hafa undanfarna þematíma unnið að jólaþorpi sem nú er risið fyrir framan bókasafn skólans. Það hefur upp á flest það að bjóða sem prýða má slíkt þorp, s.s. skóla, vita, bryggju, báta, lest, kikrju, skíðabrekku, skóg, jólasveina og að sjálfsögðu fólk af öllum stærðum og gerðum. Nemendur hafa verið áhugasamir […]

Lesa meira

Bekkjarmóti í skák lokið

bekkjarmot
Alls kepptu 174 krakkar í undanrásum sem er nýtt met í sögu Salaskóla. Á úrslitamótið komust aðeins 4 efstu lið úr hverju aldurshólfi (2.-4. b)  (5.-7. b) og (8.-10. b) ásamt sérstökum gestum sem voru kvennalið að æfa sig fyrir Íslandsmót stúlknasveita sem verður í lok janúar 2015. Mótsstjóri var Tómas Rasmus. Honum til aðstoðar Pétur Ari Pétursson 6. b. og Sandra Björk Bjarnadóttir 10. b.

Lesa meira