IMG_0146

Góðir gestir í heimsókn

IMG_0146
Mjög oft fáum við góða gesti í heimsókn til okkar hingað í Salaskóla. Fyrir stuttu síðan kom Birgitta E. Hassell sem er annar höfundur bókaflokksins um Rökkurhæðir og las upp úr bókinni Rökkurhæðir – gjöfin fyrir nemendur í 7. bekk. Nemendur hlustuðu með athygli og gerðu góðan róm að sögunni.

Auður Þórhallsdóttir kom svo í dag og heimsótti nemendur í 2. og 3. bekk og kynnti fyrir þeim bók sína Sumarið með Salla sem segir frá hrafnsunganum Salla sem systkinin Lóa og Haukur finna í sveitinni. Margt skondið getur komið fyrir þegar lítill hrafnsungi er annars vegar. Krakkarnir nutu þess að hlusta á Auði lesa upp úr bók sinni.  Það er kærkomið að fá slíkar heimsóknir og mikil tilbreyting fyrir nemendur. 

Salaskoli_Mistig_skakmot_2013__Kriubardaginn

Undankeppnin í skák – 2. riðill

Salaskoli_Mistig_skakmot_2013__Kriubardaginn
Nú er lokið öðrum riðli í undankeppni fyrir bekkjamót Salaskóla í skák 2013.  
Föstudaginn 06.12.2013 kepptu 14 lið frá miðstigsbekkjunum sem eru krakkar úr 5.- 7. bekk. 
Heildarúrslit urðu þessi:

Röð      Heiti liðs                        vinningar

1..2       7b Kríur A                      19

1..2       7b Mávar A                    19

3          7b Kríur B                       17,5

4          6b Súlur A                      16

5          7b Ritur A                      14,5

6          5b Spóar A                     14

7..8       7b Mávar B                    12,5

7..8       5b Jaðrakanar A             12,5

9          6b Svölur A                    12

10         6b Súlur B                     10

11         5b Spóar D                    7

12         5b Spóar B                    5,5

13         5b Jaðrakanar B             4,5

14         5b Spóar C                    4

Sigurliðin Kríur A og Mávar A voru feiknasterk og sýndu flest liðin frábæra taflmennsku. Í toppliðinu Kríur A voru kapparnir: Jason, Aron og Ágúst. Í toppliðinu Mávar A voru kapparnir: Róbert, Kjartan, Andri og Breki

Bestum árangri pr. árgang náðu þessir:

7b. Kríur og Mávar voru hnífjöfn.
6b. Súlur A
5b. Spóar A

Næstkomandi föstudag keppir unglingastigið eða 13.12. 2013, kl: 8:10 til 12:00, 7 umferðir 2x10min. Úrslitakeppnin verður háð eftir hádegi 13.12.2013  Frá kl. 12:30 til 15:30, 7 umferðir 2×10 min. Þá mæta efstu fjögur liðin úr unglingastiginu ásamt eftirfarandi liðum: Tjaldar A , Tildrur A, Vepjur úrval,  Músarindlar A, Kríur A, Mávar A, Kríur B, Súlur A, Ritur A, Spóar A, Mávar B og Jaðrakanar A.

Mótsstjóri er Tómas Rasmus.

Salaskoli_Yngsta_stig_skakmot_2013_Myndin_

Teflt af miklu kappi í undankeppninni

Salaskoli_Yngsta_stig_skakmot_2013_Myndin_Nú er lokið fyrsta riðli í undankeppni fyrir bekkjamót Salaskóla í skák 2013. Föstudaginn 29.11.2013 kepptu 24 lið frá yngsta stigi sem eru krakkar úr 1. – 4. bekk.

Heildarúrslit urðu þessi:

Röð      Heiti liðs                        vinningar

1          4b Tjaldar A                   11,5

2          4b Tildrur A                    10,5

3..4       4b Vepjur B                   9,5

3..4       2b Músarindlar A            9,5

5          4b Vepjur A                    8

6..9       4b Tjaldar C                   7

6..9       4b Tildrur C                    7

6..9       3b Lóur A                      7

6..9       3b Lóur B                      7

10..12   4b Tildrur B                   6,5

10..12   3b Hrossagaukar A         6,5

10..12   2b Sólskríkjur A             6,5

13..16   4b Tjaldar B                  5,5

13..16   3b Hrossagaukar C        5,5

13..16   3b Hrossagaukar B        5,5

13..16   1b Steindeplar A            5,5

17..18   4b Tildrur D                  5

17..18   3b Þrestir B                   5

19..20   1b Sandlóur A               4,5

19..20   1b Maríuerlur A             4,5

21..23   2b Sólskríkjur B             3

21..23   2b Músarindlar B           3

21..23   2b Glókollar A               3

24         3b Þrestir A                  2

Sigurliðið Tjaldar A vann allar sínar viðureignir nema eina en það var jafntefli.

Í liði Tjalda A voru þessir kappar:

Gísli Gott, Anton Fannar, Pétur og Fannar.

Bestu árangri pr. árgang náðu þessir:

 1.  bekkur: Steindeplar A

 2.  bekkur: Músarindlar A

 3.  bekkur: Lóur A og Lóur B

 4.  bekkur: Tjaldar A

Næst komandi föstudag keppa miðstigsbekkirnir eða 6.12.2013. Síðan koma unglingarnir þann 13.12.2013 og úrslita keppnin verður háð eftir hádegi 13.12.2013, en þá keppa 4 efstu liðin úr hverjum riðli. Þá mæta Tjaldar A , Tildrur A,  Vepjur B og  Músarindlar A ásamt toppunum úr hinum riðlunum. Þessi keppni hefur verið haldin árlega í Salaskóla í 10 ár og aldrei hafa jafn margir krakkar keppt. Um 80 börn voru mætt til leiks í morgun og er það alger metþátttaka.

Móttstjóri var Tómas Rasmus honum til aðstoðar Bára Dröfn Árnadóttir.

mavar

Lestrarkeppninnni LESUM MEIRA lokið

mavar

Undanfarnar fjórar vikur hafa bekkirnir á miðstigi verið að keppa saman í lestrarkeppninni LESUM MEIRA. Markmið keppninnar er að nemendur verði víðlesnari, auki við orðaforða sinn og að áhugi á bóklestri eflist. Frá skólabyrjun hafa krakkarnir verið að undirbúa sig fyrir keppnina með því að lesa bækur af ákveðnum lista sem gefinn er upp. Á honum eru valdar bækur sem eru við flestra hæfi og auðvelt er að nálgast, 16 íslenskar skáldsögur, 6 þjóðsögur og 3 endursagðar Íslendingasögur.

Krakkarnir hafi verið iðin við lesturinn, jafnt í skólanum sem heima, og komið vel lesin til keppni. Bekkir eru dregnir saman til að keppa í átta liða úrslitunum sem endar þannig að tveir bekkir standa eftir og keppa til úrslita. Hver bekkur fékk úthlutað ákveðnum lit sem liðin skreyttu sig með í keppni auk hvatningarorða og söngva. Keppnin er ekki ólík skipulagi Útsvarsins en spurningar eru bæði úr þeim sögum sem lesnar voru en einnig reynir á almenna þekkingu og vitneskju  úr heimi bókmenntanna auk leikhæfileika. Keppnirnar voru afar spennandi og jafnar og oft munaði ekki nema einu stigi á milli liða.  Í ár kepptu mávar og kríur til úrslita þar sem mávar fóru með sigur af hólmi og héldu titlinum frá því í fyrra. 

Í raun má segja að allir þeir nemendur á miðstigi sem lásu meira en venjulega séu siguvegarar því þeir náðu  því aðalmarkmiði keppninnar að verða víðlesnari. Í lokin er ekki úr vegi að nefna að upphaflega var LESUM MEIRA samstarfsverkefni forstöðumanna skólabókasafnanna í Kópavogi sem hefur þróast eftir ákveðnum leiðum í hverjum skóla fyrir sig. Sjá myndir frá úrslitum og einstökum keppnum. 

hlaup

Verðlaun fyrir norræna skólahlaupið

hlaup

Norræna skólahlaupið er hlaupið nánast í öllum skólum á landinu og á hinum norðurlöndunum. Við í Salaskóla höfum haft þetta með örlitlu öðru sniði en aðrir, þar að segja í stað þess að hlaupa ákveðnar vegalengdir sem nemendur geta valið um 3,5 km, 5 km og 10 km. Við notum einn íþróttatíma eða 35 mínútur þar sem nemendur hlaupa eins marga (nettóhringi) sem er 640 metra hringur og þeir geta. Í ár hlupu nemendur Salaskóla 1,745 km sem er bæting um 502 km frá því í fyrra. Sú sem hljóp mest hjá stelpunum í 1.-4. bekk hljóp 9 hringi og það var Sandra Diljá hjá strákunum voru það Anton Fannar, Gísli Gottskálk og Kári Vilberg sem hlupu einnig 9 hringi sem eru 5,76 km. 

Það voru fjórar stelpur sem hlupu 11 hringi í 5-7 bekk eða 7,04 km og það voru Ólafía Elísabet, Kristjana Rún, Hildur María og Brynja Sævarsd. Það voru þrír strákar sem hlupu 12 hringi eða 7,68 km og þeir Andri Már, Ágúst Unnar og Viktor Orri. Í unglindadeildinni voru þær Sara Hlín og Stella sem hlupu 11 hringi eða 7,04 km og hjá strákunum voru það Eyjólfur Jóhann og Patrik Sigurður sem hlupu 13 hringi sem eru samtals 8,32 km sem eru met í skólanum.
1.-4. bekkur Tildrur 74,9 km

5.-7. bekkur Spóar 92,8 km 
8.-10. bekkur Lundar 110,7 km.

IMG_0081

Verðlaunahátíð Fjölgreindaleikanna

IMG_0081
Í dag voru allir nemendur skólans kallaðir á sal, Klettagjána,  en þar fór fram verðlaunahátíð að loknum fjölgreindaleikum 2013. Liðin fengu mismunandi mörg stig á þeim fjölmörgu stöðvum sem voru í gangi á fjölgreindaleikum en þau eru gefin fyrir frammistöðu liðsins, en einnig voru gefin stig fyrir jákvæðni og prúðmennsku. Það gat líka skipt miklu máli hvernig fyrirliðar héldu á málunum í sínu liði. Vel skipulagðir fyrirliðar með góðan aga gátu unnið aukastig fyrir liðið stig.

Þau þrjú lið sem voru efst að stigum hlutu verðlaunapeninga en efsta liðið tók einnig við skildi merktum Fjölgreindaleikunum. Í fyrsta sæti voru Sykurpúðaherinn (sjá mynd), í öðru sæti Hamborgararnir og loks voru Meistararnir í því þriðja. Fyrirliðar Sykurpúðanna voru Katrín í Krummum, Hildur í Kjóum og Þorkell í Smyrlum. Hamingjuóskir til þessara hæfileikaríku liða. Myndir frá verðlaunahátíðinni. Hér er nánar um sigurliðin.

  

78bekkur

Nemendur í 7.og 8. bekk söfnuðu fyrir Rauða krossinn.

78bekkur
Nemendur í 7. og 8. bekk hafa verið í góðgerðarþema að undanförnu. Fulltrúi frá Rauða krossinum kom í heimsókn og fræddi okkur um starfsemina. Þemað endaði á kaffihúsi þar sem foreldrar og aðstandendur gátu keypt vöfflur, kaffi, djús, heimgerð jólakort og origami túlípana. Það söfnuðust rúmlega 70.000 kr. 
Helga Halldórsdóttir kemur frá Rauða krossinum á fimmtudaginn til að taka við peningunum sem söfnuðust á kaffihúsinu. 

laugar_i_saelingsdal2

Níundubekkingar á Laugum

laugar_i_saelingsdal2
Undanfarin ár hafa 9.bekkingar í skólanum sótt Lauga í Sælingsdal heim sem Ungmennafélag Íslands rekur. Hvert námskeið stendur í viku og er farið á mánudagsmorgni og komið heim á föstudagseftirmiðdegi. Dagskrá daganna samanstendur af skipulögðum viðfangsefnum tengdum lífsleikni, lifandi sögu, íþróttum og útivist og frjálsum tíma síðdegis ásamt kvöldvökum. Aðstaða er öll hin glæsilegasta.
Nemendur okkar í kjóum og smyrlum fóru til dvalar á Lauga á mánudaginn og með í för eru kennararnir Rúnar Þór Bjarnason og Rannveig Kristjánsdóttir. Af þeim er allt gott að frétta, krakkarnir eru hressir og kátir og hafa í nógu að snúast. 

IMG_4916

Við erum vinir ….

IMG_4916
Haldið var upp á baráttudag gegn einelti, sem er í dag 8. nóvember, með því að nemendur og starfsfólk söfnuðust saman í útiþinginu (hringnum) þar sem við hittum leikskólabörn úr nærliggjandi leikskólum. Þar var sungið saman lagið Við eru vinir  og fleiri lög í sama dúr. Víða í hópnum mátti sjá plaköt þar sem skráð voru varnarorð gegn einelti. 
Ýmis önnur verkefni voru líka í gangi inni í bekkjunum. Markmiðið með þessum degi er fyrst og fremst að vekja athygli á málefninu og benda á mikilvægi jákvæðra og uppbyggilegra samskipta.