Kópurinn – viðurkenningar skólanefndar Kópavogs

Skólanefnd Kópavogs auglýsir hér með eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir framúrskarandi skólastarf í grunnskólum Kópavogs.

Viðurkenningar verða veittar fyrir 3 – 5 verkefni sem stuðla að nýbreytni og framþróun innan skólanna. Með því er átt við nýjungar í skólastarfi eða þróunarverkefni sem fela í sér umbætur eða leiða til framfara í skólastarfi.

Skriflegar tilnefningar skulu berast rafrænt á sérstöku eyðublaði til grunnskóladeildar Kópavogs til  ragnheidur@kopavogur.is eigi síðar en 4. maí 2015.

Einnig er hægt að tilnefna á vef bæjarins  http://www.kopavogur.is/

Birt í flokknum Fréttir.