BINGÓ

Þann 17 febrúar verður starfsfólk Leikskólans Fífusalir með Bingó í sal Salaskóla.
Bingóið byrjar kl 17.30 og er áætlað að það standi til 19.00
Spjaldið er á 500 krónur
Mjög veglegir vinningar í boði einnig verður til sölu á vægu verði, pizza & gos/safi.
Ágóðinn rennur í námsferð starfsmanna til Boston

Meistaramót Salaskóla- unglingaflokkur

Föstudaginn 11. febrúar mættu 23 unglingar til leiks og kepptu um að komast á keppnina um meistara meistaranna í Salaskóla. Efstu 12 voru þessir og munu þeir keppa um titilinn skákmeistari Salaskóla 2011 ásamt þeim öflugustu úr yngri flokkunum næst komandi föstudag (18.02.11):

Birkir Karl 9b.  9,0 v
Guðmundur Kristinn 10b. 7,5 v
Baldur Búi  8b 6,5 v
Eyþór Trausti 8b. 5,5 v
Guðjón Birkir 10b. 5,0 v
Matthías 8b. 5,0 v
Selma Líf 8b. 5,0 v
Þormar Leví 9b. 4,5 v
Sigurður Guðni 8b. 4,5 v
Ragnheiður Erla 8b. 4,5 v
Ingi Már 8b. 4,5 v
Grétar Atli 9b. 4,5 v

Framundan er sem sagt keppnin um meistartitil Salaskóla. Síðan er sveitakeppni Kópavogs og skömmu síðar verður Íslandsmót barnaskólasveita og Íslandsmót grunnskólasveita. En eins og þið vitið var Salaskóli Íslandsmeistari grunnskólasveita árin 2009 og 2010.  og Norðurlandameistari grunnskólasveita árið 2009 og silfurlið frá síðasta Norðurlandamóti ( haustið 2010 ).

Bingó fimmtudaginn 10. febrúar

Næsta fimmtudag, 10. febrúar, verður bingó í Salaskóla  fyrir nemendur í 1-7. bekk og fjölskyldur þeirra. Fullt af góðum vinningum og spjaldið á 300 kr. Bingóið hefst kl. 17:30 og stendur til 19:00.

Það eru nemendur í 10. bekk sem standa fyrir bingóinu og rennur ágóðinn í sjóð vegna útskriftarferðar þeirra.

Bingó fimmtudaginn 10. febrúar

Næsta fimmtudag, 10. febrúar, verður bingó í Salaskóla  fyrir nemendur í 1-7. bekk og fjölskyldur þeirra. Fullt af góðum vinningum og spjaldið á 300 kr. Bingóið hefst kl. 17:30 og stendur til 19:00.

Það eru nemendur í 10. bekk sem standa fyrir bingóinu og rennur ágóðinn í sjóð vegna útskriftarferðar þeirra.

Hundraðdagahátíðin

Í gær héldu fyrstubekkingar upp á að þeir eru nú búnir að vera 100 daga í skólanum. Hundraðdagahátíðin gekk vel þar sem margt var gert sér til skemmtunar t.d. bjuggu allir til kórónu í tilefni dagsins. Ýmislegt góðgæti var á boðstólum sem krakkarnir gerðu góð skil. Skemmtileg tilbreytni í skammdeginu. Myndirnar tala sínu máli.

Meistaramót Salaskóla í skák hófst í morgun

Meistaramót Salaskóla í skák hófst í morgun föstudaginn 28.01.2011 með keppni krakkana af miðstigi. Keppendur voru alls 34 úr 5 til 7. bekk. Úrslit urðu þessi, efstu 4 í hverjum aldursflokki

5. bekkur
1. Jón Jón Otti Teistur  6 v       
2. Jón Arnar  Teistur  5 v
3. Tinna Ósk  Lundar  5 v
4.  Atli Ívar   Teistur  4 v

6. bekkur

1. Jón Smári        Súlur  8 v
2. Hildur Berglind  Súlur 7,5 v
3. Kári Steinn       Súlur 7,5 v
4. Davíð Þór        Álftir  6,5 v

7. bekkur
1. Róbert Max       Ernir     5
2. Ágúst Einar       Fálkar   5
3. Skúli Eggert      Fálkar   4,5
4. Magnús Már      Fálkar   4,5

Á lokamótinu þar sem keppt verður um titilinn skákmeistari Salaskóla mun koma í ljós hver þessara verður krýndur meistari miðstigs. Næstkomandi fimmtudag (3 feb ) verður keppnin hjá 1. til 4. bekk og föstudaginn 4 feb. keppa unglingarnir okkar.