IMG_0146

Góðir gestir í heimsókn

IMG_0146
Mjög oft fáum við góða gesti í heimsókn til okkar hingað í Salaskóla. Fyrir stuttu síðan kom Birgitta E. Hassell sem er annar höfundur bókaflokksins um Rökkurhæðir og las upp úr bókinni Rökkurhæðir – gjöfin fyrir nemendur í 7. bekk. Nemendur hlustuðu með athygli og gerðu góðan róm að sögunni.

Auður Þórhallsdóttir kom svo í dag og heimsótti nemendur í 2. og 3. bekk og kynnti fyrir þeim bók sína Sumarið með Salla sem segir frá hrafnsunganum Salla sem systkinin Lóa og Haukur finna í sveitinni. Margt skondið getur komið fyrir þegar lítill hrafnsungi er annars vegar. Krakkarnir nutu þess að hlusta á Auði lesa upp úr bók sinni.  Það er kærkomið að fá slíkar heimsóknir og mikil tilbreyting fyrir nemendur. 

Birt í flokknum Fréttir.