9. bekkur fer í skíðaferð mánudaginn 18. febrúar í skíðaskála Breiðabliks í Bláfjöllum. Þriðjudaginn 19. febrúar fara nemendur heim og 10. bekkurinn tekur við og verður eina nótt.
Author Archive: Ásgerður Helga Guðmundsdóttir
Til foreldra í Kópavogi
Tilkynning frá forvarnarfulltrúa Kópavogs:
Það sem fer fyrir brjóstið á okkur sem stöndum að forvörnum, æskulýðsstarfi og reynum að hafa velferð barna og unglinga að leiðarljósi er aðallega tvennt:
Svo virðist sem að börn sem eru yngri geti keypt sér miða á tónleikana, margar leiðir hafa verið nefndar.
Við viljum hvetja foreldra barna yngri en 16 ára til að íhuga vel hvort börn þeirra eigi raunverulegt erindi á svona skemmtanir.
Þótt vindar blási er Salaskóli opinn
Þrátt fyrir smá gjóstur í morgun þá opnuðum við skólann á venjulegum tíma. Það eru foreldraviðtöl í skólanum, allir kennarar komnir í hús og byrjaðir að ræða við foreldra. Dægradvölin opnaði kl. 8:00.
Að gefnu tilefni viljum við taka fram að skólahald í Salaskóla fellur ekki niður vegna veðurs. Hins vegar er það foreldra að meta hvort þeir senda börn sín í skólann þegar illviðri geisa.
Ekki lengur mannekla í dægradvöl
Í allt haust vantaði okkur starfsfólk í dægradvöl, en með dugnaði starfsfólks þar tókst okkur að halda henni gangandi. Nú um áramótin bættist við starfsfólk og nú er dægradvölin fullmönnuð. Rétt tæplega hundrað börn eru í dægradvölinni og oft mikið fjör á daginn. HK hefur tekið upp samstarf við okkur og við erum einnig að leita samstarfs við önnur íþrótta- og tómstundafélög.
Hækkun á matarverði
Máltíðin í mötuneyti Salaskóla hefur að undanförnu verið á 235 kr. Vegna verðhækkana síðustu mánuði sjáum við okkur tilneydd til að hækka matarverðið í 250 kr. máltíðina. Hækkun þessi gildir frá næstu mánaðamótum.
Við viljum einnig biðja foreldra um að virða gjalddaga, því að við eigum erfitt með að standa í skilum ef gjöldin skila sér ekki á réttum tíma.
Áfram samstarf við HK
Fyrir áramót tókum við upp samstarf við íþróttafélagið HK um æfingar fyrir yngri börn á dægradvalartíma krakkanna. Rúta kom í skólann og fór með nemendur í íþróttahúsið Kórinn og skilaði þeim svo aftur hingað.
Þetta heldur áfram nú í janúar, óbreytt að mestu. Þó er sú breyting að þetta verður á mánudögum og föstudögum, fimmtudagarnir detta út. Rúta kemur hingað og skilar börnunum svo aftur hingað í skólann að lokinni æfingu.
Við erum með samstarf við fleiri íþrótta- og æskulýðsfélög í bígerð og vonum að málin skýrist fljótlega hvað það varðar.
Salaskóli á meðaltalinu
Niðurstöður samræmdra könnunarprófa í 4. og 7. bekk bárust í þann mund sem jólafrí brast á. Við höfum reiknað út meðaltalið fyrir skólann og er það nánast það sama og landsmeðaltal. Taflan sýnir útkomuna:
Salaskóli | Landsmeðaltal | ||
4. bekkur íslenska | 6,4 | 6,2 | |
4. bekkur stærðfræði | 6,8 | 6,8 | |
7. bekkur íslenska | 6,8 | 7,0 | |
7. bekkur stærðfræði | 7,0 | 7,0 |