Verðlaunaafhending fjölgreindaleika

Verðlaunaafhending fyrir fjölgreindaleika 2019. Einnig voru veitt verðlaun fyrir ólympíuhlaupið 2019, 4.bekkur hljóp mest og 10.bekkur þar á eftir. Kennarar þessa árganga tóku á móti viðurkenningunni. Þess má geta að skólinn hljóp samtals 2870 km, sem eru rúmlega 2 hringir í kringum landið. 

Myndirnar eru teknar af Daníel Woodard í 9.bekk.

Vinningsliðið með 1306 stig, lið númer 28 – Nafnlausa liðið 
Í öðru sæti var lið númer 8 með 1295 stig – Mygluðu Cheeriosin
Í þriðja sæti var lið númer 3 með 1286 stig – McDonalds

Bestu fyrirliðarnir
4.árgangur fékk viðurkenningu fyrir að hlaupa mest af öllum í Ólympíuhlaupinu
10.bekkur fékk viðurkenningu fyrir að hlaupa mest að meðaltali, 7,5 km

Lúsía 2019

Það er hefð í Salaskóla að halda upp á Lúsíumessu sem tengist verndardýrðlingnum Santa Lúsíu. Kór Salaskóla, sem skipaður er nemendum úr 3.-7. bekk, sér ávallt um Lúsíuathöfnina undir stjórn tónmenntakennara. Krakkarnir klæðast þá hvítum kyrtlum, hnýta silfurbönd um mitti sér og höfuð og halda á ljósi. Lúsían sjálf er prýdd ljósakransi og með rauðan linda um mitti. Í morgun fór Lúsíugangan um allan skólann með söng og tilheyrandi hátíðleika. Nemendur komu fram á ganga með kennurum sínum og fylgdust með göngunni. Falleg og friðsæl stund í Salaskóla í morgunsárið.

Sjá myndir

Alþjóðlega Hour of code

Alþjóðlega Hour of Code (Klukkustund kóðunar) forritunarvikan verður  haldin dagana 9.-15. desember um heim allan.  Markmiðið með átakinu er að hver og einn nemandi forriti í a.m.k. eina klukkustund. Átakið hefur náð til yfir 835 milljón þátttakenda í yfir 180 löndum. 

Búið er að skrá Salaskóla til þátttöku og munu allir nemendur skólans taka þátt í forritunarvikunni. 

Hér má sjá kynningarmyndband um Hour of Code. 

Bebras (Bifur) – áskorunin – rökhugsun & tölvufærni

Nemendur í 5.-10.bekk í Salaskóla stefna á að taka þátt í Bebras-áskoruninni að þessu sinni en Bebras tölvuáskorunin 2019 fer fram í vikunni 11.-15. nóvember 2019. Áskorunin er alþjóðlegt verkefni og er henni ætlað að kynna  hugmyndafræði og grunnhugsun forritunar (e. computational thinking) fyrir nemendum með því að fá þá til að leysa krefjandi og skemmtileg verkefni. 

Bebras var upphaflega stofnað af Prófessor Valentina Dagiene hjá Háskólanum í Vilnius, en Bebras (e. Beaver) er heitið á dýrinu bifur á litháísku. Bebras er ætlað að vekja áhuga nemenda á því að kynnast upplýsingatækni. Valentina ákvað að nýta bifur sem ímynd áskoruninnar vegna þess dugnaðar og fullkomnunaráráttu sem þeir virðast hafa. Bifrar eru duglegir, vinnusamir og gáfaðir; og þeir vinna stöðugt í stíflunum sínum, bæði til að gera þær betri og stærri. Fyrsta Bebras áskorunin var í Litháen árið 2004 en áskorunin hefur stækkað gríðarlega á stuttum tíma og er hún ein fjölmennasta áskorun sem notuð er til kennslu í upplýsingatækni. 

 

Ljósmyndasýning nemenda

Nemendur í 8. og 9. bekk tóku þátt í ljósmyndasamkeppni á degi íslenskrar náttúru og úr varð svo heljarinnar ljósmyndasýning á göngum skólans. Nemendur fengu lista af þemum sem þau máttu velja og tóku myndir sem tengdust þeim.

Þrír voru valdir úr hverjum hóp  og fengu þau myndina sína útprentaða í stórum ramma. Auk þess voru nokkrar aðrar myndir valdar sem þóttu fallegar og voru þær settar í minni ramma.

Við í Salaskóla stefnum á að halda fleiri ljósmyndasýningar enda voru nemendur mjög stoltir að sjá myndirnar sínar upp á vegg í ramma. Þetta vakti einnig mikinn áhuga og athylgi frá öðrum nemendum og kennurum skólans.

Hér má sjá mynd frá sýningunni:

Hér má sjá þær myndir sem voru valdar:

Hið dýrmæta líf – Besta myndin, 9.bekkur

Haust – Besta myndbyggingin, 9.bekkur

Haust – Sú mynd sem lýsti þemanu ,, Haust “ best 9.bekkur

Fram í heiðanna ró – Besta myndin, 8. bekkur

Jörðin og vatnið – Sú mynd sem lýsti því þema best, 8.bekkur

Gult og grænt – Besta myndbyggingin, 8. bekkur

Forvarnarvika 2019

Nú fer í hönd Forvarnarvika frístundardeildar Kópavogs. Salaskóli hvetur alla til að kynna sér þessa frábæru dagskrá vel og láta sig ekki vanta á þessum áhugaverðu fræðslufyrirlestrum. Hér má sjá dagskrána :

Auglýsing_forvarnarvikan 2019

14.október-Félagsmiðstöðin Þeba

Kl. 17:30-18:30 Foreldrafræðsla-rafsígarettur

(Björg Eyflórsdóttir hjúkrunarfræðingur)

Kl. 20:15-20:45 Rafsígarettur-Forvarnarfræðsla

(Björg Eyflórsdóttir hjúkrunarfræðingur)

 21:00-21:30 Svefn og góðar svefnvenjur

(Erla Björnsdóttir sálfræðingur)

14.október – Félagsmiðstöðin Boðinn

Kl. 14:00-Heilbrigður lífstíll

(Geir Gunnar Markússon næringafræðingur)

16.október- Félagsmiðstöðin Pegasus

Kl. 20:00-22:00 Sjálfsstyrking

(Bjarni Fritzson rithöfundur og fyrirlesari)

(Kristín Tómasdóttir rithöfundur og ráðgjafi)

17.október – Ungmennahúsið Molinn

Kl. 20:00-22:00 Eitt líf-Eðli og umfang

(Fyrirlestur og umræður, fræðslu átakið Eitt líf)

 

 

 

Skilaboð frá leynileikhúsinu

Skilaboð frá leynileikhúsinu:

Kæru foreldrar og forráðafólk leynileikara í Salaskóla.

Leynileikhúsið heldur áfram uppteknum hætti og er með námskeið í Salaskóla á haust önn 2019

Opnað hefur verið fyrir skráningu á https://leynileikhusid.felog.is/

SALASKÓLI Á FÖSTUDÖGUM / hefst 13.september
Kl. 14.00-15.00 / 2.-4. bekkur / almennt námskeið / kennt í stofu F5 á rauða gangi

Eldri nemendum er bent á námskeið Leynileikhússins í samstarfi við LK á miðvikudögum

Í Leynileikhúsinu er leikgleðin ávallt höfð að leiðarljósi. Farið er í grunnatriði leiklistar með hjálp leikja og æfinga. Lögð er áhersla á spuna og mikilvægi persónusköpunar, að gefa skýr skilaboð, hlustun, einbeitingu og samvinnu. Leiklist eykur samskiptahæfni, núvitund og sköpunarkraft barna.

Almenn námskeið: Kennt er einu sinni í viku í 1 klst. í senn en í lok annarinnar eru 11. og 12. tími kenndir saman og enda með sýningu í leikhúsi. Ungu leikararnir fá búning og leikhúsförðun og aðstandendur geta komið og séð börnin blómstra á alvöru leiksviði.

Allir kennarar Leynileikhússins eru starfandi sviðslistamenn með háskólamenntun í listum og góða reynslu af leiklistarkennslu og vinnu með börnum.

Námskeiðsgjöld:
Almennt námskeið er kr. 32.700.-.
Allur kostnaður er innifalinn í verðinu. Leynileikhúsið tekur á móti frístundakorti Reykjavíkurborgar og öðrum tómstundastyrkjum bæjarfélaga höfuðborgarsvæðisins. Aðeins 12 nemendur eru í hverjum hópi.

Endilega hafið samband við okkur í síma 864-9373 eða í gegnum netfangið info@leynileikhusid.is ef þörf er á frekari upplýsingum eða hjálp við skráningu.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Bestu leikgleðikveðjur;
Leynileikhúsið.