Innritun í Salaskóla fyrir næsta skólaár
Innritun 6 ára barna (fædd 2009) fer fram í Salaskóla mánudaginn 2. og þriðjudaginn 3. mars. Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast milli skólahverfa og þeirra sem flytja í Kópavog eða koma úr einkaskólum. Haustið 2015 munu skólinn hefjast með skólasetningardegi mánudaginn 24. ágúst. Innritunin fer fram á skrifstofu skólans frá kl. 9:00 – 15:00 báða […]
Lesa meiraVetrarleyfi 23. og 24. febrúar
Mánudaginn 23. og þriðjudaginn 24. febrúar er vetrarleyfi í grunnskólum Kópavogs. Engin starfsemi er í Salaskóla þessa daga.
Lesa meiraÖskudagurinn í Salaskóla
Öskudagur verður með hefðbundnum hætti í Salaskóla. Nemendur mæta á bilinu 8:10 - 9:00 í skólann, en kl. 9:00 eiga allir að vera komnir til umsjónarkennara.
Lesa meiraÚrslitamót yngsta stigs í skák
Úrslitamót yngsta stigs Salaskóla í skák fór fram föstudaginn 13. febrúar. Efstur á þessu móti varð Gunnar Erik Guðmundsson 2b. Maríuerlum en hann sigraði alla sína andstæðinga. Hér má sjá nánari úrslit. Úrslitin liggja nú fyrir, efstu fjórir úr hverjum árgangi komast áfram á lokamótið nema úr 3. bekk fara efstu fimm. Föstudaginn 6. mars verður […]
Lesa meiraSkólaþing í Salaskóla
Skólaþing var haldið í Salaskóla í gær, 12. febrúar. Nemendur úr 5. – 10. bekk settust saman í blönduðum aldurshópum og ræddu ýmis málefni er tengjast skólanum. Margar góðar niðurstöður fengust sem nú er verið að vinna úr og verða kynntar síðar. Sjá nánar um skólaþingið á fésbókarsíðu Salaskóla.
Lesa meiraNiðurstöður ytra mats á Salaskóla liggja fyrir
Skýrsla um ytra mat á Salaskóla sem framkvæmt var í haust var að koma í hús. Hún er komin hér á heimasíðuna. Er undir Skólinn - mat á skólastarfi og nokkuð neðarlega á þeirri síðu. Í bréfi sem Námsmatsstofnun sendi foreldrum í gær voru helstu niðurstöður tíundaðar. Þar segir:
"Eins og ykkur er kunnugt var starf við skólann metið nýlega með ytra mati. Matið unnu matsmenn á vegum Námsmatsstofnunar fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga.
Lesa meiraSkýrsla um ytra mat á Salaskóla 2014
Haustið 2014 stóð Mennta- og menningarmálaráðuneytið fyrir úttekt á starfi Salaskóla. Úttektin var framkvæmd af Námsmatsstofnun. Niðurstöður úttektarinnar er að finna í Skýrslu um ytra mat á Salaskóla 2014
Lesa meiraSkólaþing
Á fimmtudaginn, 12. febrúar, ætlum við að halda Skólaþing með nemendum í 5. – 10. bekk. Þá skiptum við krökkunum í þessum bekkjum í ca 50 hópa og koma hópstjórar úr elstu bekkjunum. Fyrst verður stuttur sameiginlegur fundur og svo verða umræður í hópunum um ýmis mál sem snerta nám, skipulag, félagslíf, o.fl. Allt […]
Lesa meiraÚrslitin úr úrtökumóti unglingastigs – vegna meistaramóts Salaskóla í skák 2015.
Úrslitamót unglingastigs fór fram sl. föstudag og efstur á þessu móti varð Róbert Örn Vigfússon úr 8. bekk en hann sigraði alla sína andstæðinga. Hér má sjá nánari úrslit. Úrslitin liggja nú fyrir, efstu 4 úr hverjum árgangi komast áfram á lokamótið nema úr 10. bekk fara efstu 6. Þátttaka og skákáhugi í 10 […]
Lesa meiraHundraðdagahátíðin í 1. bekk
Í dag eru fyrstubekkingarnir okkar búnir að vera 100 daga í skólanum og af því tilefni var haldið upp á daginn með hundraðdagahátíð. Þá er nú margt gert sér til skemmtunar og mikið um að vera.