Gleðileg jól / Merry christmas

Litlu jól með breyttu sniði í ár. Hver bekkur var inn í sinni stofu í stað jólaballs, en aðeins 1.-4. bekkur (einn bekkur í einu) fór og söng jólalög með Stefáni tónlistarkennara inn í sal.
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og hafið það allra best yfir hátíðarnar með ykkar nánustu. Þetta hafa verið skrítnir tímar – en það má með sanni segja að allir hafa staðið sig vel hér í Salaskóla.

Merry Christmas everyone.

Sigurvegari í Bifur áskoruninni

Atli Elvarsson í 10.bekk var sigurvegari í Bifur (Bebras) áskoruninni á hvorki meira né minna en landsvísu.

Bebras er alþjóðleg tölvuáskorun sem er ætluð að kynna hugmyndafræði og grunnhugsun forritunar.

Við óskum Atla innilega til hamingju.

Myndir af nemendum í 9.bekk sem lentu í sæti innan Salaskóla. (Myndir teknar af Ólafi Orra , nemanda í Salaskóla)

Jólafréttir frá Salaskóla

Lúsían

Í Salaskóla hefur verið hefð að vera með Lúsíumessu sem tengist verndardýrðlingnum Santa Lúsíu. Barnahópur klæðist í hvíta kirtla og gengur syngjandi með kertaljós um ganga skólans. Stundum hafa um 80 börn tekið þátt. Í aðalhlutverki hafa þá verið 4. bekkingar og Lúsían hefur verið valin úr 7. bekk. Lúsían sjálf er prýdd ljósakransi.

Í ljósi aðstæðna breyttum við hefðinni í ár og 4. bekkur sá alfarið um sönginn, búningana og kertin. Þetta er eitt lag sem er sungið nokkrum sinnum. Söngnum var streymt þannig að allir í skólanum gátu fengið dagskránna á skjá í stofunni sinni og einnig foreldrar að þessu sinni. Falleg og friðsæl stund í morgunsárið.

Hér má sjá myndbandið

Jólaþorp og hurðir

Það er einnig hefð hér í Salaskóla að 7.bekkur búi til og setji upp jólaþorp í skólanum. Þetta gera nemendurnir í samstarfi við smiðjukennara skólans. Í ár skreyttu umsjónakennarar með nemendum sínum hurðir af skólastofunum sínum. Ólafur Orri, nemendi í skólanum tók myndirnar af hurðunum fyrir vefsíðu Salaskóla svo að aðrir nemendur í skólanum geti notið – þar sem í ljósi aðstæðna má ekki labba um skólann.

Hér má sjá myndir

Klukkustund kóðunar 2020

Alþjóðlega Hour of Code (Klukkustund kóðunar) forritunarvikan verður haldin dagana 7.-13. desember um heim allan. Markmiðið með átakinu er að hver og einn nemandi forriti í a.m.k. eina klukkustund. Átakið hefur náð til yfir milljarð þátttakenda í yfir 180 löndum.

Búið er að skrá Salaskóla til þátttöku og stefnt er að því að sem flestir nemendur taki þátt í skólanum. Nemendum er frjálst að taka þátt einnig í forritunarvikunni heima og hvetjum við áhugasama til þess að kóða sem mest en mjög margt er í boði.

Bebras (Bifur) áskorunin

Bebras (Bifur) – áskorunin í rökhugsun & tölvufærni

Nemendur í 4.-10.bekk í Salaskóla stefna á að taka þátt í Bebras-áskoruninni að þessu sinni en Bebras tölvuáskorunin 2020 fer fram í vikunni 9.-13. nóvember 2020. Áskorunin er alþjóðlegt verkefni og er henni ætlað að kynna hugmyndafræði og grunnhugsun forritunar (e. computational thinking) fyrir nemendum með því að fá þá til að leysa krefjandi og skemmtileg verkefni.

Bebras var upphaflega stofnað af Prófessor Valentina Dagiene hjá Háskólanum í Vilnius, en Bebras (e. Beaver) er heitið á dýrinu bifur á litháísku. Bebras er ætlað að vekja áhuga nemenda á því að kynnast upplýsingatækni. Valentina ákvað að nýta bifur sem ímynd áskoruninnar vegna þess dugnaðar og fullkomnunaráráttu sem þeir virðast hafa. Bifrar eru duglegir, vinnusamir og gáfaðir; og þeir vinna stöðugt í stíflunum sínum, bæði til að gera þær betri og stærri. Fyrsta Bebras áskorunin var í Litháen árið 2004 en áskorunin hefur stækkað gríðarlega á stuttum tíma og er hún ein fjölmennasta áskorun sem notuð er til kennslu í upplýsingatækni.

Söfnum hausti

Menningarhúsin tóku sig til og græjuðu ljósmyndaleik fyrir vetrarfríið í næstu viku undir yfirskriftinni Söfnum hausti. Þar eru fjölskyldur hvattar til að fara út í haustið – búa til haustkórónur og laufaskúlptúra, virða fyrir sér fugla og útsýni, faðma tré og bregða á leik á ýmsan hátt. Þær taka af sér mynd – eða fá einhvern til að taka af sér mynd – og deila á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #söfnumhausti.

Þess má geta að nokkrir þátttakendur / myndasmiðir munu hreppa glaðning

Hér er hlekkur á leikinn eða sjá mynd hér fyrir neðan

Bleikur dagur þann 16.október

Það er bleikur dagur núna á föstudaginn. Kennarar og starfsfólk skólans ætla því að mæta í bleikum fötum í tilefni dagsins og hvetjum við nemendur til þess að gera það líka. Þannig lýsum við upp skammdegið í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.

https://www.bleikaslaufan.is/um-atakid/bleiki-dagurinn/

Ólympíuhlaup ÍSÍ 2020

Föstudaginn 11.september er Ólympíuhlaup ÍSÍ frá kl. 11:00 -13:00 hér í Salaskóla.
Hlaupið hefst stundvíslega klukkan 11:00 og lýkur klukkan 13:00.Ræst verður í hollum klukkan 11:00. Nemendur á unglingastigi leggja fyrst af stað, næst fer miðstig og síðast yngsta stig.
Hringurinn sem nemendur fara í Ólympíuhlaup ÍSÍ er 2.5 km. Þess má geta að nemendur hlaupa eða ganga sama hring og í fyrra. Vert er að nefna að nemendur geta valið hversu marga hringi þeir hlaupa.

Eftirfarandi reglur eru til viðmiðunar fyrir hvern árgang:

Nemendur í 8. – 10. bekk hlaupa 2-4. hringi (5 – 10 km).

Nemendur í 4. – 7. bekk hlaupa 1-4. Hringi (2.5 – 10 km).

Nemendur í 2. – 3. bekk hlaupa 1-2 hringi (2.5 – 5 km).

Nemendur í 1. bekk hlaupa 1 hring með umsjónakennara. (2.5 km).

Við viljum brýna fyrir foreldrum að nemendur séu klæddir eftir veðri, í góðum skóm og fatnaði til hreyfingar. Við hvetjum alla nemendur til að koma með merktan vatnsbrúsa.

Að loknu hlaupi eða frá kl 12:00 ætlar skólinn að bjóða upp á grillaðar pylsur fyrir alla.