Áfram samstarf við HK

Fyrir áramót tókum við upp samstarf við íþróttafélagið HK um æfingar fyrir yngri börn á dægradvalartíma krakkanna. Rúta kom í skólann og fór með nemendur í íþróttahúsið Kórinn og skilaði þeim svo aftur hingað.

Þetta heldur áfram nú í janúar, óbreytt að mestu. Þó er sú breyting að þetta verður á mánudögum og föstudögum, fimmtudagarnir detta út. Rúta kemur hingað og skilar börnunum svo aftur hingað í skólann að lokinni æfingu.

Við erum með samstarf við fleiri íþrótta- og æskulýðsfélög í bígerð og vonum að málin skýrist fljótlega hvað það varðar.

Birt í flokknum Fréttir.