Skólaþing Salaskóla
Skólaþing Salaskóla fór fram 8. febrúar þar sem allir nemendur skólans tóku þátt í umræðum sem tengjast skólastarfinu. Þar var meðal annars rætt hvað hægt sé að gera svo að nemendum líði betur í skólanum og hvernig hægt væri að gera námið áhugaverðara. Nemendum var skipt í hópa og 10. bekkingar tóku að sér […]
Lesa meiraGóðgerðahlaup Salaskóla
Í dag föstudaginn 15. september, fer Ólympíuhlaup UMFÍ fram í Salaskóla. Við höfum ákveðið að gera hlaupið að „Góðgerðarhlaupi“ og styrkja gott málefni. Fyrir valinu varð Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, SKB. Það er félag sem stendur skólasamfélaginu okkar nærri. SKB styður við fjölskyldur, fjárhagslega og félagslega, heldur uppi foreldra- og unglingafundum, listmeðferðum og sinnir margvíslegu […]
Lesa meiraBreyttur útivistartími barna
Við minnum á breyttan útivistartíma barna sem tekur gildi þann 1.september næstkomandi.
Lesa meiraSkólaárið 2023-2024!
Skólasetning Salaskóla verður miðvikudaginn 23. ágúst. Nemendur í 2.-4. bekk mæta kl. 9:00. Nemendur í 5.-7. bekk mæta kl. 10:00 Nemendur í 8.-10. bekk mæta kl. 11:00. Skólasetningin verður í opnu rými við aðalinngang skólans, nálægt stiganum. Foreldrar eru hjartanlega velkomnir með börnum sínum. Eftir stutta skólasetningarathöfn fara nemendur í kennslustofur þar sem umsjónarkennarar […]
Lesa meiraErasmus verkefni
Salaskóli hefur undanfarin àr tekið þátt í fjölbreyttum Erasmus verkefnum. Verkefnið sem við erum þátttakendur í þetta skólaàrið ber heitið Art is for All. Þátttökuskólar eru í Wales, Þýskalandi og Spáni. Hér er QR kóði á sameiginlega vefsíðu verkefnisins.
Lesa meiraSnjallir nemendur í Kópavogi
Síðastliðinn mánudag þann 27. mars voru haldnar menntabúðir #Kópmennt í Snælandsskóla sem voru nokkurs konar uppskeruhátíð skólaársins. Nemendur í grunnskólum Kópavogs áttu ,,sviðið“ þar sem þeir mættu til leiks til að kynna verkefni sem þau hafa unnið í vetur. Yfirskrift menntabúðanna voru því ,,Snjallir nemendur í Kópavogi“. Nokkrir nemendur […]
Lesa meiraStóra upplestrarkeppnin í 7. bekk
Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk fór fram í Salaskóla síðastliðinn fimmtudag. Allir upplesarar stóðu sig með prýði og munu þau Agnes Elín, Bjarki Þór og Sigríður Maren taka þátt fyrir hönd Salaskóla í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fer í Salnum Kópavogi í næsta mánuði. Þar munu þátttakendur úr 7.bekk frá öllum grunnskólum Kópavogs taka […]
Lesa meiraAlþjóðlegur dagur Downs heilkennis
Þriðjudaginn 21. mars er alþjóðlegur dagur Downs heilkennis. Markmið dagsins er að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin er táknræn að því leyti að hún vísar til þess að Downs-heilkenni orsakast af auka litning í litningi 21, þ.e. 3 eintök af litning 21 – 21.03. Líkt og undanfarin ár hvetjum við nemendur og starfsfólk til […]
Lesa meiraNemandi í Salaskóla verðlaunahafi í teiknisamkeppni grunnskólanema
Úrslit í árlegri teiknisamkeppni grunnskólanema liggja nú fyrir og var Embla Dröfn Hákonardóttir, nemandi í 4. bekk, ein af vinningshöfum. Öllum nemendum 4. bekkjar var boðið að taka þátt en þessi skemmtilega teiknisamkeppni hefur notið mikilla vinsælda meðal nemenda, kennara og skólastjórnenda í áraraðir og eru allir sem hlut eiga að máli sammála um […]
Lesa meira