Lúsíuhátíð 2021

Í Salaskóla hefur verið hefð að vera með Lúsíumessu sem tengist verndardýrðlingnum Santa Lúsíu. Barnahópur klæðist í hvíta kirtla og gengur syngjandi með kertaljós um ganga skólans. Stundum hafa um 80 börn tekið þátt. Í aðalhlutverki hafa þá verið 4. bekkingar og Lúsían hefur verið valin úr 7. bekk. Lúsían sjálf er prýdd ljósakransi.

Í ljósi aðstæðna breyttum við hefðinni (annað árið í röð) og 4. bekkur sá alfarið um sönginn, búningana og kertin. Við ákváðum að breyta aðeins hátíðinni í ár og bæta við fleiri söngatriðum inn fyrst við vorum nú að hafa fyrir því að stilla öllum tækjum og tólum upp.

Þessa fallegu jólastund sáu 10.bekkur um í þemavinnu.Þau sáu um allt skipulag, upptökur, skreytingar, að finna skemmtiatriði og að lokum streyma inn í allar stofur skólans. Úr varð þessi fallega og friðsæla stund í morgunsárið. Stöð tvö þarf að fara vara sig.

Hér má sjá myndbandið : https://www.youtube.com/watch?v=TzxxnI33vpE

Og nokkrar myndir frá hátíðinni

Bebras

Í ár var Salaskóli með flesta þátttakendur af þeim skólum sem tóku þátt á Íslandi, annað árið í röð 🎉 Alls tóku 355 nemendur í 3.-10.bekk þátt, sem er mjög vel gert og vil ég þakka öllum þeim sem lögðu sitt af mörkunum🙏 Ekki nóg með það heldur var nemandi í 3. og 8.bekk í Salaskóla með hæsta skor á landsvísu í sínu erfiðleikastigi sem er frábær árangur 👏👏👏

Hér má sjá sigurvegarana í 8.bekk en Óðinn var í fyrsta sæti og með hæsta skor á landsvísu í sínum flokki með 123 stig.

(Bebras (e. Beaver) áskorunin er alþjóðlegt verkefni sem felst í að auka áhuga á upplýsingatækni og efla rökhugsun og tölvufærni (e. Computational thinking) meðal nemenda á öllum skólastigum)

Afmælishátíð Salaskóla

20 ára afmæli Salaskóla var haldið hátíðlega í dag. Dagskráin hefur breyst mikið upp á síðkastið vegna smithættu og var hún að mestu hólfaskipt. 

Skipulagið hefur verið í höndunum á 10.bekk. Þau meðal annars hafa unnið hörðum höndum að því að setja upp Salaskóli got talent fyrir miðstigið, sem var streymt beint inn í allar stofur. Þau lögðu blóð, svita og tár í þetta og erum við að springa úr stolti. Einnig var sett upp ljósmyndasýning – tímaás með myndum frá þessum 20 árum, sem var einnig í höndum nemenda. 

Til hamingju allir nemendur, kennarar, foreldrar og starfsfólk með daginn. Það er fólkið sem gerir skólann eins flottann og hann er !

Myndbandið frá hæfileikakeppninni verður deilt eins fljótt og hægt er en endilega njótið þess að horfa á þetta tónlistarmyndband sem Ólafur Orri, nemandi í 10.bekk gerði í tilefni afmæli skólans. 

Olympíuhlaup í Salaskóla föstudaginn 10. september

Það er fín veðurspá fyrir föstudaginn næsta, þann 10. september. Þá verður efnt til Ólymipíuhlaups ÍSÍ frá kl. 11:00 -13:00 hér í Salaskóla.
Hlaupið hefst stundvíslega klukkan 11:00 og lýkur klukkan 13:00.
Ræst verður í hollum klukkan 11:00.
Nemendur á unglingastigi leggja fyrst af stað, næst fer miðstig og síðast yngsta stig.
Hringurinn sem nemendur fara í Ólympíuhlaup ÍSÍ er 2.5 km.
Þess má geta að nemendur hlaupa eða ganga sama hring og í fyrra.
Vert er að nefna að nemendur geta valið hversu marga hringi þeir hlaupa.
Eftirfarandi reglur eru til viðmiðunar fyrir hvern árgang:

Nemendur í 8. – 10. bekk hlaupa 2-4. hringi (5 – 10 km).

Nemendur í 4. – 7. bekk hlaupa 1-4. Hringi (2.5 – 10 km).

Nemendur í 2. – 3. bekk hlaupa 1-2 hringi (2.5 – 5 km).

Nemendur í 1. bekk hlaupa 1 hring með umsjónakennara. (2.5 km).

Við viljum brýna fyrir foreldrum að nemendur séu klæddir eftir veðri, í góðum skóm og fatnaði til hreyfingar.
Við hvetjum alla nemendur til að koma með merktan vatnsbrúsa.

Að loknu hlaupi eða frá kl 12:00 býður skólinn upp á grillaðar pylsur fyrir alla.

Skólasetning þriðjudaginn 24. ágúst 2021

Við bjóðum ykkur velkomin til samstarfs við okkur á nýju skólaári..

Það er eftirvænting og tilhlökkun í loftinu bæði hjá börnum og fullorðnum. Gott fyrir krakkana að hitta félagana og komast í rútínu.

Eins og ykkur er kunnugt er veiran enn í gangi og við þurfum að umgangast hana af varfærni. Hér í skólanum ætlum við að halda uppi eins eðlilegu starfi og mögulegt er og látum ekkert slá okkur út af laginu. Búið er að bólusetja allt starfsfólk skólans og í næstu viku er öllum nemendum í 7. – 10. bekk boðið í bólusetningu og hafa foreldrar þeirra fengið upplýsingar um það.

Eins og komið hefur fram í fréttum munu skólar fara afar varlega af stað næstu vikurnar. Við sótthreinsum og gætum persónulegra sóttvarna. Við verðum með hólfaskiptingar til að byrja með og reynum að hafa sem minnsta blöndun á milli hólfa. Skólinn verður lokaður fyrir öðrum en nemendum og starfsmönnum en engu að síður geta foreldrar komið á fundi sem við boðum. Við biðjum ykkur um að koma ekki inn í skólann nema þið hafið fengið um það boð.

Minnum ykkur á að ef börn ykkar eru veik eða með einhver einkenni sem mögulega er hægt að tengja veirunni, þá á að halda þeim heima og fara með þau í skimun. Það má enginn koma veikur í skólann.

Skólinn verður settur þriðjudaginn 24. ágúst. Nemendur koma og hitta kennara og skólafélaga og eru hér í 40 mínútur.

9 og 10. bekkur mætir kl 8:30
7. og 8. bekkur mætir kl. 9:00
5. og 6.. bekkur mætir kl 9:30
3. og 4. bekkur mætir kl 10:00
2. bekkur mætir kl. 10:30

Foreldrar geta því miður ekki komið með og börnin þurfa því að koma ein. Þau eiga að koma í aðalanddyri og þurfa ekki að fara úr skónum.

Nemendur í 1. bekk eru boðaðir í viðtöl hjá kennara með foreldrum sínum dagana 23. og 24. ágúst.

Nýir nemendur í öðrum bekkjum en 1. bekk eru boðnir velkomnir í stutta heimsókn í skólann á mánudag, 23. ágúst, kl. 9:00. Mega koma með eitt foreldri með sér.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 25. ágúst.

 

solin.jpg

Sumaropnanir félagsmiðstöðva Kópavogs

Í sumar verða félagsmiðstöðvar Kópavogs með opnanir fyrir unglinga sem voru að klára 7.-10.bekk. Er það í annað sinn sem við verðum með sumaropnanir en í fyrra gáfust þær mjög vel. Sumaropnun félagsmiðstöðva verður frá 7.júní til 9.júlí. Dagskráin verður gerð í samvinnu við unglinga og starfsfólk. Við munum halda úti dagopnunum, kvöldopnunum og sértæku hópastarfi í samstarfi við Vinnuskóla Kópavogsbæjar. Öll nánari dagskrá verður auglýst á instagram síðu okkar (felagsmidstodinfonix) og einnig verður hún send út í tölvupósti.

Einnig verða sumarsmiðjur fyrir þau sem voru að klára 4.-7.bekk í félagsmiðstöðvum Kópavogs og má skrá sig í þær óháð búsetu, upplýsingar og skráning eru á http://sumar.kopavogur.is/



Flakkandi félagsmiðstöð er svo nýsköpunarverkefni sem unnið er í tengslum við styrk frá Félagsmálaráðuneytinu og fer fram dagana 19.júlí-4.ágúst. Nánari upplýsingar um dagskrá Flakkandi félagsmiðstöðvar verður send út síðar.

Gleðilegt sumar

Það hefur verið mikið um að vera síðustu daga, vorhátíðir, útskrift 10.bekkinga og nú í dag og í gær skólaslit.

Við óskum ykkur gleðilegs sumars. Þið eigið yndislega krakka
sem hafa allir staðið sig vel í vetur. Við hlökkum til að taka á móti þeim í haust.

Með bestu kveðjum,
Salaskóli

 

Skólaslit 2021

Mánudagurinn 7. júní er síðasti skóladagur nemenda í 1. – 9. bekk. Þau mæta að morgni dags og eru við leik og störf skv. skipulagi kennara hvers árgangs.  Markmiðið er að eiga góðar og skemmtilegar samverustundir í lok skólaársins.

Daginn eftir, þriðjudaginn 8. júní verður skólanum slitið, en þar sem samkomutakmarkanir, (sem leyfa aðeins 150 manns og eru nemendur í þeirri tölu), koma í veg fyrir þátttöku foreldra í skólaslitum,ætlum við að ljúka þeim þætti í lok skóladags 7. júní hjá nemendum í 1. til 4. bekk. Dægradvölin er svo opin fyrir þau alla vikuna, eins og kunnugt er.

Nemendur í 5. – 7. bekk eiga að mæta á skólaslit 8. júní kl. 9:00 og nemendur í 8. og 9. bekk kl. 10:00. Þeir fara fyrst til umsjónarkennara sinna sem spjalla við þá um veturinn sem var að líða og sumarið sem nú er að taka við. Síðan hittast allir í salnum þar sem skólanum verður formlega slitið.

Bakslag

English below
Það er svolítið bakslag núna í baráttunni við veiruna og í skólanum vinnum við eftir hertum sóttvarnarreglum til 15. apríl. Þá koma nýjar reglur og vonandi verður hægt að slaka eitthvað á þá, en það fer náttúrulega eftir því hvernig til tekst næstu daga. Undanfarið hafa börn og unglingar verið að veikjast og því er brýnt sem aldrei fyrr að þau hugi að sínum sóttvörnum, þvoi hendur með sápu, spritti og fari varlega í samskiptum við aðra. Við þurfum að vera samtaka í að halda þessu að þeim. Skólahald verður með venjulegum hætti næstu daga, dægradvölin opin sem og félagsmiðstöðin fyrir unglingana. Það er ekkert sund í dag en að öllum líkindum opnar fyrir það á morgun. Skólinn verður lokaður öðrum en nemendum og starfsfólki. Foreldrar geta því enn ekki komið nema þá þeir sem sérstaklega eru boðaðir.
Við viljum taka sérstaklega fram að ef að börn ykkar eru með einhver flensulík einkenni þá eiga þau skilyrðislaust að vera heima og fara í skimun.
Svo bara vonum við að þetta gangi allt saman prýðilega og okkur takist að ljúka þessu skólaári með sóma.
English
There has been a slight setback in fighting the virus and at school we are working according to stricter infection control rules until April 15th. A new regulation will be issued then and hopefully we will be able to relax a bit. However, it all depends on how successful we´ll be until then. Recently, more children and young people have been infected and therefore it is more importent than ever that they take care of infection prevention by washing their hands regularly with soap, use disinfectants and stay alert when communicating with others. We must all cooperate and remind them. Our work here at school will be as usual the next few days. The after school center will be open as well as the youth center for the teenagers. There won‘t be any swimming lessons today but likely tomorrow. The school is now closed to anyone other than students and staff. Parents are not allowed to enter the building unless they have been specially invited.
We also want to reiterate that if your children have any flu-like symptoms they must stay at home and get tested for the virus.
We hope that everything will go smoothly from now on and that we can finish this school year with success.