Skipulagsdagur 2. nóvember / November 2 will be used to plan school work with the teachers and other school staff.

English below

Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi mánudaginn 2. nóvember vegna hertra sóttvarnareglna stjórnvalda til varnar COVID-19.

Mánudagurinn 2. nóvember verður notaður til að skipuleggja starfið með kennurum og öðru starfsfólki.

Leik- og grunnskólabörn eiga því ekki að mæta í skólann mánudaginn 2. nóvember en nánari upplýsingar um skólastarfið verða sendar frá skólunum til foreldra og forráðamanna um áframhald skólastarfsins. Skóla- og frístundastarf mun hefjast aftur með breyttu sniði þriðjudaginn 3. nóvember.

English

Municipalities and Civil Protection and Emergency Management of the greater Reykjavík area has decided to have an organizational day í preschools, primary schools Music schools and after school centers on Monday, November 6 because of tightened mitigation rules set by the government to prevent COVID-19.

Monday November 2 will be used to plan school work with the teachers and other school staff.

Children in preschools and primary schools should therefore not come to school on Monday, November 2. Further information about this will be sent from the schools to parents and guardians. Schools will be opened again on Tuesday, November 3.

 

 

Nánari upplýsingar veitir Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins.

Söfnum hausti

Menningarhúsin tóku sig til og græjuðu ljósmyndaleik fyrir vetrarfríið í næstu viku undir yfirskriftinni Söfnum hausti. Þar eru fjölskyldur hvattar til að fara út í haustið – búa til haustkórónur og laufaskúlptúra, virða fyrir sér fugla og útsýni, faðma tré og bregða á leik á ýmsan hátt. Þær taka af sér mynd – eða fá einhvern til að taka af sér mynd – og deila á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #söfnumhausti.

Þess má geta að nokkrir þátttakendur / myndasmiðir munu hreppa glaðning

Hér er hlekkur á leikinn eða sjá mynd hér fyrir neðan

Vetrarleyfi / Winter break

Mánudaginn 26. og þriðjudaginn 27. október er vetrarleyfi í Salaskóla. Þá er ekkert skólastarf og dægradvöl er lokuð. Vonum að þið njótið þessara daga og getið gert eitthvað skemmtileg með krökkunum.

On Monday the 26th and Tuesday the 27th of October there is a winter break in Salaskóli. The school and the fristund are closed. We hope you enjoy these days and can have some fun with your kids.

Bleikur dagur þann 16.október

Það er bleikur dagur núna á föstudaginn. Kennarar og starfsfólk skólans ætla því að mæta í bleikum fötum í tilefni dagsins og hvetjum við nemendur til þess að gera það líka. Þannig lýsum við upp skammdegið í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.

https://www.bleikaslaufan.is/um-atakid/bleiki-dagurinn/

Smit í Salaskóla, 1. – 4. bekkur heima á morgun, föstudag 9. október

Kæru foreldrar/forráðamenn barna í 1. – 4. bekk í Salaskóla

Okkur þykir leitt að tilkynna að upp hefur komið COVID-19 smit hjá starfsmanni í umhverfi barnsins þíns. Til að gæta fyllsta öryggis og varúðar ertu vinsamlega beðin/n að hafa barn þitt heima í úrvinnslusóttkví (allt að tveir dagar) á meðan unnið er að frekari smitrakningu í skólanum. Nánari upplýsingar verða sendar út um leið og þær liggja fyrir.

Ef ungt barn er sett í sóttkví er nauðsynlegt að fullorðinn einstaklingur fari í sóttkví með barninu, aðrir heimilismeðlimir þurfa ekki að fara í sóttkví nema að annað sé tekið fram.

Þið getið að sjálfsögðu leitað til okkar ef eitthvað er óljóst eða viljið koma einhverju á framfæri.

Skólahald er að mestu með eðlilegum hætti í 5. – 10. bekk á morgun, föstudag.

Hjólin og skólinn

Í gær var launhált á götum og stígum hverfisins. Nokkuð var um það að krakkar sem fóru á hjólum í skólann duttu og sum þeirra hlutu slæma byltu og högg á búk og höfuð með tilheyrandi bólgum og skurðum. Það er því skynsamlegt að setja hjólin í geymsluna að sinni, þ.e.a.s. ef ekki hafa verið sett nagladekk undir þau. Þetta gildir um öll hjól; hlaupahjól, reiðhjól og vélhjól.

Það er fín hreyfing fyrir krakkana að ganga í skólann. Flestar leiðir hingað eru þægilegar, greiðar og tiltölulega öruggar. Það á ekki að þurfa að keyra börnin í skólann nema í undantekningatilfellum.

Neyðarstig hefur áhrif á starf Salaskóla

English below
Nú hefur verið lýst yfir neyðarstigi almannavarna vegna sýkinga af völdum COVID-19. Grunnskólum er heimilt að halda uppi skólastarfi með ákveðnum takmörkunum og því hefur þetta áhrif á skólastarfið. Starfsfólk þarf að gæta að 1 metra nálægðartakmörkunum sín á milli og ekki mega vera fleiri en 30 fullorðnir einstaklingar í sama rými. Foreldrar og aðstandendur mega ekki koma inn í bygginguna nema mjög brýna nauðsyn beri til.
Við leggjum áherslu á að geta haldið upp daglegu skólastarfi og að það verði fyrir sem minnstum röskunum vegna veirufaraldursins. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra og til þess að það gangi upp verðum við öll að ganga í takt.
Smit hafa komið upp allt í kringum okkur en hingað til höfum við sloppið í þessari bylgju. Við viljum sleppa áfram og því ítrekum við eftirfarandi:
  • Það má alls ekki senda börn í skólann sem eru kvefuð, með hálssærindi, slappleika, eða önnur flensulík einkenni. Þó svo að þau séu ekki með COVID þá geta þau borið önnur smit í skólafélaga eða starfsfólk. Við megum alls ekki við því að missa starfsfólkið okkar í umgangspestir því þá þurfum við í mörgum tilfellum að senda börn heim, þar sem við höfum mjög fáa sem geta sinnt forfallakennslu.
  • Við höfum þá reglu að ef einhver á heimilinu er að bíða eftir skimun þá eiga börnin á heimilinu ekki að mæta í skólann fyrr en neikvæð niðurstaða hefur fengist. Við biðjum ykkur um að virða þetta þó svo að þessi regla okkar gangi e.t.v. lengra í sumum tilfellum en tilmæli almannavarna segja til um.
  • Ef smit kemur upp bregðumst við strax við og vinnum í samræmi við leiðbeiningar almannavarna. Það má búast við að þá verði skólanum lokað alveg í fyrstu meðan unnið er úr smitrakningu. Síðan verði lokað að hluta.
Við hvetjum ykkur til að ræða um veirufaraldurinn við börnin ykkar og ekki gleyma unglingunum. Þau hafa miklar áhyggjur af þessu og það getur valdið þeim vanlíðan. Eflaust eru mörg þeirra að glíma við erfiðar spurningar sem þau þora ekki að bera upp. Hvetjið þau til að spyrja og láta vita ef þau hafa áhyggjur. Við bjóðum upp á viðtöl við fagfólk á þessu sviði ef þarf. Svo bara að passa vel upp á sínar persónulegu sóttvarnir.
Einhverjir hafa verið að spyrja um hvort börnin fái fjarkennslu ef þau eru í sóttkví heima. Því er til að svara að það er engin skipulögð fjarkennsla í gangi núna og verður ekki nema skólinn þurfi að loka. Þið getið því fylgst með námsáætlunum barna ykkar og látið þau vinna eftir þeim ef þau þurfa að fara í sóttkví. Svo er bara góð hugmynd að grípa bók og lesa eða vinna eitthvað gagnlegt í tölvunni.
English:
The Department of Civil Protection has now raised the alert level to emergency phase due to increase in Covid19 cases.
Elementary schools have permission to operate, although not without limitations. This situation does affect the school. Staff must stay at least one meter apart between themselves and no more than 30 adults can gather in the same room. Parents and other relatives of our pupils are not allowed to enter the building unless it‘s absolutely necessary.
Our goal is to maintain daily routine here in school with as little disruption as possible in the pandemic. It is a common task for all of us and in order for us to succeed we must all work together.
  • Children who have a cold, sore throat, are feeling poorly or have other flu-like symptoms should absolutely not be sent to school. Although they may not have Covid19 they could infect their classmates and our staff. We need all hands on deck these days and it‘s vital that our staff do not get infected by any deseases. The consequences could result in us having to send our pupils home. There are vey few teachers who can substitute.
  • As a rule we ask you that if someone in your household is waiting to get tested for the virus then the children should not be sent to school until negative result has been confirmed. We ask you to respect this even though this rule of ours may go a little further than the Department of Civil Protection has announced.
  • If someone in school will get infected we will react immediately according to the instructions from the Department of Civil Protection. We might then have to close down while the tracing team works on a solution. After that we might have to close partially for some time.
We urge you to talk to your children about this pandemic. Keep in mind that children whatever their age is are really worried and this can cause stress and anxiety. Some might even have questions that they are too afraid to ask. Encourage your children to ask questions and tell others if they´re worried. We can also arrange interviews with professionals if needed. Each and everyone must do their best to disinfect and keep this virus at bay.
We´ve had som inquieries about online-teaching for children who are quarantined at home. The answer is that there is no organized online-teching going on at the moment and there won‘t be unless the school has to close. Therefore you can look up your children‘s curriculum online and have them work according to it should they need quarantine. It is also a good idea to grab a book to read or work on something useful in your computer.

Almennt um starfið og skipulagsdag 2. október

Starfið gengur alveg prýðilega hér í Salaskóla. Nemendur stunda námið af krafti og nota frístundir í skólanum til að leika sér saman. Við höfum ekki orðið fyrir skakkaföllum í haust og fylgjum vel leiðbeiningum almannavarna í þeim efnum. Við megum að sjálfsögðu ekkert slaka á. Aðstæður geta breyst í einu vetfangi og við erum að sjálfsögðu viðbúin því. Auk okkar sem störfum hér gegnið þið foreldrar og forráðamenn veigamiklu hlutverki í sóttvörnunum. Þið þurfið að halda ykkur utan skólahússins áfram og foreldraviðtöl sem ættu að vera um þessar mundir munu því frestast eitthvað eða vera tekin í gegnum síma eða tölvur. Munið líka að ræða við börn ykkar reglulega um mikilvægi sóttvarna. 

Við viljum árétta að þegar einhver á heimilinu hefur óskað eftir að fara í sýnatöku, þá viljum við að börnin séu einnig í sóttkví þar til niðurstaða hefur fengist. Við viljum líka biðja ykkur um að upplýsa okkur ef börn ykkar eru heima vegna þess að þeir eru í stuttri eða langri sóttkví. Alltaf þegar þið skráið fjarvist vegna þeirra urfið þið að nefna ástæðu fjarvistar. 

Það er svo óskaplega mikilvægt fyrir krakkana og okkur öll að geta haldið uppi eðlilegu skólastarfi. Víða um heim eru skólar lokaðir og hafa verið það síðan í vor. Gríðarleg lífsgæði eru tekin frá þeim og líklegt er að fjöldi barna í fátækari löndum eigi aldrei afturkvæmt á skólabekk.

Á föstudag, 2. október, er skipulagsdagur í skólanum og þá eru nemendur í fríi. Við starfsfólkið mætum, leggjum mat á skólastarfið í haust og gerum áætlanir fyrir næstu vikur. Frístundin er opin og þeir sem eru með börn þar fá upplýsingar frá Auðbjörgu. 

Við þurfum að ganga á þolinmæðisbirgðir okkar áfram. Fara eftir leiðbeiningum og bregðast við þegar þarf. Við viljum þakka fyrir ykkar framlag og bara höldum áfram að vanda okkur. 

 

Mikilvæg skilaboð

Það hefur gengið prýðilega hér í Salaskóla í haust. Í ljósi ástandsins í samfélaginu er aðalverkefni okkar að halda hér uppi daglegu skólastarfi fyrir nemendur frá morgni og fram á dag. Annað sem fylgir starfi skóla er margt sett til hliðar. Eins og fréttir bera með sér getur veiran verið ógn við skólastarf ef smit berst í skólann. Við sem vinnum hér í skólanum förum í einu og öllu eftir tilmælum almannavarna sem gilda fyrir grunnskóla og leggjum þannig okkar af mörkum til að láta þetta ganga sem best. Engu að síður getur allt gerst og við erum viðbúin því. 

Við viljum vekja athygli ykkar á því að skólinn er lokaður öðrum en starfsfólki og nemendum bæði á skólatíma og utan hans. Foreldrar og aðrir utanaðkomandi mega ekki koma inn í skólahúsið en við höfum þó gert örfáar undantekningar á því. Við munum nú herða enn frekar á þessu næstu tvær vikurnar. 

Foreldraviðtöl eru á dagskránni á næstunni og að þessu sinni verða þau aðallega tekin í síma eða í fundarforritum í tölvunni. Kennarar munu verða í sambandi við ykkur og finna út úr þessu með ykkur. 

Rétt er að vekja athygli á að allt þetta hefur áhrif á kennslu og fræðslu sem utanaðkomandi aðilar hafa séð um hér í skólanum. Þar má nefna skákþjálfun, forfallakennslu, hljóðfærakennslu og hvers kyns fræðslu aðra sem fólk utan skólans hefur sinnt. Starfsfólk skólans tekur þannig á sig vinnu fyrir aðra sem eru forfallaðir og því geta komið dagar sem við ráðum ekki við að sinna allri kennslu vegna forfalla. Þá þurfum við að senda nemendur heim. Biðjum ykkur um að taka því vel. 

Yngstu börnin eru í frístund eftir skóla og þar gildir það sama og í skólastarfinu. Foreldrar eiga ekki að koma inn í skólann þegar þeir sækja börnin, starf getur fallið niður vegna forfalla og börn eiga ekki að vera hálfveik í frístundinni.  

Það eru tilmæli frá almannavörnum um að börn sem eru með einhver veikindi eigi að vera heima. Það gildir líka um kvef og svoleiðis. Brýnið fyrir þeim að þvo sér og spritta. 

Við þurfum öll að hjálpast að við á láta þetta ganga vel. Það skiptir mestu máli að krakkarnir geti mætt í skólann. Takið upp símann ef þið þurfið að ræða eitthvað mikilvægt við okkur, sendið tölvupóst ef það eru upplýsingar sem þið þurfið að koma á framfæri. 

Ólympíuhlaup ÍSÍ 2020

Föstudaginn 11.september er Ólympíuhlaup ÍSÍ frá kl. 11:00 -13:00 hér í Salaskóla.
Hlaupið hefst stundvíslega klukkan 11:00 og lýkur klukkan 13:00.Ræst verður í hollum klukkan 11:00. Nemendur á unglingastigi leggja fyrst af stað, næst fer miðstig og síðast yngsta stig.
Hringurinn sem nemendur fara í Ólympíuhlaup ÍSÍ er 2.5 km. Þess má geta að nemendur hlaupa eða ganga sama hring og í fyrra. Vert er að nefna að nemendur geta valið hversu marga hringi þeir hlaupa.

Eftirfarandi reglur eru til viðmiðunar fyrir hvern árgang:

Nemendur í 8. – 10. bekk hlaupa 2-4. hringi (5 – 10 km).

Nemendur í 4. – 7. bekk hlaupa 1-4. Hringi (2.5 – 10 km).

Nemendur í 2. – 3. bekk hlaupa 1-2 hringi (2.5 – 5 km).

Nemendur í 1. bekk hlaupa 1 hring með umsjónakennara. (2.5 km).

Við viljum brýna fyrir foreldrum að nemendur séu klæddir eftir veðri, í góðum skóm og fatnaði til hreyfingar. Við hvetjum alla nemendur til að koma með merktan vatnsbrúsa.

Að loknu hlaupi eða frá kl 12:00 ætlar skólinn að bjóða upp á grillaðar pylsur fyrir alla.