Author Archives: Sigríður Marrow
VERTU MEÐ Í LANDSLIÐINU Í LESTRI – VIÐ SETJUM HEIMSMET Í APRÍL
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hleypti um mánaðarmótin af stokkunum lestrarverkefni fyrir þjóðina, þar sem börn og fullorðnir eru hvött til að nýta til lesturs þann tíma sem gefst við núverandi aðstæður.
Lestur er sérstaklega mikilvægur fyrir börn, enda ræðst námsárangur barna að stórum hluta af lesskilningi sem eykst með auknum lestri. Lestur veitir fullorðnum örvandi hvíld frá amstri og áhyggjum dagsins og með lestri aukum við saman veg íslenskrar tungu. Orðaforði eykst, nýjar hugmyndir kvikna, skilningur á lesmáli batnar og þannig skilningur á heiminum öllum. Þá styður aukinn lestur við skapandi störf rithöfunda og þýðenda. Því meira sem við lesum því betra!
Lestrarverkefnið kallast Tími til að lesa. Heitið er dregið af aðstæðunum sem nú eru uppi, þar sem margir hafa meiri tíma en áður til að lesa og þörfin fyrir hugarleikfimi hefur sjaldan verið meiri. Árangurinn er mældur í tíma, þar sem Íslendingar eru hvattir til að skrá allan sinn lestur á vefsíðunni timitiladlesa.is. Þar geta þátttakendur líka fylgst með sameiginlegum lestri þjóðarinnar frá degi til dags. Á næstu fjórum vikum munu þar safnast upp ýmsar upplýsingar um lestur, hugmyndir að lesefni fyrir ólíka aldurshópa, hvatningarmyndbönd frá rithöfundum og öðrum sem segja okkur hvað og hvar þeim finnst gaman að lesa.
Verkefnið mun standa til 30. apríl og að því loknu munum við freista þess að fá afraksturinn skráðan í Heimsmetabók Guinness. Slíkt hefur ekki verið gert áður og því yrði hér um að ræða fyrsta heimsmet sinnar tegundar. Metið gæti orðið viðmið annarra þjóða, eða okkar sjálfra til að bæta með tíð og tíma.
Umgjörð og útlit verkefnisins tekur mið af markmiðinu, þar sem ætlunin er að virkja keppnisskap þjóðarinnar. Merki verkefnisins svipar til merkja íþróttafélaga, keppnistreyjur verða veittar heppnum þátttakendum í lok verkefnisins og leitað verður samstarfs víða til að virkja sem flesta. Ef vel tekst til, gæti verkefnið orðið góður vitnisburður bókaþjóðarinnar Íslendinga um allan heim.
https://www.stjornarradid.is/default.aspx?pageid=e5cf150d-33a7-11e6-80c7-005056bc217f&newsid=d7c41c37-73e6-11ea-9464-005056bc4d74
Þjónustugjöld vegna leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila
Bæjarráð hefur samþykkt neðangreinda tillögu um leiðréttingar á þjónustugjöldum.
(enska og pólska fyrir neðan, english & polski below)
„Þjónustugjöld vegna leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila.
– Í þeim tilvikum sem þjónusta leik- og grunnskóla fellur niður eða skerðist vegna
verkfalls, samkomubanns, veikinda eða sóttkvíar starfsmanna eða af öðrum
sambærilegum ástæðum verða gjöld fyrir viðkomandi þjónustu leiðrétt í samræmi
við hlutfall skerðingarinnar.
– Í þeim tilvikum sem börn geta ekki nýtt sér þjónustu vegna sóttkvíar eða veikinda
verða gjöld leiðrétt hlutfallslega. Ef foreldrar kjósa að nýta sér ekki þjónustu, t.a.m.
með vísan til tilmæla yfirvalda um að foreldrar og forráðamenn haldi börnum sínum
heima ef kostur er á hið sama við.
– Ofangreint nær til þjónustugjalda leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila.
– Ákvörðunin er tímabundin og gildir til loka maí. Endurskoðun fer fram að teknu tilliti
til aðstæðna og verður fyrirkomulagið auglýst að nýju eigi síðar en 15.maí n.k.“
Framkvæmd leiðréttinga:
Frístund: Leiðréttingar vegna mars koma til lækkunar á reikningi 1. apríl vegna frístundar. Leiðréttingar vegna apríl munu koma til lækkunar á reikningi 1. maí.
Mötuneyti: Vegna tímabundinnar lokunar mötuneytis verður ekki innheimt fyrir mötuneyti 1.apríl. Leiðréttingar munu koma fram á reikningi 1. maí.
Service fees for preschools, compulsory schools and after school centres
In instances where the services of preschools, compulsory schools and after schools centres are postponed because of strikes, assembly restrictions, illness or quarantine of employees or other comparable reasons, service fees will be corrected according to the period of postponed service.
In instances where children cannot use the service because of quarantine or illness, service fees will be corrected accordingly. If parents choose not to use services because of the instructions of the authorites the same applies.
The above is about service fees of preschools, compulsory schools and after school centres.
The decision is temporary and valid until the end of May. It will be reviewed according to the circumstances. A new decision will be advertised not later than May 15 2020.
Opłaty za usługi w przedszkolach, szkołach podstawowych i świetlicach.
W przypadku, gdy usługi szkolne i przedszkolne nie są świadczone lub musiały zostać ograniczone z powodu strajku, zakazu zgromadzeń, choroby lub kwarantanny pracowników lub innych związanych z zaistniałą sytuacją powodów, opłata za dane usługi zostanie skorygowana o % zaistniałego ograniczenia.
W przypadkach, gdy dzieci nie mogą korzystać z danej usługi z powodu kwarantanny lub choroby, opłata zostanie skorygowana. Stosowana jest ta sama zasada, jeżeli rodzice lub opiekunowie rezygnują z korzystania z usług z powodu zaleceń władz o tym, aby dzieci zostały w domu w takim stopniu w jakim jest to możliwe.
Wyżej wymienione zasady dotyczą opłat za usługi w przedszkolach, szkołach podstawowych i świetlicach.
Postanowienie to jest tymczasowe i obowiązuje do końca maja. Będzie ono zrewidowane zgodnie z okolicznościami, a nowe postanowienia zostaną ogłoszone nie później niż 15 maja.
Vefsíða fyrir fjarkennslu
Við erum búin að setja upp sérstaka síðu með nauðsynlegum upplýsingum fyrir ykkur nú meðan á samkomubanni stendur og skólastarf er skert. Við setjum inn skipulag skólastarfsins, svör við spurningum sem við höfum fengið, ábendingar um gott og gagnlegt efni o.s.frv.
Hér er tengill á síðuna: bit.ly/salafjarkennsla
Síðan er í stöðugri uppfærslu og erum við enn að vinna í því að setja inn á hana.
Fylgist vel með síðunni.
Netskák
Kópavogsbær hefur blásið til sóknar í skákinni. Boðið verður uppá netskákmót fyrir alla krakka á grunnskólaaldri nokkrum sinnum í viku á meðan aðrar íþróttir/tómstundir hjá nemendum liggja niðri. Hafa nú þegar um 50 nemendur skráð sig í hópinn. Hér eru skrefin sem þarf að fara í gegnum til þess að taka þátt (mjög einfalt): Búa til aðgang á www.chess.com (frítt) Gerast meðlimur í hópnum „Kópavogur- skólar“ https://www.chess.com/club/kopavogur-skolar Skrá sig á mótin sem hægt er að gera allt að 60 mínútum áður en þau hefjast. Næstu mót verða síðan auglýst á forsíðu hópsins inni á chess.com Dagskrá þessa vikuna: Fimmtudagsmót 15:30-16:30: https://www.chess.com/live#r=173296 Laugardagsmót 11:00-12:00: https://www.chess.com/live#r=173302 Skólanetskákmót Íslands 29. mars 17:00 (með öllum skólum á landinu) leiðbeiningar hér: https://www.chess.com/club/skolanetskak |
Verðlaunaafhending fjölgreindaleika
Verðlaunaafhending fyrir fjölgreindaleika 2019. Einnig voru veitt verðlaun fyrir ólympíuhlaupið 2019, 4.bekkur hljóp mest og 10.bekkur þar á eftir. Kennarar þessa árganga tóku á móti viðurkenningunni. Þess má geta að skólinn hljóp samtals 2870 km, sem eru rúmlega 2 hringir í kringum landið.
Myndirnar eru teknar af Daníel Woodard í 9.bekk.








Myndir frá fjölgreindaleikum 2019
Myndir frá fjölgreindaleikum eru loksins komnar inn, teknar af nemanda í skólanum, Daníel.
http://salaskoli.is/myndir/gallery/fjolgreindaleikar-2019/
Lúsía 2019
Það er hefð í Salaskóla að halda upp á Lúsíumessu sem tengist verndardýrðlingnum Santa Lúsíu. Kór Salaskóla, sem skipaður er nemendum úr 3.-7. bekk, sér ávallt um Lúsíuathöfnina undir stjórn tónmenntakennara. Krakkarnir klæðast þá hvítum kyrtlum, hnýta silfurbönd um mitti sér og höfuð og halda á ljósi. Lúsían sjálf er prýdd ljósakransi og með rauðan linda um mitti. Í morgun fór Lúsíugangan um allan skólann með söng og tilheyrandi hátíðleika. Nemendur komu fram á ganga með kennurum sínum og fylgdust með göngunni. Falleg og friðsæl stund í Salaskóla í morgunsárið.
Sjá myndir
Alþjóðlega Hour of code
Alþjóðlega Hour of Code (Klukkustund kóðunar) forritunarvikan verður haldin dagana 9.-15. desember um heim allan. Markmiðið með átakinu er að hver og einn nemandi forriti í a.m.k. eina klukkustund. Átakið hefur náð til yfir 835 milljón þátttakenda í yfir 180 löndum.
Búið er að skrá Salaskóla til þátttöku og munu allir nemendur skólans taka þátt í forritunarvikunni.
Hér má sjá kynningarmyndband um Hour of Code.
Bebras (Bifur) – áskorunin – rökhugsun & tölvufærni
Nemendur í 5.-10.bekk í Salaskóla stefna á að taka þátt í Bebras-áskoruninni að þessu sinni en Bebras tölvuáskorunin 2019 fer fram í vikunni 11.-15. nóvember 2019. Áskorunin er alþjóðlegt verkefni og er henni ætlað að kynna hugmyndafræði og grunnhugsun forritunar (e. computational thinking) fyrir nemendum með því að fá þá til að leysa krefjandi og skemmtileg verkefni.
Bebras var upphaflega stofnað af Prófessor Valentina Dagiene hjá Háskólanum í Vilnius, en Bebras (e. Beaver) er heitið á dýrinu bifur á litháísku. Bebras er ætlað að vekja áhuga nemenda á því að kynnast upplýsingatækni. Valentina ákvað að nýta bifur sem ímynd áskoruninnar vegna þess dugnaðar og fullkomnunaráráttu sem þeir virðast hafa. Bifrar eru duglegir, vinnusamir og gáfaðir; og þeir vinna stöðugt í stíflunum sínum, bæði til að gera þær betri og stærri. Fyrsta Bebras áskorunin var í Litháen árið 2004 en áskorunin hefur stækkað gríðarlega á stuttum tíma og er hún ein fjölmennasta áskorun sem notuð er til kennslu í upplýsingatækni.