Þó svo að ein umferð sé eftir að Norðurlandamóti grunnskóla í skák hefur hin geysisterka sveit Salaskóla tryggt sér Norðurlandameistartitilinn. Sveitin hefur sýnt fádæma yfirburði og er vel að sigrinum komin. Afrek þessarar sveitar eru einstök en hún skartar nú Íslandsmeistaratitli, Norðurlandameistartitli og heimsmeistaratitli. Ólíklegt er að nokkur skáksveit grunnskóla hafi unnið þvílík afrek. Í sveitinni eru Patrekur Maron Magnússon, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Páll Andrason, Eiríkur Brynjarsson og Guðmundur Kristinn Lee.
Author Archive: Ásgerður Helga Guðmundsdóttir
Salaskóli gersigraði dönsku sveitina!
Skáksveitin okkar er í feikna stuði og var nú rétt í þessu að sigra dönsku sveitina. 3 1/2 vinningur gegn 1/2. Þá eru bara sænsku sveitirnar tvær eftir en við þær keppir Salaskóli á morgun, sunnudag.
Með því að smella á meira hér að neðan getur þú lesið ferðasögu sveitarinnar.
Ferðasagan.
Annar stórsigur á Norðurlandamótinu
Tómas Rasmus hringdi rétt í þessu og færði okkur þær fréttir að skáksveit Salaskóla hefði unnið stórsigur á sveit Norðmanna. Okkar fólk fékk 3 1/2 vinning út úr viðureigninni og er í efsta sæti með 7 vinninga af 8 mögulegum. Á eftir teflir sveitin okkar við Danina og býst Tómas við því að þeir sýni meiri mótstöðu en Finnar og Norðmenn.
Salaskóli vann finnsku sveitina
Skáksveit Salaskóla vann stórsigur, 3,5-0,5, á finnsku sveitinni í fyrstu umferð Norðurlandamóts grunnskólasveita sem fram fór í dag í Stokkhólmi. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Páll Andrason og Eiríkur Örn Brynjarsson unnu en Patrekur Maron Magnússon gerði jafntefli.
Sveit Salaskóla mætir norsku sveitinni í dag.
Vel sótt námskynning í unglingadeild
Kennarar unglingadeildar kynntu vetrarstarfið fyrir foreldrum í morgun. Kynningin hófst á sal. Þar voru allir kennarar kynntir og tveir kennarar sýndu foreldrum gagnlega námsvefi. Forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar sagði frá starfinu í vetur. Að þessu loknu fóru foreldrar með umsjónarkennurum í kennslustofur.
Foreldrar fjölmenntu á kynninguna og við erum mjög ánægð með góða mætingu.
Val í 8.-10. bekk
Við höfum gert talsverðar breytingar á valinu í unglingadeildinni, 8. – 10. bekk, í Salaskóla. Markmið okkar er að nemendur fái sem mest út úr kennslunni í valgreinunum og tímarnir nýtist sem best. 8. bekkur fær nú að velja og er það í samræmi við breytingar sem gerðar voru á grunnskólalögum í fyrra. Valtímabilin í vetur verða 6 og á hverju valtímabili verða nemendur að velja 6 kennslustundir alls. Þá eru námskeiðin misveigamikil eða frá 2 kennslustundum á viku upp í 6 kennslustundir. Möguleiki er að velja sömu grein 2-3 yfir veturinn.
Margir nemendur eru í metnaðarfullu og kröfuhörðu íþrótta- og tómstundastarfi utan skólans og ef þeir óska þess munum við meta það sem hluta af námi þeirra í Salaskóla að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Við vonum að þessar breytingar mælist vel fyrir og verði til þess að við komum betur til móts við nemendur.
Nemendur geta nú valið fyrir fyrsta tímabilið sem stendur til 9. október. Þeir eiga að gera það með því að smella hér .
Dægradvölin fullmönnuð
Búið er að ráða í allar lausar stöður í dægradvöl Salaskóla. Nýr umsjónarmaður eru Auðbjörg Sigurðardóttir og sér hún um daglegt skipulag en skráningar og fjármálaumsýsla er í höndum skólaritara, hennar Ásdísar. Aðrir starfsmenn í dægradvöl eru Svana, Álfheiður, Margrét, Íris Hólm, Birkir og Fatmir.
Við biðjum foreldra um að staðfesta skráningu og dvalartíma hið fyrsta.
Dægradvölin opnar þriðjudaginn 25. ágúst. Við mælumst þá til þess að 1. bekkingar byrji ekki fyrr en daginn eftir og best er að láta þá byrja rólega.
Skólasetning
Salaskóli verður settur mánudaginn 24. ágúst nk. Nemendur mæta sem hér segir:
5., 6. og 7. bekkur kl. 10:00
8., 9. og 10. bekkur kl. 11:00
Nemendur sem eru að fara í 1. bekk verða sérstaklega boðaðir með foreldrum sínum dagana 24. og 25. ágúst. Kennsla skv. stundaskrá hefst í 1. bekk miðvikudaginn 26. ágúst.
Dægradvöl opnar þriðjudaginn 25. ágúst en lokainnritun fer fram mánudaginn 24. ágúst.