Næsta miðvikudag og fimmtudag verða fjölgreindaleikar í Salaskóla. Allir nemendur skólans taka þátt í leikunum og er þeim skipt í 10 manna aldursblandaða hópa og eru 9. og 10. bekkingar hópstjórar.
Þessa daga er ekki kennt sund, íþróttir eða valgreinar – allur tíminn fer í fjölgreindaleikana. Nemendur eiga ekki að koma skólatöskur, en þurfa að hafa nesti með fyrir kaffitímann og gott að hafa það í litlum bakpoka sem þau bera með sér allt sem þau fara. Við útvegum drykki fyrir kaffitímann. Krakkarnir fá svo að borða í mötuneytinu í hádeginu. Skólinn er búinn há öllum um hálftvö.