Lúsíuhátíð 2021

Í Salaskóla hefur verið hefð að vera með Lúsíumessu sem tengist verndardýrðlingnum Santa Lúsíu. Barnahópur klæðist í hvíta kirtla og gengur syngjandi með kertaljós um ganga skólans. Stundum hafa um 80 börn tekið þátt. Í aðalhlutverki hafa þá verið 4. bekkingar og Lúsían hefur verið valin úr 7. bekk. Lúsían sjálf er prýdd ljósakransi.

Í ljósi aðstæðna breyttum við hefðinni (annað árið í röð) og 4. bekkur sá alfarið um sönginn, búningana og kertin. Við ákváðum að breyta aðeins hátíðinni í ár og bæta við fleiri söngatriðum inn fyrst við vorum nú að hafa fyrir því að stilla öllum tækjum og tólum upp.

Þessa fallegu jólastund sáu 10.bekkur um í þemavinnu.Þau sáu um allt skipulag, upptökur, skreytingar, að finna skemmtiatriði og að lokum streyma inn í allar stofur skólans. Úr varð þessi fallega og friðsæla stund í morgunsárið. Stöð tvö þarf að fara vara sig.

Hér má sjá myndbandið : https://www.youtube.com/watch?v=TzxxnI33vpE

Og nokkrar myndir frá hátíðinni

Bebras

Í ár var Salaskóli með flesta þátttakendur af þeim skólum sem tóku þátt á Íslandi, annað árið í röð 🎉 Alls tóku 355 nemendur í 3.-10.bekk þátt, sem er mjög vel gert og vil ég þakka öllum þeim sem lögðu sitt af mörkunum🙏 Ekki nóg með það heldur var nemandi í 3. og 8.bekk í Salaskóla með hæsta skor á landsvísu í sínu erfiðleikastigi sem er frábær árangur 👏👏👏

Hér má sjá sigurvegarana í 8.bekk en Óðinn var í fyrsta sæti og með hæsta skor á landsvísu í sínum flokki með 123 stig.

(Bebras (e. Beaver) áskorunin er alþjóðlegt verkefni sem felst í að auka áhuga á upplýsingatækni og efla rökhugsun og tölvufærni (e. Computational thinking) meðal nemenda á öllum skólastigum)

Afmælishátíð Salaskóla

20 ára afmæli Salaskóla var haldið hátíðlega í dag. Dagskráin hefur breyst mikið upp á síðkastið vegna smithættu og var hún að mestu hólfaskipt. 

Skipulagið hefur verið í höndunum á 10.bekk. Þau meðal annars hafa unnið hörðum höndum að því að setja upp Salaskóli got talent fyrir miðstigið, sem var streymt beint inn í allar stofur. Þau lögðu blóð, svita og tár í þetta og erum við að springa úr stolti. Einnig var sett upp ljósmyndasýning – tímaás með myndum frá þessum 20 árum, sem var einnig í höndum nemenda. 

Til hamingju allir nemendur, kennarar, foreldrar og starfsfólk með daginn. Það er fólkið sem gerir skólann eins flottann og hann er !

Myndbandið frá hæfileikakeppninni verður deilt eins fljótt og hægt er en endilega njótið þess að horfa á þetta tónlistarmyndband sem Ólafur Orri, nemandi í 10.bekk gerði í tilefni afmæli skólans. 

solin.jpg

Sumaropnanir félagsmiðstöðva Kópavogs

Í sumar verða félagsmiðstöðvar Kópavogs með opnanir fyrir unglinga sem voru að klára 7.-10.bekk. Er það í annað sinn sem við verðum með sumaropnanir en í fyrra gáfust þær mjög vel. Sumaropnun félagsmiðstöðva verður frá 7.júní til 9.júlí. Dagskráin verður gerð í samvinnu við unglinga og starfsfólk. Við munum halda úti dagopnunum, kvöldopnunum og sértæku hópastarfi í samstarfi við Vinnuskóla Kópavogsbæjar. Öll nánari dagskrá verður auglýst á instagram síðu okkar (felagsmidstodinfonix) og einnig verður hún send út í tölvupósti.

Einnig verða sumarsmiðjur fyrir þau sem voru að klára 4.-7.bekk í félagsmiðstöðvum Kópavogs og má skrá sig í þær óháð búsetu, upplýsingar og skráning eru á http://sumar.kopavogur.is/



Flakkandi félagsmiðstöð er svo nýsköpunarverkefni sem unnið er í tengslum við styrk frá Félagsmálaráðuneytinu og fer fram dagana 19.júlí-4.ágúst. Nánari upplýsingar um dagskrá Flakkandi félagsmiðstöðvar verður send út síðar.

Gleðilegt sumar

Það hefur verið mikið um að vera síðustu daga, vorhátíðir, útskrift 10.bekkinga og nú í dag og í gær skólaslit.

Við óskum ykkur gleðilegs sumars. Þið eigið yndislega krakka
sem hafa allir staðið sig vel í vetur. Við hlökkum til að taka á móti þeim í haust.

Með bestu kveðjum,
Salaskóli

 

Mislitir sokkar á föstudag í tilefni Downs-dagsins

Sunnudaginn 21. mars nk er alþjóðlegi Downs dagurinn. Markmiði dagsins er að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin er táknræn að því leyti að hún vísar til þess að Downs-heilkenni orsakast af auka litning í litningi 21, þ.e. 3 eintök af litning 21 – 21.03.

Við í Salaskóla erum stolt af því að í skólanum eru nokkrir nemendur með Downs-heilkenni og við ætlum að halda upp á daginn núna á föstudaginn þ.e. 19. mars. Við mælumst til þess að bæði nemendur og starfsfólk mæti í mislitum sokkum þann dag og fögnum fjölbreytileikanum á táknrænan hátt.

Samrómur – lestrarkeppni grunnskóla

Samrómur – lestrarkeppni grunnskóla

Í fyrra tók Salaskóli þátt í lestrarkeppni Samróms og hafnaði í öðru sæti í
æsispennandi keppni. Nemendur, starfsfólk, foreldrar og systkini voru dugleg að taka þátt
sem skiluðu okkur þessum glæsilega árangri og 5 Sphero Bolt vélmönnum. Í ár ætlum við
að taka þátt í annað sinn og munu nemendur okkar fá tækifæri til að taka þátt á skólatíma en
frábært væri ef þeir myndu líka taka þátt heima. Allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til
að taka þátt í nafni skólans. Lestrarkeppni Samróms stendur einungis yfir í viku,
dagana 18.-25. janúar.

Samrómur er heiti samvinnuverkefnis sem snýr að því að safna röddum Íslendinga til að
búa til opið gagnasafn fyrir notkun á íslensku í upplýsingatækni þannig að tölvur geti skilið
íslensku. Lestrarkeppnin er því liður í því að safna röddum fyrir verkefnið. Upptökurnar af
lestrinum eru síðan notaðar til þess að kenna tölvum og tækjum að skilja málið.

Takið þátt, ferlið er einfalt og mjög fljótlegt.
1. Farið inn á þessa vefslóð: https://samromur.is/tala
2. Veljið hversu margar setningar þið viljið lesa.
3. Veljið Salaskóla , setjið inn aldur, kyn og móðurmál.
4. Staðfestið skilmálana og persónuverndaryfirlýsingu verkefnisins.
5. Ýtið á ,,Áfram”.
6. Lesið góðu ráðin, hakið við ,,Sleppa þessum glugga næst” og ýtið á ,,Áfram”.
7. Ýtið á hljóðnemann og lesið setninguna sem birtist á skjánum. Ýtið á pásu þegar
þið hafið lokið við að lesa setninguna. Til að lesa næstu setningu ýtið þið á
hljóðnemann og svo koll af kolli.
8. Þegar þið hafið lokið við að lesa inn allar setningarnar ýtið þá á ,,Senda”.

Staða keppninnar er síðan birt jafnóðum á stigatöflu sem er aðgengileg inni á heimasíðu
verkefnisins. Við hvetjum nemendur, foreldra, systkini og starfsmenn til þess að
lesa inn fyrir Salaskóla og telst hver lesin setning vera stig fyrir skólann. Hver
þátttakandi má taka eins oft þátt og hann vill, því fleiri setningar því fleiri stig.
Þetta getur nýst börnum sem góð æfing í lestri, sér í lagi þar sem hægt er að hlusta á sína
eigin upptöku og meta hvort hún hafi verið rétt lesin.

Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, munu hleypa keppninni af
stokkunum, verða verndarar hennar og veita verðlaun að henni lokinni. Hér má einmitt
sjá myndband þar sem forsetahjónin segja frá keppninni og senda kveðju til landsmanna
og hvetja alla til að taka þátt í þessu mikilvæga átaki til að styðja við tungumálið okkar.
Ef þið viljið síður að ykkar barn/börn taki þátt í lestrarkeppni grunnskólanna þá megið
þið endilega láta okkur vita af því annars gerum við ráð fyrir því að allir megi taka þátt.

Ljáðu íslenskri tungu rödd þína. Það er á okkar valdi að alltaf megi finna svar á
íslensku.