IMG_0151

Skín í rauðar skotthúfur …

IMG_0151


Í dag, 11. desember, er rauður dagur í Salaskóla en þá setur 
starfsfólk og nemendur skólans upp rauðar jólasveinahúfur og margir klæðast einhverju rauðu. Þetta er hefð sem lengi hefur verið viðhöfð í skólanum á þessum degi í desember. En eins og flestir vita fer bærinn að fyllast af alvöru jólasveinum innan tíðar og sá fyrsti kemur einmitt til byggða næstu nótt, blessaður karlinn hann Stekkjarstaur. Í morgunsárið voru margir krakkar mættir í bókasafn skólans til að ná sér í lestrarefni – og jólasveinahúfurnar settu óneitanlega skemmtilegan og jólalegan svip á bókasafnið. Já, allt fullt af litlum og stórum jólasveinum í skólanum í dag. 

Birt í flokknum Fréttir.