Skilaboð frá leynileikhúsinu

Skilaboð frá leynileikhúsinu:

Kæru foreldrar og forráðafólk leynileikara í Salaskóla.

Leynileikhúsið heldur áfram uppteknum hætti og er með námskeið í Salaskóla á haust önn 2019

Opnað hefur verið fyrir skráningu á https://leynileikhusid.felog.is/

SALASKÓLI Á FÖSTUDÖGUM / hefst 13.september
Kl. 14.00-15.00 / 2.-4. bekkur / almennt námskeið / kennt í stofu F5 á rauða gangi

Eldri nemendum er bent á námskeið Leynileikhússins í samstarfi við LK á miðvikudögum

Í Leynileikhúsinu er leikgleðin ávallt höfð að leiðarljósi. Farið er í grunnatriði leiklistar með hjálp leikja og æfinga. Lögð er áhersla á spuna og mikilvægi persónusköpunar, að gefa skýr skilaboð, hlustun, einbeitingu og samvinnu. Leiklist eykur samskiptahæfni, núvitund og sköpunarkraft barna.

Almenn námskeið: Kennt er einu sinni í viku í 1 klst. í senn en í lok annarinnar eru 11. og 12. tími kenndir saman og enda með sýningu í leikhúsi. Ungu leikararnir fá búning og leikhúsförðun og aðstandendur geta komið og séð börnin blómstra á alvöru leiksviði.

Allir kennarar Leynileikhússins eru starfandi sviðslistamenn með háskólamenntun í listum og góða reynslu af leiklistarkennslu og vinnu með börnum.

Námskeiðsgjöld:
Almennt námskeið er kr. 32.700.-.
Allur kostnaður er innifalinn í verðinu. Leynileikhúsið tekur á móti frístundakorti Reykjavíkurborgar og öðrum tómstundastyrkjum bæjarfélaga höfuðborgarsvæðisins. Aðeins 12 nemendur eru í hverjum hópi.

Endilega hafið samband við okkur í síma 864-9373 eða í gegnum netfangið info@leynileikhusid.is ef þörf er á frekari upplýsingum eða hjálp við skráningu.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Bestu leikgleðikveðjur;
Leynileikhúsið.

Ólympíuhlaup í Salaskóla 6. september

Föstudaginn 6.september er Ólympíuhlaup ÍSÍ frá kl. 11:00 -13:00 hér í Salaskóla. Hlaupið hefst stundvíslega klukkan 11:00 og lýkur klukkan 13:00. Ræst verður í hollum klukkan 11:00. Nemendur á unglingastigi leggja fyrst af stað, næst fer miðstig og síðast yngsta stig. Hringurinn sem nemendur fara í Ólympíuhlaup ÍSÍ er 2.5 km. Þess má geta að nemendur hlaupa eða ganga sama hring og í fyrra. Vert er að nefna að nemendur geta valið hversu marga hringi þeir hlaupa. Eftirfarandi reglur eru til viðmiðunar fyrir hvern árgang:

  • Nemendur í 8. – 10. bekk hlaupa 2-4. hringi (5 – 10 km).

  • Nemendur í  4. – 7. bekk hlaupa 1-4. hringi (2.5 – 10 km).

  • Nemendur í  2. – 3. bekk hlaupa 1-2 hringi (2.5 – 5 km).

  • Nemendur í  1. bekk hlaupa 1 hring með umsjónakennara.  (2.5 km).

Við bjóðum þeim foreldrum sem vilja að mæta og taka þátt í þessum skemmtilega viðburði með okkur. Þeir geta líka tekið þátt í hlaupinu að hluta til. Við viljum einnig brýna fyrir foreldrum að nemendur séu klæddir eftir veðri, í góðum skóm og fatnaði til hreyfingar. Við hvetjum alla nemendur til að koma með merktan vatnsbrúsa.

Að loknu hlaupi eða frá kl 12:00 ætlar skólinn að bjóða upp á grillaðar pylsur fyrir alla.

Skólasetning föstudaginn 23. ágúst, breyting

Salaskóli verður settur föstudaginn 23. ágúst og eiga nemendur að mæta sem hér segir. 

Kl. 10:00 8.-10. bekkur

Kl. 11:00 5. – 7. bekkur

Kl. 12:00 2. – 4. bekkur

Nemendur mæta í anddyri skólans, þar sem skólinn verður formlega settur, farið yfir áherslur í skólastarfinu, breytingar og nýjungar og nýir starfsmenn á stiginu kynntir. 

Að því loknu fylgja nemendur kennurum sínum í kennslustofu. Þar fara kennarar yfir ýmis mál sem snúa að náminu og kennslunni, skipulagið í árganginum, umgengni um ritföng o.fl. 

Markmiðið skólasetningardagsins er að hefja skólaárið á jákvæðan hátt, losa um spennu og efla félagatengsl. 

Við teljum mikilvægt að foreldrar komi með börnum sínum og fái þannig innsýn inn í starf og áherslur skólans á komandi skólaári, ásamt því að hitta kennara og aðra foreldra. 

Við gerum ráð fyrir að þessi athöfn taki u.þ.b. 45 mínútur, verði alls ekki lengri en klukkustund. 

10. bekkur í útskriftarferð

Krakkarnir í 10. bekk vöknuðu fyrir allar aldir í morgun. Þeim var boðið í girnilegan morgunverð í skólanum í boði foreldrafélagsins. Að honum loknum skunduðu þau út í rútu sem færði þau á vita ævintýra einhvers staðar úti á landi. Þetta er síðasta verkefni þeirra hér í skólanum og af því tilefni stilltu þau sér fallega upp fyrir myndatöku.

Útivera, leikir og keppnir

Það er mikið um að vera síðustu skóladagana í Salaskóla. Við notum útisvæðið mikið á þessum árstíma og góða veðrið undanfarnar vikur hefur komið sér vel. Í dag og á morgun eru 8. og 9. bekkur með Salaskólaleikana sína. Keppa í alls konar skemmtilegum hópleikjum. Á myndinni má sjá ofan á nokkra leiki.

sumarlestur.jpg

Skólaslit föstudaginn 7. júní

Skólaslit Salaskóla verða föstudaginn 7. júní sem hér segir:
 
kl. 9:30:
1. bekkur
3. bekkur
5. bekkur
7. bekkur
9. bekkur
 
kl. 10:00:
2. bekkur
4. bekkur
6. bekkur
8. bekkur
 
Nemendur mæta í andyri þar sem verður smá viðhöfn. Að henni lokinni fara þeir með kennurum sínum í kennslustofurnar.