mavar

Lestrarkeppninnni LESUM MEIRA lokið

mavar

Undanfarnar fjórar vikur hafa bekkirnir á miðstigi verið að keppa saman í lestrarkeppninni LESUM MEIRA. Markmið keppninnar er að nemendur verði víðlesnari, auki við orðaforða sinn og að áhugi á bóklestri eflist. Frá skólabyrjun hafa krakkarnir verið að undirbúa sig fyrir keppnina með því að lesa bækur af ákveðnum lista sem gefinn er upp. Á honum eru valdar bækur sem eru við flestra hæfi og auðvelt er að nálgast, 16 íslenskar skáldsögur, 6 þjóðsögur og 3 endursagðar Íslendingasögur.

Krakkarnir hafi verið iðin við lesturinn, jafnt í skólanum sem heima, og komið vel lesin til keppni. Bekkir eru dregnir saman til að keppa í átta liða úrslitunum sem endar þannig að tveir bekkir standa eftir og keppa til úrslita. Hver bekkur fékk úthlutað ákveðnum lit sem liðin skreyttu sig með í keppni auk hvatningarorða og söngva. Keppnin er ekki ólík skipulagi Útsvarsins en spurningar eru bæði úr þeim sögum sem lesnar voru en einnig reynir á almenna þekkingu og vitneskju  úr heimi bókmenntanna auk leikhæfileika. Keppnirnar voru afar spennandi og jafnar og oft munaði ekki nema einu stigi á milli liða.  Í ár kepptu mávar og kríur til úrslita þar sem mávar fóru með sigur af hólmi og héldu titlinum frá því í fyrra. 

Í raun má segja að allir þeir nemendur á miðstigi sem lásu meira en venjulega séu siguvegarar því þeir náðu  því aðalmarkmiði keppninnar að verða víðlesnari. Í lokin er ekki úr vegi að nefna að upphaflega var LESUM MEIRA samstarfsverkefni forstöðumanna skólabókasafnanna í Kópavogi sem hefur þróast eftir ákveðnum leiðum í hverjum skóla fyrir sig. Sjá myndir frá úrslitum og einstökum keppnum. 

Birt í flokknum Fréttir og merkt .