Fjölgreindaleikar 29. og 30. september

Næsta miðvikudag og fimmtudag verða fjölgreindaleikar í Salaskóla. Allir nemendur skólans taka þátt í leikunum og er þeim skipt í 10 manna aldursblandaða hópa og eru 9. og 10. bekkingar hópstjórar.

Þessa daga er ekki kennt sund, íþróttir eða valgreinar – allur tíminn fer í fjölgreindaleikana. Nemendur eiga ekki að koma skólatöskur, en þurfa að hafa nesti með fyrir kaffitímann og gott að hafa það í litlum bakpoka sem þau bera með sér allt sem þau fara. Við útvegum drykki fyrir kaffitímann. Krakkarnir fá svo að borða í mötuneytinu í hádeginu. Skólinn er búinn há öllum um hálftvö.

Samræmd próf

Vikuna 20. – 24. september verða  samræmd próf lögð fyrir nemendur í 4., 7. og 10 bekk.  Prófin eru ætluð til þess að meta stöðu sérhvers nemanda í  viðkomandi námsgreinum.

10. bekkur
Íslenska – mánudaginn 20. september
Enska – þriðjudaginn 21. september
Stærðfræði – miðvikudaginn 22. september

4. og 7. bekkur
Íslenska – fimmtudaginn 23. september
Stærðfræði – föstudaginn 24. september

Við óskum nemendum góðs gengis.

Salaskóli gjörsigraði Dani

Eftir sárt tap gegn Norðmönnum í gær gerðist það sem Íslendingar elska,
við unnum A lið Danmerkur 4:0

Ísland skaust því upp í annað sæti með því að gjörsigra Dani.
Staðan eftir 2 umferðir er því þannig:

1 Noregur 7 stig
2 Ísland  5 stig
3- 4 Finland 4 stig
3- 4 Danmörk lið 2  4 stig
5 Danmörk lið 1 2,5 stig
6 Svíþjóð 1,5 stig

Minnum á heimsíðu mótsins www.jetsmarkskakklub.dk

islandsmeistarar.png

Íslandsmeistarar á Norðurlandamóti

Íslandsmeistaralið Salaskóla mun keppa á Norðurlandamótinu í skólaskák sem fer fram nú um helgina. Keppt verður á Tranum strand sem er bær norðarlega á Jótlandi.

Sigursveit Salaskóla, Íslandsmeistara grunnskóla frá vormisseri 2010: 
1.       Páll Snædal Andrason
2.       Eiríkur Örn Brynjarsson
3.       Guðmundur Kristinn Lee
4.       Birkir Karl Sigurðsson
5.       Ómar Yamak (varamaður)

Sigurlið Salaskóla myndar því landslið íslands í sveitakeppni og mun keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótinu sem verður í haust en það verður haldið í Danmörku á Tranum strand á Jótlandi dagana 9. til 13. september 2010.
Liðsstjóri í ferðinni verður Tómas Rasmus, kennari. Þess má geta að Salaskóli sigraði þessa keppni með yfirburðum í fyrra og fer nú út til að verja heiður Íslands.

islandsmeistarar.png
Á myndinni: Páll, Eiríkur, Guðmundur, Tómas, Birkir og Gulla

matur1bekkur.jpg

Knáir fyrstubekkingar

matur1bekkur.jpgFyrstubekkingarnir okkar í Salaskóla eru afar duglegir og jákvæðir krakkar sem hefur gengið vel að byrja í skólanum. Augljóst er að þau koma vel undirbúin frá leikskólanum því það er lítið mál fyrir þau að fara eftir fyrirmælum og gera eins og þau eru beðin um. Fyrstu matartímarnir hafa gengið vel fyrir sig, það reynir á að þurfa að bíða eftir að röðin kemur að manni og fara eftir settum reglum en það vefst ekki fyrir krökkunum okkar í 1. bekk sem eru til fyrirmyndar í alla staði.

ortrod.jpg

Örtröð á bókasafninu

ortrod.jpgÍ morgun opnaði bókasafnið í Salaskóla við mikinn fögnuð ungra lesenda sem hugðust finna sér lesefni við hæfi. Stríður straumur var úr og í safnið fram eftir morgni og allir jafn áhugasamir að kíkja á bækur og lesefni. Lesefni er eins fjölbreytt og lesendurnir eru margir. Sumir skráðu á sig bækur um fræðilegt efni en aðrir voru meira fyrir skáldsögur og léttar lestrarbækur. Örtröð á bókasafninu fyrsta morguninn en allir sýndu staka þolinmæði meðan beðið var eftir að láta skrá bókina sína.  

small_skolasetning.jpg

Salaskóli settur

small_skolasetning.jpg
Salaskóli var settur í dag og þar með hófst tíunda starfsár skólans. Nemendur í 2. -10. bekk mættu i skólann, hittu umsjónarkennarann og fengu afhentar stundatöflur. Það er alltaf gaman að hittast aftur eftir sumarfrí og  eftirvænting skein  úr mörgu andlitinu eins og myndirnar bera með sér.

Fyrstubekkingarnir mæta í viðtöl í skólann í dag og á morgun og byrja svo af fullum krafti á miðvikudaginn. 

Skólasetning 23. ágúst

Nemendur mæta sem hér segir mánudaginn 23.08.:
2., 3. og 4. bekkur kl. 9:00
5., 6. og 7. bekkur kl. 10:00
8., 9. og 10. bekkur kl. 11:00
Kennsla í 2. – 10. bekk hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 24. ágúst.
Nemendur sem eru að fara í 1. bekk verða sérstaklega boðaðir með foreldrum sínum dagana 23. og 24. ágúst. Kennsla hefst skv. stundaskrá  í 1. bekk miðvikudaginn 25. ágúst.

Dægradvöl opnar þriðjudaginn 24. ágúst en lokainnritun fer fram mánudaginn 23. ágúst.