Matargjaldið hækkar 1. febrúar

Matargjaldið hækkar skv. ákvörðun bæjaryfirvalda 1. febrúar úr 280 kr. máltíðin í 320 kr. eða um 40 kr. á dag. Það mun að jafnaði vera um 800 kr. á mánuði. Við minnum á að tilkynningar um breytingar á áskrift þurfa að berast skrifstofu skólans í síðasta lagi 20. hvers mánaðar.

skak.jpg

Bekkjarkeppni í skák

skak.jpg

Bekkjarkeppni í skák var haldin í dag í salnum okkar í Salaskóla.
Myndir frá skákmótinu

Hver bekkur mátti senda eins mörg lið og áhugi var fyrir. Í hverju liði voru 3 keppendur auk varamanna. Um 100 krakkar tóku þátt í mótinu og kepptu af miklum krafti allan morguninn. Skoðið úrslit!

 

 

Efstu 12 liðin 
Lið vinn 1b 2b 3b 1. varam. 
1 Himbrimar 16 Ómar Arnþór Guðjón Halldór
2 Helsingjar 1 16 Hildur Kári Garðar
3 Hávellur 14 Jón Smári Gísli Breki Davíð
4 Flórgoðar 13 Arnar Helgi Ari Gerður
5 Ernir 11,5 Baldur Eyþór Sindri
6 Helsingjar 2 11
7 Flórgoðar 2 11
8 Teistur 11
9 Uglur 3 10,5
10 Lóur 1 10,5
11 Lóur 2 10
12 Fálkar 2 10
Alls kepptu 31 lið. Himbrimar og Helsingjar tefldu eina umferð í bráðabana til þess að skera úr um hvort liðið væri sterkara. Leika fóru svo að Himbrimar sigruðu 3 – 0 og eru þeir réttkrýndir bekkjameistarar árið 2010.

Nýtt ár

Nýja árið fer vel af stað í Salaskóla. Krakkarnir koma kátir og hressir eftir góða hvíld í jólafríinu, staðráðin í að standa sig vel í námi og starfi.

Vekjum athygli á að skólanámskrá er nú komin inn á heimasíðuna, en hana hefur aðeins verið hægt að nálgast í gengum Mentor í haust.

Framundan er foreldraviðtalsdagur 22. janúar. Þá skilum við námsmati fyrir haustönnina.

Fljótlega verður foreldrum svo boðið í morgunkaffi með skólastjórnendum.

jolaball.jpg

Gleðilega jólahátíð

jolaball.jpg


Jólaböllin gengu vel og voru hin besta skemmtun eins og myndirnar bera með sér.

Starfsfólk skólans óskar nemendum og foreldrum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum innilega ánægjulegt samstarf á árínu sem er að líða. Hlökkum til að sjá ykkur aftur í skólanum þriðjudaginn 5. janúar skv. stundaskrá. Samstarfsdagur kennara er mánudaginn 4. jan.

Jólaball

18. desember 2009 er gengið í kringum jólatréð í 1. – 7.bekk . Jólaballið tekur  klukkustund.  Nemendur mæta tímanlega í sínar bekkjarstofur þar sem kennarinn tekur á móti þeim og kemur með þau í röð á sal.  Þessir bekkir mæta á jólaball klukkan 9:30 til 10:30: glókollar, starar, steindeplar, þrestir, lóur, teistur, helsingjar og ernir. Þessir bekkir mæta á jólaball klukkan 10:30 til 11:30: sólskríkjur, maríuerlur, hrossagaukar, lundar, hávellur, flógoðar, uglur og fálkar. Dægradvöl er opin þennan dag fyrir þau börn sem þar eru.  Þeir sem ætla að nota dægradvöl þurfa að láta vita.

ottarsbikarinn_007small.jpg

Fjörlegur körfubolti

ottarsbikarinn_007small.jpgÞað er orðin hefð í skólanum að blása til körfuboltamóts í unglingadeildinni á aðventunni. Að þessu sinni var nemendum í Lindaskóla boðið að koma og taka þátt. Spilaðir voru margir fjörlegir leikir og fóru leikar þannig að bæði stelpu- og strákalið úr 9. bekk í Lindaskóla, voru efst að stigum og fengu verðlaunapeninga afhenta.

Að þessu sinni var í fyrsta skipti spilað um svokallaðan Óttarsbikar sem er til minningar um Óttar Bjarkan, fyrrverandi húsvörð Salaskóla, sem lést í byrjun þessa árs. Strákar í 10. bekk Salaskóla fengu bikarinn afhentan í fyrsta skipti fyrir frækilega framgöngu í körfuboltanum í dag. Óttarsbikarinn mun ávallt verða varðveittur innan skólans og bikarinn fá þeir sem sýna sérlega góða frammistöðu í körfuboltanum

Lúsíuhátíð

 Það er orðin hefð í Salaskóla að halda upp á Lúsíumessu sem tengist verndardýrðlingnum Santa Lúsíu. Kór Salaskóla, sem er skipaður nemendum úr 3.-7. bekk, sér ávallt um Lúsíuathöfnina undir stjórn Ragnheiðar tónmenntakennara. Krakkarnir klæðast þá hvítum kyrtlum, hnýta silfurbönd um mitti sér og höfuð og með ljós í hönd. Lúsían sjálf er prýdd ljósakransi og með rauðan linda um mitti. Í morgun fór Lúsíugangan um allan skólann með tilheyrandi söng og hátíðleika. Katrín Kristinsdóttir í fálkum var Lúsían þetta árið. Nemendur komu fram á ganga með kennurum sínum og fylgdust með göngunni. Falleg og friðsæl stund í morgunsárið.

gerpur_kristn_001small.jpg

Rithöfundur sótti okkur heim

gerpur_kristn_001small.jpgNú í morgunsárið kom rithöfundurinn Gerður Kristný í heimsókn í skólann og hitti alla nemendur í 1. – 5. bekk. Gerður sagði frá barnæsku sinni, kynnti eldri bækur sínar eins og Mörtu Smörtu, Garðinn og Ballið á Bessastöðum og las síðan úr nýjustu bókinni Prinsessunni á Bessastöðum.  Krakkarnir kunnu vel að meta frásögn Gerðar, hlustuðu af athygli og skemmtu sér hið besta. Það er afar kærkomið að fá góðar heimsóknir sem þessar, þær eru tilbreyting frá hversdagsleikanum og brjóta upp skammdegið.