Skólinn býður í heimsókn 11. maí

Opinn dagur verður í Salaskóla föstudaginn 11. maí, en þá heldur skólinn upp á 11 ára afmæli sitt. Milli kl. 830 og 1000 verður gestum boðið á heimsækja bekkina og ýmsar uppákomur verða í skólanum.  Samsöngur verður í andyri og skólakórinn syngur þar frá 930. Kaffihús verður opið í Klettagjá og þar er hægt að kaupa kaffi og möffins. Allur ágóði rennur í þróunarsamvinnu. Allir foreldrar og velunnarar velkomnir.

Kl. 1230 fær Salaskóli afhentan Grænfánann í fjórða skiptið að viðstöddum bæjarstjóra og fulltrúum Landverndar. Allir áhugasamir velkomnir.

 

1. bekkur

Samsöngur 8:20-8:45.

Heimsókn í bekkjarstofur og dýraþema skoðað.

Síðan mega nemendur labba með mömmu og pabba, að skoða hjá systkinum sínum.

2. bekkur

8:50 samsöngur í Klettagjá.

Foreldrar geta fyrir og eftir samsöngin skoðað verkefni í heimastofum.

3. bekkur

Heimsókn í skólastofuna þar sem nemendur sýna vinnu sína.

9:30 verður kórinn með söngatriði í Klettagjá

4. bekkur

Sýning á vinnu vetrarins í heimstofu. Hver og einn nemandi er með sitt

sýningarborð.

9:30 verður kórinn með söngatriði í Klettagjá

5. bekkur

Heimsókn í skólastofuna þar sem nemendur sýna vinnu sína.

9:30 verður kórinn með söngatriði í Klettagjá

6. bekkur

Heimsókn í skólastofuna þar sem nemendur sýna vinnu sína.

9:30 verður kórinn með söngatriði í Klettagjá

7. og 8. bekkur

Opnar stofur á rauða gangi og unglingagangi þar sem aðallega verður í boði að spila við nemendur. Spilin hafa nemendur búið til sjálfir í þema. Einnig verða þemaverkefni á veggjum og mynda- og myndbandasýningar á skjá

 9. og 10. bekkur

Verða með kaffihús , tónlist, myndasýningu og sölubása í Klettagjá .

Ágóðinn af sölu dagsins rennur í barnaþorp SOS.

fuglar4b

Áhugasamir fjórðubekkingar

fuglar4bNotalegur vinnukliður barst úr tölvuveri skólans í rauða húsinu á dögunum. Þegar betur var að gáð kom í ljós að nemendur í fjórða bekk voru að vinna í fuglaverkefninu sínu. Vinnugleði og áhugi skein út úr hverju andliti og greinilegt að viðfangefnið skipti alla nemendur mjög miklu máli. Krakkarnir sögðust vera að vinna í tveggja eða þriggja manna hópum og höfðu fengið einn fugl til þess að fjalla um. Þau sóttu sér upplýsingar bæði úr bókum af bókasafni og af neti til þess að fræðast um efnið og söfnuðu  einnig fuglamyndum, myndbandsbrotum (youtube) og fuglahljóðum. Afraksturinn var síðan settur í glærusýningu (Power Point) þar sem útlit og framsetning skiptir miklu máli og greinilegt var að margir höfðu gott auga fyrir grafískri hönnun. Þarna voru báðir bekkirnir samankomnir, maríuerlur og steindeplar, og unnið var í hópum sem eru samsettir af nemendum úr báðum bekkjum. Þegar allt er tilbúið verður foreldrum boðið á stórglæsilegar kynningar á fuglum.    

Helstu niðurstöður úr viðhorfakönnun 2011

Salaskóli kannar á hverju vori viðhorf foreldra til starfsins í skólanum. Þessi könnun er mikilvægur liður í að bæta skólastarfið en auk hennar fáum við mikilvægar upplýsingar á morgufundum með foreldrum, könnunum skólapúlsins en þar tjá nemendur viðhorf sín, eineltiskönnunum o.s.frv.

Skýrsla um helstu niðurstöður vorkönnunar vorið 2011 er að finna hér.  Ný vorkönnun verður lögð fyrir foreldra í dag. Við erum byrjuð að vinna heildarskýrslu um mat á skólastarfinu sl. þrjú ár. Ef vel gengur verður hún birt hér í júní.

Vorskóli 3. og 4. maí

Salaskóli býður væntanlegum 1. bekkingum í vorskóla fimmtudaginn 3. maí og föstudaginn 4. maí frá kl. 14:00 – 15:30. Krakkarnir vinna ýmis verkefni þessa tvo daga og kynnast væntanlegum bekkjarfélögum.

Foreldrar fá kynningu á skólastarfinu fyrri daginn á meðan krakkarnir eru hjá kennurunum.

Hlökkum til að sjá ykkur öll.

Opinn dagur 11. maí

Föstudaginn 11. maí verður opinn dagur í Salaskóla. Þá er foreldrum boðið í heimsókn í skólann þar sem ýmsar uppákomur verða víðsvegar um skólann. Opnað verður kaffihús, Salaskóli fær Grænfánann í 4. sinn og margt, margt fleira. Nánar auglýst síðar.

Tölvupóstur í samskiptum heimila og skóla

Tölvupóstur í samskiptum heimila og skóla

Leiðbeiningar fyrir foreldra

Hvenær á að nota tölvupóst?

  • Tilkynna veikindi – ef skólinn tekur við tilkynningum í tölvupósti
  • Leita upplýsinga
  • Hrósa kennara/skóla fyrir það sem vel er gert
  • Gera athugasemdir um það sem þér finnst miður fara

Hvenær á ekki að nota tölvupóst?

  • Ekki ræða viðkvæm, persónuleg mál í tölvupósti – hringja og panta viðtal
  • Þegar maður er reiður og illa upp lagður

Tölvupóstur er ekki öruggur

  • Aðrir geta lesið póstinn
  • Pósturinn getur “óvart” farið á annað/önnur netföng
  • Ekki er hægt að eyða bréfi sem hefur verið sent eða breyta því á nokkurn hátt
  • Þegar bréf hefur verið sent er það til, óvíst er að viðtakandi eyði því, heldur geymi það í tölvunni – jafnvel sendi það áfram til fleiri aðila eða prenti það út og sýni fleirum
  • Ekki er 100% öruggt að tölvupósturinn skili sér, frekar en sniglapóstur
  • Bréfi send í tölvupósti hafa verið gögn í dómsmáli hér á landi

Skýr, hnitmiðuð skilaboð

  • Ekki senda löng skeyti. Hafðu textann hnitmiðaðan og skýran, þannig að skilaboðin komist klárlega til skila. Fáir gefa sér tíma til að lesa langan texta í tölvunni. Skeytin eiga að vera svo stutt að ekki þurfi að prenta þau út.
  • Viðtakandi getur “lesið á milli línanna” og túlkað sjálfur og fengið þannig önnur skilaboð en sendandi hafði ætlast til. Þess vegna þarf textinn að vera skýr og augljós. Varist hálfkveðnar vísur.

Trúnaðarmál á ekki að ræða í tölvupósti

  • Tölvupóst á ekki að nota til að ræða viðkvæm mál
  • Aldrei senda trúnaðarmál í tölvupósti – þá er betra að hringja eða hittast augliti til auglitis

Viðhengi og auglýsingar

  • Tölvupóstur er einfalt, þægilegt og fljótlegt samskiptaform
  • Tölvupóstur er ákjósanlegur í almennum samskiptum við einstaka kennara eða skólann
  • Tölvupóstur er fínn til að koma skilaboðum til skólans
  • Sendið ekki auglýsingapóst eða ruslpóst á kennara
  • Notið viðhengi í miklu hófi. Viðhengi eru stór skjöl sem taka langan tíma í að hlaðast inn í tölvu viðtakanda. Slíkt pirrar fólk. Ekki á að senda viðhengi á einstaka kennara nema þeir vita af því áður.

Sýnið alltaf kurteisi

  • Aldrei skrifa bréf í reiði, bíða þar til hún rennur
  • Ef þú ert í vafa um hvort þú eigir að senda bréfið, ekki senda það. Láttu einhvern eða einhverja lesa það yfir
  • Aldrei láta hanka þig á ókurteisi, dónaskap eða ruddaskap
  • Það sem þú lætur fara frá þér í tölvupósti lýtur sömu lögum og annað ritað mál. Varastu því að láta frá þér fara óhróður um fólk og stofnanir, jafnvel þó þér finnist einhver eiga það skilið!
_Kpavogsmti__2012_UNglingameistararnir_014

Kópavogsmóti í skólaskák lokið

_Kpavogsmti__2012_UNglingameistararnir_014
Kópavogsmótið í skólaskák var haldið í Salaskóla þann 17. apríl síðastliðinn.
Birkir Karl Sigurðsson er Kópavogsmeistari í skólaskák í unglingadeild og Þormar Leví tók silfrið. Hilmir er í toppbaráttu á miðstigi og Daníel Snær Eyþórsson smellti sér í annað sætið í flokki 1.-4. bekkjar. Birkir Karl og Þormar verða fulltúrar Kópavogs á kjördæmismótinu sem er framundan.  Aldrei hafa jafn margir keppendur verið á kaupstaðamóti í Kópavogi. Sett var í gang sérstakt mót fyrir yngstu krakkana eða fyrir nemendur í 1.- 4. bekk. Mæltist það vel fyrir og mættu 68 krakkar til leiks í þeim aldursflokki. Í flokki 1.-7. bekkjar voru 49 keppendur og í flokki unglinga mættu 10 keppendur. Alls: 127 keppendur sem er nýtt met í Kópavogi.

Kópavogsmeistarar 2012 urðu:
1.-4. b. Pétur Steinn Atlason 4. Baldursbrá Vatnsendaskóla 7v af 7 mögulegum.
1.-7. b. Dawíd Pawel Kolka 6. bekk   Álfhólsskóla  6.5v af 7 mögulegum.
8.-10.b  Birkir Karl Sigurðsson 10. b. Krummar Salaskóla 9v af 9 mögulegum.
Mótsstjórar voru Tómas Rasmus, Helgi Ólafsson og Sigurlaug Regina Friðþjófsdóttir.

Nánari úrslit: 1.-4. bekkur, 1. – 7. bekkur, 8.- 10. bekkur 

Vorhátíðin verður 19. maí

Stjórn foreldrafélagsins fundaði með skólastjórnendum sl. mánudag og þar var rætt um hina árlegu vorhátíð sem hingað til hefur verið skólaslitadaginn. Ákveðið var að breyta til að þessu sinni og nú verður hátíðin laugardaginn 19. maí frá kl. 11:00 – 14:00. Það gefur fleiri foreldrum tækifæri til að taka þátt í þessari skemmtilegu samveru. Jafnframt hyggst stjórnin breyta nokkuð fyrirkomulaginu, vera með leiki, reiptog, hæfileikakeppni, brennókeppni, stultur, fjöltefli, tónlist o.s.frv. – sem sagt hátíð með virkri þátttöku nemenda og foreldra. Svo má náttúrulega ekki gleyma grillinu.

Í stjórn foreldrafélagsins eru aðeins fimm einstaklingar og það þarf fleira fólk til að hjálpa til við hátíðina. Stjórnin óskar eftir aðstoð og hugmyndum. Allir sem vilja aðstoða við hátíðina, undirbúning ásamt þeim sem e.t.v. vilja vera með eitthvað sérstakt á hátíðinni eru beðnir um að setja sig í samband við stjórnarfólkið. Netföng þeirra eru hér að neðan.

kristinn69@gmail.com
helgim@atlanta.is
bjarni.ellertsson@samskip.com
silja.g@simnet.is

land_og_j_013

Grænn dagur

land_og_j_013
Í dag, 18. apríl, er grænn dagur í Salaskóla. Þá klæðast flestir einhverju grænu og allir hjálpast að við að taka til á skólalóðinni. Hver árgangur fær úthlutað svæði sem hann á að hugsa um. Á morgun, Sumardaginn fyrsta,  ætlum við að eiga hreinustu skólalóð í öllum heiminum. 


land_og_j_019 korinn2 

korinn

Skólakórinn í söngbúðum

korinn
Eldri skólakór Salaskóla  fór í söngbúðir í Kaldársel síðastliðna helgi. Þar sungu krakkarnir á sig gat frá föstudegi fram á laugardag og áttu góða stund saman. Til að fjármagna söngferðalagið var búin að vera fjáröflun í gangi um tíma.