Salaskóli gersigraði dönsku sveitina!

Skáksveitin okkar er í feikna stuði og var nú rétt í þessu að sigra dönsku sveitina. 3 1/2 vinningur gegn 1/2. Þá eru bara sænsku sveitirnar tvær eftir en við þær keppir Salaskóli á morgun, sunnudag.

 Með því að smella á meira hér að neðan getur þú lesið ferðasögu sveitarinnar.

Ferðasagan. Við flugum úr fimmtudaginn 10.09.09 og lentum á Arlanda í Stokkhólmi um hádegisbil að sænskum tíma.Þá var leitað að góðum stað til að slaka á og fundum við notalegt kaffihús sem leyfði okkur að taka upp skáksettinn og hófst þá Salaskóla atskákmót kennt við Arlanda.Leikar fóru svo að Patrekur vann með yfirburðum en gamli maðurinn Tómas sá ekki til sólar og fékk aðeins hálfan vinning. Að móti loknu birtist ferðaþreytt  Jóhanna sem var þá búin að erðast með rútu í 4 tíma og fljúga frá Róm en þar var hún að keppa á Evrópumóti  ungmenna.  Við komum síðan á hótelið Skandic Malmen um kl 17:00. Eftir kvöldamat og slökun voru allir sendir í háttinn.Allir sváfu vel og lengi  Eiríkur, Patrekur og Páll þó lengst allra. Föstudagurinn hófst síðan með morgunmat og teknar nokkrar æfingar í notkun járnbrautalesta.Tómas og Jóhanna skoðuðu gamla bæinn Gamla Stan meðan strákarnir kíktu á Gitarhero keppni sem var í kjallaranum á hótelinu. Páll og Guðmundur slógu þar í gegn og náðu öðru sæti. Fyrsta umferð.Kl 17:00 hófst fyrsta umferðin og var teflt við Finna. Við gerðum okkur lítið fyrir og unnum þá 3,5 gegn 0,5. Paterkur lenti á móti teoríu gaur sem tefldi með hvítu og reyndi frá fyrsta leik að ná jafntefli. Hinir unnu sínar skákir og Salaskóli var kominn á toppinn. Á sama tíma gerðu sænsku sveitirnar jafntefli en Danir unnu Norðmenn 2,5 gegn 1,5. Í annari umferð lentum við á móti Noregi og var þar sama sagan við unnum 3,5 gegn 0,5 og erum kominn í afgerandi forystu. Eiríkur vann á 4 borði, Páll vann á þriðja borði Jóhanna vann á 2 borði og Parekur lenti á enn einum teorígaurnum og fékk jafntefli.Þriðja umferð. Í þriðju umferð  tefldum við við Jetsmark skólann frá Danmörku þeir eru  með geysisterka sveit bæði  1 og 2 borð með í kringum 2000 elo stig. Skemmst er frá því að segja að Salaskóla reykspólaði yfir Danina og unnu þá 3,5 gegn 0,5. Patrekur vann, Jóhanna gerði jafntefli , Páll og Eiríkur unnu sína af öryggi. Eftir 3 umferðir er staðan þannig að Salaskóli er búinn að stinga andstæðingan af og er með líklega 4 vinninga forskot á næsta lið.  Tómas Rasmus.

Annar stórsigur á Norðurlandamótinu

Tómas Rasmus hringdi rétt í þessu og færði okkur þær fréttir að skáksveit Salaskóla hefði unnið stórsigur á sveit Norðmanna. Okkar fólk fékk 3 1/2 vinning út úr viðureigninni og er í efsta sæti með 7 vinninga af 8 mögulegum. Á eftir teflir sveitin okkar við Danina og býst Tómas við því að þeir sýni meiri mótstöðu en Finnar og Norðmenn.

Vel sótt námskynning í unglingadeild

Kennarar unglingadeildar kynntu vetrarstarfið fyrir foreldrum í morgun. Kynningin hófst á sal. Þar voru allir kennarar kynntir og tveir kennarar sýndu foreldrum gagnlega námsvefi. Forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar sagði frá starfinu í vetur. Að þessu loknu fóru foreldrar með umsjónarkennurum í kennslustofur.

Foreldrar fjölmenntu á kynninguna og við erum mjög ánægð með góða mætingu.

Val í 8.-10. bekk

Við höfum gert talsverðar breytingar á valinu í unglingadeildinni, 8. – 10. bekk, í Salaskóla. Markmið okkar er að nemendur fái sem mest út úr kennslunni í valgreinunum og tímarnir nýtist sem best. 8. bekkur fær nú að velja og er það í samræmi við breytingar sem gerðar voru á grunnskólalögum í fyrra.  Valtímabilin í vetur verða 6 og á hverju valtímabili verða nemendur að velja 6 kennslustundir alls. Þá eru námskeiðin misveigamikil eða frá 2 kennslustundum á viku upp í 6 kennslustundir. Möguleiki er að velja sömu grein 2-3 yfir veturinn.
Margir nemendur eru í metnaðarfullu og kröfuhörðu íþrótta- og tómstundastarfi utan skólans og ef þeir óska þess munum við meta það sem hluta af námi þeirra í Salaskóla að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Við vonum að þessar breytingar mælist vel fyrir og verði til þess að við komum betur til móts við nemendur.

Nemendur geta nú valið fyrir fyrsta tímabilið sem stendur til 9. október. Þeir eiga að gera það með því að smella hér .

Dægradvölin fullmönnuð

Búið er að ráða í allar lausar stöður í dægradvöl Salaskóla. Nýr umsjónarmaður eru Auðbjörg Sigurðardóttir og sér hún um daglegt skipulag en skráningar og fjármálaumsýsla er í höndum skólaritara, hennar Ásdísar. Aðrir starfsmenn í dægradvöl eru Svana, Álfheiður, Margrét, Íris Hólm, Birkir og Fatmir.

Við biðjum foreldra um að staðfesta skráningu og dvalartíma hið fyrsta. 

Dægradvölin opnar þriðjudaginn 25. ágúst. Við mælumst þá til þess að 1. bekkingar byrji ekki fyrr en daginn eftir og best er að láta þá byrja rólega.

Skólasetning

Salaskóli verður settur mánudaginn 24. ágúst nk. Nemendur mæta sem hér segir:

2., 3. og 4. bekkur        kl.   9:00
5., 6. og 7. bekkur        kl. 10:00
8., 9. og 10. bekkur      kl. 11:00

Kennsla í 2. – 3. bekk hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. ágúst. 

Nemendur sem eru að fara í 1. bekk verða sérstaklega boðaðir með foreldrum sínum dagana 24. og 25.  ágúst. Kennsla skv. stundaskrá hefst í 1. bekk miðvikudaginn 26. ágúst

Dægradvöl opnar þriðjudaginn 25. ágúst en lokainnritun fer fram mánudaginn 24. ágúst.

Bekkjaskipting í 6. og 7. bekk

Bekkjaskiptingu í 6. – 7. bekk er hægt að sjá með því að smella á Lesa meira.

 Fálkar

 Uglur

 Ernir

 

Arnaldur Karl Einarsson
Aron Breki Halldórsson
Aron Ingi Jónsson
Axel Snær Rúnarsson
Árný Lára Þorsteinsdóttir
Dagný Guðsteinsdóttir
Elísabet Einarsdóttir
Erla Kristín Arnalds
Guðbjörg Lilja Svavarsdóttir
Guðný Ósk Jónasdóttir
Guðrún Brynja Víglundsdóttir
Hallgrímur Hrafn Guðnason
Ingi Már Tryggvason
Ingibjörg Arngrímsdóttir
Jens Ingi Hilmarsson
Katrín Kristinsdóttir
Lovísa Þóra Valdimarsdóttir
Magnús Már Pálsson
Margrét Dís Yeoman
Margrét Ósk Gunnarsdóttir
Salný Vala Óskarsdóttir
Viktor Ingason
Andrea Ósk Grettisdóttir
Arna Björk Helgadóttir
Ágúst Sveinsson
Bára Björt Stefánsdóttir
Birkir Þór Baldursson
Elsa Jónsdóttir
Embla Shion Marshall
Eva Karen Birgisdóttir
Jóhann Ólafur Jörgensson
Klara Malín Þorsteinsdóttir
Kristófer Birkir Baldursson
Matthías Garðarsson
Ragnheiður Erla Garðarsdóttir
Ragnhildur Edda Þórðardóttir
Róbert Max Garcia
Saga Traustadóttir
Selma Líf Hlífarsdóttir
Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir
Sigurður Guðni Gunnarsson
Sigurlaug Inga Guðbjartsdóttir
Skúli E Kristjánsson Sigurz
Viktor Einar Vilhelmsson

 

Andri Páll Halldórsson
Baldur Búi Heimisson
Elís Per Hansson
Elísabet Árný Guðjónsdóttir
Erna María Svavarsdóttir
Eyþór Trausti Jóhannsson
Eyþór Örn Baldursson
Fannar Kári Hauksson
Gunnlaug Margrét Ólafsdóttir
Helga Margrét Rúnarsdóttir
Íris Elna Harðardóttir
Karitas Marý Bjarnadóttir
Kristófer Örn Gunnarsson
Laufey Jörgensdóttir
Lovísa Líf Jónsdóttir
Magnús Hjaltested
Nökkvi Már Hansson
Ólöf Lilja Bjarnadóttir
Ragnar Páll Stefánsson
Rakel Eyþórsdóttir
Sindri Snær Hjaltalín
Torfi Tómasson