IMG_4916

Við erum vinir ….

IMG_4916
Haldið var upp á baráttudag gegn einelti, sem er í dag 8. nóvember, með því að nemendur og starfsfólk söfnuðust saman í útiþinginu (hringnum) þar sem við hittum leikskólabörn úr nærliggjandi leikskólum. Þar var sungið saman lagið Við eru vinir  og fleiri lög í sama dúr. Víða í hópnum mátti sjá plaköt þar sem skráð voru varnarorð gegn einelti. 
Ýmis önnur verkefni voru líka í gangi inni í bekkjunum. Markmiðið með þessum degi er fyrst og fremst að vekja athygli á málefninu og benda á mikilvægi jákvæðra og uppbyggilegra samskipta. 

Birt í flokknum Fréttir.