Skipulagsdagur föstudaginn 13. mars
Næstkomandi föstudag, 13. mars, verður skipulagsdagur í Salaskóla. Daginn nota kennarar í að meta starfið undanfarna mánuði og leggja línurnar fyrir síðasta áfanga skólaársins. Þá verður einnig gengið frá umbótaáætlun vegna úttektar sem Menntamálaráðuneytið gerði á Salaskóla rétt fyrir jól. Það eru sem sagt ærin verkefni sem liggja fyrir sem ekki gefst tími til […]
Lesa meiraMeistaramót 2015 í skák
Meistaramót í skák 2015 fór fram í dag, föstudaginn 6. mars, þar sem allir árgangar skólans kepptu innbyrðis. Einnig var keppt í ákveðnum aldursbilum þar sem þrír efstu fengu verðlaunastyttu og sá efsti hlaut auk þess bikar. Efstur að stigum og meistari meistaranna í Salaskóla 2015 varð síðan sjöttubekkingurinn Sindri Snær Kristófersson. Við óskum […]
Lesa meiraMáltíðir í Salaskóla
Á skólaþingi nemenda 12. febrúar sl. var rætt um matartímana. Fram komu ýmsar góðar hugmyndir sem við höfum nú tekið saman og unnið úr þeim annars vegar viðmið fyrir matartímana og reglur um matartímana hins vegar. Nemendur eiga í raun allan heiður af þessu. Þetta er hægt að sjá hér: Reglur í matartíma Máltíðir í […]
Lesa meiraInnritun í Salaskóla fyrir næsta skólaár
Innritun 6 ára barna (fædd 2009) fer fram í Salaskóla mánudaginn 2. og þriðjudaginn 3. mars. Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast milli skólahverfa og þeirra sem flytja í Kópavog eða koma úr einkaskólum. Haustið 2015 munu skólinn hefjast með skólasetningardegi mánudaginn 24. ágúst. Innritunin fer fram á skrifstofu skólans frá kl. 9:00 – 15:00 báða […]
Lesa meiraVetrarleyfi 23. og 24. febrúar
Mánudaginn 23. og þriðjudaginn 24. febrúar er vetrarleyfi í grunnskólum Kópavogs. Engin starfsemi er í Salaskóla þessa daga.
Lesa meiraÖskudagurinn í Salaskóla
Öskudagur verður með hefðbundnum hætti í Salaskóla. Nemendur mæta á bilinu 8:10 - 9:00 í skólann, en kl. 9:00 eiga allir að vera komnir til umsjónarkennara.
Lesa meiraÚrslitamót yngsta stigs í skák
Úrslitamót yngsta stigs Salaskóla í skák fór fram föstudaginn 13. febrúar. Efstur á þessu móti varð Gunnar Erik Guðmundsson 2b. Maríuerlum en hann sigraði alla sína andstæðinga. Hér má sjá nánari úrslit. Úrslitin liggja nú fyrir, efstu fjórir úr hverjum árgangi komast áfram á lokamótið nema úr 3. bekk fara efstu fimm. Föstudaginn 6. mars verður […]
Lesa meiraSkólaþing í Salaskóla
Skólaþing var haldið í Salaskóla í gær, 12. febrúar. Nemendur úr 5. – 10. bekk settust saman í blönduðum aldurshópum og ræddu ýmis málefni er tengjast skólanum. Margar góðar niðurstöður fengust sem nú er verið að vinna úr og verða kynntar síðar. Sjá nánar um skólaþingið á fésbókarsíðu Salaskóla.
Lesa meiraNiðurstöður ytra mats á Salaskóla liggja fyrir
Skýrsla um ytra mat á Salaskóla sem framkvæmt var í haust var að koma í hús. Hún er komin hér á heimasíðuna. Er undir Skólinn - mat á skólastarfi og nokkuð neðarlega á þeirri síðu. Í bréfi sem Námsmatsstofnun sendi foreldrum í gær voru helstu niðurstöður tíundaðar. Þar segir:
"Eins og ykkur er kunnugt var starf við skólann metið nýlega með ytra mati. Matið unnu matsmenn á vegum Námsmatsstofnunar fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga.
Lesa meiraSkýrsla um ytra mat á Salaskóla 2014
Haustið 2014 stóð Mennta- og menningarmálaráðuneytið fyrir úttekt á starfi Salaskóla. Úttektin var framkvæmd af Námsmatsstofnun. Niðurstöður úttektarinnar er að finna í Skýrslu um ytra mat á Salaskóla 2014
Lesa meiraSkólaþing
Á fimmtudaginn, 12. febrúar, ætlum við að halda Skólaþing með nemendum í 5. – 10. bekk. Þá skiptum við krökkunum í þessum bekkjum í ca 50 hópa og koma hópstjórar úr elstu bekkjunum. Fyrst verður stuttur sameiginlegur fundur og svo verða umræður í hópunum um ýmis mál sem snerta nám, skipulag, félagslíf, o.fl. Allt […]
Lesa meira