Fornvarnardagurinn verður haldinn miðvikudaginn 30 september. Með deginum er verið að koma á framfæri nokkrum heillaráðum sem rannsóknir sýna að geti stuðlað að því að unglingar verði síður fíkniefnum að bráð. Hér í skólanum verður viðamikil dagskrá í tilefni dagsins sem er einkum ætluð níundu bekkingum. Nemendur skoða myndband og taka þátt í hópstarfi auk ratleiks á vefsíðu forvarnardagsins.
Category Archives: Fréttir
Seinni hluti fjölgreindaleika
Rétt fyrir hádegi var unnið hörðum höndum á stöðvunum fjörutíu sem bjóða upp á viðfangsefni fyrir þátttakendur fjölgreindaleika. Þrautirnar reyna á mismunandi hæfileika nemenda því það er hægt að vera góður á mismunandi sviðum.
Myndir frá seinni degi fjölgreindaleika
Sumir finna strax út hvernig á að raða tangram, nokkrir vita alveg hvernig heyrist í hrossagauk, smíðavinnan leikur í höndunum á öðrum og enn aðrir vita hvar "öll lönd í heimi" eru. Þannig geta allir lagt eitthvað að mörkum til að liðið fái sín stig. Eftirtektarvert er hvað liðsstjórar og eldri nemendur hafa lagt sig fram um að aðstoða þá yngri – sem er þeim til hróss. Þrautastörf taka á enda tóku nemendur vel til matar síns í hádeginu og mikil gleði var með íspinna sem boðið var upp á í eftirmat. Fjölgreindaleikum lýkur í dag.
Í hverju ertu góð/-ur?
Að vera góð/-ur í að sippa, sauma, tefla, byggja úr kubbum, fara kollhnís, senda sms, hanga á slá, þekkja lönd, mála, smíða, þekkja fuglahljóð eða kunna að raula … skiptir máli á fjölgreindaleikum. Allir eru góðir í einhverju og þegar 10 manna lið leggur saman má búast við góðum árangri í heildina. Þetta er einmitt aðalmarkmiðið með fjölgreindaleikum þ.e. hæfileikar hvers og eins koma fram og allir fá að njóta sín með einhverjum hætti. Myndasýning frá morgninum.
Blásið til fjölgreindaleika
Fjölgreindaleikar Salaskóla fóru vel af stað þennan morguninn. Í hverju liði eru 10 nemendur, einn úr hverjum árgangi, þar sem eldri nemandi er fyrirliði og sér um að aðstoða þá sem yngri eru. Fyrirliðinn þarf að sjá til þess að liðið hans sé á réttum stað hverju sinni, allir meðlimir séu virkir og komi vel fram. Stöðvarnar eru 40 talsins – og á hverri stöð er furðuvera sem tekur á móti liðinu og útskýrir í hverju þrautin er fólgin. Í hlutverki furðuveranna eru kennarar og annað starfsfólk skólans.
Starfsáætlun Salaskóla
Starfsáætlun Salaskóla fyrir skólaárið 2009-2010 er komin á vefsíðu skólans. Hún er aðgengileg á pdf-formi undir hnappnum GAGNASAFN eða með því að smella hér.
Fjölgreindaleikarnir á miðvikudag og fimmtudag
Hinir árlegu fjölgreindaleikar Salaskóla hefjast á miðvikudaginn 23. september og standa yfir í tvo daga. Þá er nemendum skólans skipt í rúmlega 40 tíumanna lið sem keppa í greinum sem reyna á ólíkar greindir.
Í hverju liði er að jafnaði einn nemandi úr hverjum árgangi og hópstjórar koma úr 9. og 10. bekk. Þeir bera ábyrgð á sínu liði og sjá til þess að öllum líði vel og allir taki þátt.
Nemendur fá drykki og ávexti að morgni og þurfa því ekki að koma með morgunnesti.
Skólatíminn er sá sami fyrir alla nemendur þessa tvo daga, þ.e. frá kl. 8:10 – 13:30. Val í unglingadeild fellur því niður.
Meistarar heiðraðir
Norðurlandameistarar okkar í skák voru heiðraðir í sal skólans í dag þar sem nemendur og starfsfólk skólans klöppuðu þeim lof í lófa fyrir frábær skákafrek í Stokkhólmi á dögunum. Hafsteinn skólastjóri þakkaði þeim fyrir hönd skólans, bar þeim kveðju menntamálaráðherra og Andrés Pétursson, formaður skólanefndar, færði þeim hamingjuóskir frá Kópavogsbæ ásamt gjöf til skólans sem mun felast í ýmsu "nýju skákdóti" eins og skólanefndarformaðurinn komst að orði sjálfur.