Salaskóli með þrjú lið á topp 10

Nú er lokið Íslandsmóti barnaskólasveita í skák. Alls kepptu 41 lið frá flestum skólum á höfuðborgarsvæðinu og einnig frá Vestmanneyjum. Því miður komu ekki lið frá öðrum stöðum af landsbyggðinni. En alls voru 16 lið frá grunnskólum í Kópavogi. Salaskóli sendi 6 lið og náði eftirfarandi árangri:

 

A lið Salaskóla náði 5 sæti í flokki a liða eftir að hafa verið í toppbaráttu allt mótið. Gjörsigraði m.a. lið Vestmanneyinga 4:0 en lenti í smá óheppni á lokasprettinum.

B lið Salaskóla varð Íslandsmeistari B liða.

C lið Salaskóla var næst besta C liðið

D lið Salaskóla varð Íslandsmeistari D liða.

E lið Salaskóla varð Íslandsmeistari E liða.

F lið Salaskóla varð Íslandsmeistari F liða.

 

Þrjú lið frá Salaskóla komust á topp 10 og öll liðin okkar fengu 50% vinningshlutfall eða hærra en það einstakur árangur sem sýnir hversu mikil breidd er hjá krökkunum okkar.Neðsta liðið okkar skildi t.d. 8  A lið eftir fyrir neðan sig.

Nánar um einstök úrslit sjá hér.

 

Framundan eru nokkur spennandi skákmót sem margir krakkar hafa áhuga á að sækja. T.d. Skákbúðir Fjölnis í Vatnaskógi  helgina 9. – 10. apríl 2011. Og síðast en ekki síst Áskorendaflokkur Skákþings Íslands 2011sem fram fer 15.-24. apríl í félagsheimili TR,  Þar geta keppendur reynt með sér í alvöru kappskák og reynt að ná sér í Elo stig. Umhugsunartími: 90 mín. + 30 sek. til að ljúka. En hér þarf að skrifa skákirnar niður á sérstök eyðublöð. Skráningu skal senda í tölvupósti á skaksamband@skaksamband.is eða tilkynna í síma 568 9141 virka daga kl. 10-13 í síðasta lagi 11. apríl 2011.  Einnig er hægt  að skrá sig beint á Skák.is. Sjá neðst á þessari síðu: http://www.skaksamband.is/?c=webpage&id=448

Allir í skólanum hlustuðu


Allir nemendur Salaskóla  lögðu við hlustir í morgun þegar ný íslensk smásaga var flutt á Rás 1. Alþjóðasamtökin IBBY (The International Board on Books for Young People) fagna degi barnabókarinnar í dag en markmið þeirra samtaka er að vekja athygli á sameiningarmættinum sem býr í barnabókmenntum. Í tilefni dagsins var ný saga eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, barnabókahöfund, lesin upp í útvarpinu. Sagan á að höfða til allra aldurshópa en hún segir af systkinunum Hörpu og Val sem lenda í ýmsum ævintýrum á leiðinni í skólann. Eftir sögulesturinn spunnust góðar umræður í bekkjunum um efni sögunnar.   

Hlaðnir verðlaunum eftir Íslandsmót grunnskólasveita


Íslandsmót grunnskólasveita í skák 2011 var haldið helgina 19. og 20. mars 2011. Fulltrúar Salaskóla komu  heim  hlaðnir verðlaunum eftir  frækinn árangur. Myndir

                                                                               

A lið Salaskóla                         B lið Salaskóla
32,5 v Silfur í A flokki              18,5v  Brons í B Flokki

1 Guðmundur Kristinn              1 Hildur Berglind

2 Birkir Karl Sigurðs.               2 Jón Smári Ólafs.  

3 Eyþór Trausti Jóhanns           3 Garðar Elí Jónas. 

4 Hilmir Freyr Heimis.              4 Arnar Steinn        

1v Baldur Búi Heimis.   
                                                          

C lið Salaskóla                         D lið Salaskóla
18,0v Gull í  flokki C                 15,5 v Gull í flokki D

1 Helgi Tómas                          1 Kjartan Gauti       

2 Jón Otti                                 2 Óðinn Þorvalds.s

3 Tinna Ósk                             3 Axel Oli

4 Róbert Örn                            4 Sindri Snær Hj.    

                                                                               

E lið Salaskóla                         F lið Salaskóla
15 v Gull í flokki E liða              9,5 v Gull í F liða     

1 Aron Ingi Woodard                1 Breki Freysson    

2 Benedikt Árni Björnsson        2 Vilhelm Þráinn

3 Dagur Kárason                     3 Gísli Gottskálk

4 Jóhann Ágúst Ólafsson          4 Sindri Snær Kr.

 

Enginn skóli sendi jafn marga keppendur og Salaskóli og sýndu krakkarnir góða  framkomu  og  einstaklega góðan árangur. Sigurvegari A liða var Rimaskóli sem sigraði Salskóla í innbyrðis viðureign 2,5v gegn 1,5 v  A liðið okkar sigraði alla aðra andstæðinga  með  miklum  yfirburðum  og  þessi  tvo lið voru í algerum sérflokki. B liðið okkar var hreinlega óheppið með andstæðinga miðað við önnur B lið og hafnaði í þriðja sæti B liða. Hin liðin okkar fengu öll gull, hvert í sínum flokki. En Norðurlandamót grunnskólasveita verður í ár á Íslandi og ef Færeyingar senda ekki lið geta íslendingar sent tvö lið til keppni þannig að A lið Salaskóla getur farið að undirbúa sig fyrir Norðurlandamót í fjórða sinn.
( Færeyingar hafa ekki sent lið síðustu árin, ef þeir verða með þurfum við að víkja fyrir þeim. )

 

Heildarúrslit allra liða er hægt að sjá á vefsíðunni:
http://chess-results.com/tnr46313.aspx

Myndir frá mótinu eru hér.

Minnum á Íslandsmót barnaskólasveita sem verður helgina 2. og 3. april  þar mun Salaskóli sýna öflugustu keppnisliðin sín skipuðum krökkum úr 1. til 7. bekk.

Sérstakt úrtökumót vegna skipulags keppnisliða verður mánudaginn 28. mars nk. í Salaskóla.

Góður árangur skólans í meistaramóti Kópavogs


Meistaramót Kópavogs í skólaskák var haldið fimmtudaginn 17 mars sl í Álfhólsskóla. Salaskóli sendi marga til leiks, 10 keppendur voru í yngri flokki og 16 nemendur í þeim eldri sem er aðsóknarmet hjá okkur. Gengi nemenda okkar var mikið og gott og má lesa  nánar um úrslitin hér fyrir neðan. Á myndinni er Hilmir Freyr sem var í öðru sæti og hlaut 6 vinninga af 7 mögulegum. 

 

 

Helstu úrslit úr yngri flokki ( 1. til 7. Bekkur)

Salaskóli sendi 10 keppendur til leiks í yngri flokki (1.-7. bekkur) og röðuðu 4 þeirra sér á meðal efstu 10 sem sýnir mikla breidd og jafna getu í okkar hóp. Hilmir Freyr tók silfrið fast á hæla unga skáksnillingsins Vignis Vatnar úr Hörðuvallaskóla.

Listinn yfir efstu 10.
Röð        Nafn                       Vinn 
1|Vignir Vatnar Stefánsson  7

 2|Hilmir Freyr Heimisson 6 

 3|Róbert Leó Jónsson      6

 4|Dawid Pawel Kolka        6

 5|Felix Steinþórsson         6

 6|Atli Snær Andrésson      6

 7|Hildur Berglind Jóhanns. 5

 8|Helgi Tómas Helgason 5

 9|Arnar Steinn Helgason  5

10|Andri Árnason  5

 

Fulltrúar Kópavogs á kjördæmismóti úr yngri flokki verða því Vignir Vatnar úr Hörðuvallaskóla og Hilmir Freyr úr Salaskóla.  Aldrei áður hafa jafn ungir meistarar raðað sér í efstu sætin á Kópavogsmóti.

 

Mótsstjóri var Smári Rafn Teitsson.

Keppendur voru 54

Úrslit úr eldri flokki ( 8. Til 10. Bekkur )

Alls mættu 16 keppendur til leiks í unglingaflokki sem er nýtt aðsóknarmet hjá okkur. Tefldar voru 8 umferðir með 10 min umhugsunartíma.

Eins og í yngri flokki röðuðu 4 af okkar keppendum sér á topp 10 og þar af tókum við 3 efstu sætin. Fjórða sætið vann síðan fyrrum Salaskólanemandi Kristófer Orri Guðmundsson

Listi yfir efstu 10:

Röð          Nafn:                                      Vinn

1  Guðmundur Kr 10b Salaskóla             7

2  Birkir Karl 9b Salaskóla                       6

3  Eyþór Trausti 8b. Salaskóla                6

4  Kristófer Orri  8.b. Vatnsenda            6

5  Ingó Huy  9-b Smáraskóla                  5

6  Þormar Leví 9b Salaskóla                  4

7  Axel Máni   10.b Vatnsenda                4

8  Hinrik Helgason 10.b vatnsenda         4

9  Óttar Atli Ottósson 10.b Vatnsenda    4

10 Tam 9b Álfhólsskóla                           4

 

Guðmundur Kristinn sigraði en jafnir í 2 til 4 sæti voru Birkir Karl, Eyþór Trausti og Kristófer.

Birkir Karl varð annar þar sem hann var efstur að stigum en Eyþór og Kristófer tefldu einvígi um brosnið. Fór svo að Eyþór sigraði Kristófer.

Fulltrúar Kópavogs á Kjördæmismóti í eldri flokki eru því félagarnir Guðmudur Kristinn Lee og Birkir Karl Siguðrsson úr Salaskóla.

 

Salaskóli hrósar því sigri í unglingaflokki þetta árið.

Móttsjóri var Tómas Rasmus.

 

Með kærri skákkveðju.

Tómas Rasmus kennari Salaskóla.        

laugar_i_saelingsdal2

Níundubekkingar á Laugum


Undanfarin ár hafa 9.bekkingar í skólanum sótt Lauga í Sælingsdal heim. Ungmennafélag Íslands rekur skólabúðirnar. Hvert námskeið stendur í viku og er farið á mánudagsmorgni og komið heim til baka á föstudagseftirmiðdegi. Aðstaða er öll hin glæsilegasta. Nú er komið að nemendum okkar í kjóum og krummum að dvelja á Laugum og spenningurinn leyndi sér ekki þegar þau hoppuðu upp í rútuna þennan morguninn en með í för eru kennararnir Guðrún Helga og Rannveig. Dagskrá daganna samanstendur af skipulögðum viðfangsefnum tengdum lífsleikni, lifandi sögu, íþróttum og útivist og frjálsum tíma síðdegis ásamt kvöldvökum. Við vonumst eftir fréttum af þeim þegar líður á vikuna.

Útikennslustofa í Smalaholti

5. nóvember var sameiginleg útikennslustofa Salahverfis opnuð.   Það eru skólarnir Fífusalir, Rjúpnahæð og Salaskóli sem hafa sérstaka aðstöðu þar og sjá um stofuna.

Stofan er neðarlega í Smalaholti út frá götunni Örvasölum.  Hægt er að komast að stofunni frá Salaskóla um undirgöng undir Fífuhvammsveg og ganga stíg sem fer í gegnum golfvöllinn. Hún er merkt með rauðum hring inn á kortið.

Viðveru í útikennslustofunni þarf að panta. Aðgangur hefur verið sendur til þeirra sem hlut eiga að máli. Hér sést hvað hefur verið pantað og hvað er laust.   

Pantið hér

 

Hugmyndabanki fyrir útikennslu



 

Vefsíður: 

Komdu og skoðaðu

Landakort

Fjaran og hafið

Plöntuvefurinn

Fuglavefurinn

Náttúruskóli Reykjavíkur

Veðurstofa Íslands 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Áhugaverðar innlendar slóðir fyrir útikennslu:
Verkefnabankinn: LESIÐ Í SKÓGINN

Áhugaverðar erlendar slóðir fyrir útikennslu:

Uteskole

Tips til uteskole

Uteskoleveven

Den naturlige skolesekken

Skoven i í skolen

Nature detectives  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

books

Námsefni:

Útikennsluverkefni í Salaskóla

Þar á ég heima. Námsefni um náttúru Kópavogs

Veðrið – hvað er nú það? 

Öskudagsgaman – fullt af myndum

Líf og fjör var í Salaskóla í dag, öskudag, en þá mættu nemendur í grímubúningum í skólann og glímdu við hin margvíslegu verkefni. Í salnum var m.a. sungið, dansað og farið í húllakeppni en í kennslustofum og íþróttasal voru ýmsar stöðvar í gangi sem nemendur kíktu á. Það var t.d. hægt að búa til kókoskúlur, snúa vinabönd, spila og láta mála sig svo fátt eitt sé nefnt. Krakkarnir undu hag sínum vel og mikil stemmning var í skólanum meðan á þessu stóð. Endað var á pylsuveislu þar sem allir gæddu sér á pylsum með tilheyrandi meðlæti við pylsuvagnana sem staðsettir voru víða um skólann. Nemendur voru svo leystir út með nammipoka sem foreldrafélagið splæsti á þá og fóru heim með bros á vör eftir hádegið. Myndir voru teknar sem sýna svo sannarlega hversu glaðir krakkar voru í Salaskóla þennan morguninn. Sjá myndband frá söng yngstu nemenda í salnum.

  

Salaskóli sigrar í elsta og yngsta flokki á Kópavogsmeistaramótinu

Sveitakeppni grunnskóla í skák í Kópavogi var mánudaginn 7. mars 2011 í Salaskóla. Keppnin hófst með skráningu kl 13:40.  Mótið fór síðan í gang  kl 14:30. Tefldar voru 5 umferðir. Keppt var í 4 manna liðum og mátti hvert lið hafa 1 til 2 varamenn. Keppt var einnig í þremur aldurshólfum. Þannig:  
1.-.4 bekkur  Yngsta stig
5.-.7 bekkur  Miðstig
8.-.10 bekkur Unglingastig.
Hvert lið er skipað keppendum úr viðkomandi aldurshólfi en leyfilegt er að færa yngri nemendur upp í eldri aldurshólf til að tryggja fullskipuð lið á hverju stigi fyrir sig. Alls mættu 40 lið til keppninnar og hefur annar eins fjöldi skákmanna aldrei sést í Kópavogi.

 

 

Keppendur komu frá Álfhólsskóla, Hörðuvallaskóla, Kársnesskóla, Lindaskóla, Salaskóla, Smáraskóla, Snælandsskóla og Vatnsendaskóla.

Mótið var styrkt af  Skákstyrktarsjóði Kópavogs og afhenti Hafsteinn Karlsson skólastjóri Salaskóla verðlaun fyrir bestan árangur. Mótsstjóri var Tómas Rasmus. Skádómarar voru Helgi Ólafsson og Smári Rafn Teitsson

Helstu úrslit:

Efstu 3 unglingalið flokki A liða:

1. Salaskóli Ung A lið            18 vinningar

2. Vatnsendaskóli Ung A lið      14 vinningar

3. Smáraskóli Ung A lið            12, 5 vinningur

 

Efstu 3 miðstigsliðin í Flokki A liða:

1. Álfhólsskóli Mið A lið          17 vinningar  39,5 bhols stig

2. Salaskóli Mið A lið           17 vinningar  39 bhols stig

3. Vatnsendaskóli Mið A lið     17 vinningar  28 bhols stig

 

Efstu 4 yngstastigsliðin í flokki A liða

1. Salaskóli Yngsta A lið       14 vinningar

2. Smáraskóli Yngsta A lið        12,5 vinningur     hlutkesti

3. Hörðuvallaskóli Yngsta A lið  12,5 vinningur     hlutkesti

4. Snælandsskóli Yngsta A lið   12,5 vinningur     hlutkesti

 

Besta B lið í unglingaflokki:

Lindaskóli Ung B lið                   11,5 vinningur

Bestu B og C lið á miðstigi:

Salaskóli Mið B lið                     14 vinningar

Salaskóli Mið C lið                     10 vinningar

 

Bestu B, C, D og E lið á Yngsta stigi:

Salaskóli Yngsta B lið               11,5 vinningur

Kársnesskóli Yngsta C lið              9 vinningar


Salaskóli Yngsta D lið
               9,5 vinningur

Kársnesskóli Yngsta E lið              8 vinningar