Skóladagatal Salaskóla hefur verið samþykkt í skólanefnd og það má sjá hér. Athugið að í næstu viku, 9. október er foreldraviðtalsdagur og skipulagsdagur daginn eftir.
Skóladagatal Salaskóla hefur verið samþykkt í skólanefnd og það má sjá hér. Athugið að í næstu viku, 9. október er foreldraviðtalsdagur og skipulagsdagur daginn eftir.
Skólaárið 2014-2015 fékk Salaskóli styrk úr Sprotasjóði vegna verkefnisins „Nýtum það sem til er, vinnum saman hvar sem er.“ Verkefnið snýst um að nemendur í unglingadeild geti komið með sín eigin snjalltæki og notað í námi sínu. Þá er átt við síma, spjaldtölvur og fartölvur. Logi Guðmundsson var verkefnisstjóri. Skýrslu um verkefnið er að finna hér.
Skólaárið 2012 – 2013 fékk Salaskóli styrk úr Sprotasjóði vegna verkefnisins „Rafrænn skóli – nútímaskóli“. Skýrslu um verkefnið má fá með því að smella hér.
Skólaárið 2010 – 2011 fékk Salaskóli styrk úr Sprotasjóði vegna verkefnisins „Þemavinna í 7. – 10. bekk“. Skýrslu um verkefnið er hægt að nálgast með því að smella hér.
Ágúst:
Skólasetning
September:
Norræna skólahlaupið
Útikennsla í september
Október:
Fyrri dagur fjölgreindaleika
Seinni dagur fjölgreindaleika
Starfsfólk á fjölgreindaleikum
Sjöundubekkingar á Reykjum
Lestrarkeppnin Lesum meira 2014
Nóvember:
Góðir gestir í nóvember
Dagur gegn einelti – heimsókn í leikskóla 9.-10. b.
Verðlaunafhending fyrir fjölgreindaleika
Desember:
Jólaþorpið 2014Litlu jólin 2014
Janúar – febrúar
Hundraðdagahátíðin í 1. bekk
Öskudagur 2015
Mars – apríl
Fyrstubekkingar – sýning fyrir foreldra
Heimsókn í leikskólann Rjúpnahæð – þemadagar
Júní
Myndir frá Norræna skólahlaupinu
Í dag, fimmtudaginn 11. september, fór Norræna skólahlaupið fram í Salaskóla en allir skólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti. Í þessu hlaupi er lögð áhersla á holla hreyfingu og markmiðið er að sem flestir – helst allir- taki þátt. Það gerðu einmitt nemendur í Salaskóla, allir hlupu af stað, og krakkarnir sýndu mikinn dug og mikla elju og skemmtileg stemning skapaðist í kringum hlaupið.
Krakkarnir gátu valið um mismunandi vegalengdir 2,5, 5 km eða að fara 10 km en einn hringur var einmitt 2,5 km. Einhverjir fóru meira að segja 5 hringi sem gerir 12,5 km sem er vel af sér vikið. Að sjálfsögðu var drykkjarsstöð á leiðinni eins og í alvöru hlaupi. En það sem mestu máli skipti er að hver og einn stóð sig gríðarlega vel og fær nú viðurkenningarskjal þar sem greint er frá árangri. Til hamingju með flott hlaup, Salaskólakrakkar.