Kjörfundur 10.bekkjar

10.bekkur hafa unnið hörðum höndum að því síðustu vikur að mynda stjórnmálaflokka sem bjóða sig fram til nemendaþings. Flokkarnir hafa það markmið að vinna að bættum hag nemenda í unglingadeild skólans.

Hápunktur verkefnisins er svo framboðsfundur þar sem nemendum í 7.-9. bekk er boðið að fylgjast með framboðsræðum fulltrúa flokkanna og svo í kjölfarið að kjósa sína fulltrúa á þingið.

Framboðsfundurinn fór fram í morgunn og fluttu ræðuskörungar 10. bekkjar innblásnar ræður við góðar undirtektir nemenda í 7.-9. bekk. Hér fyrir neðan má svo sjá myndir frá fundinum.

Birt í flokknum Fréttir.