Skipulagsdagur föstudaginn 16. nóvember
Föstudaginn 16. nóvember verður skipulagsdagur í Salaskóla. Þá eiga nemendur frí en starfsfólk skólans situr námskeið og fundi um Olweusaráætlun gegn einelti og um uppbyggingarstefnuna.
Lesa meiraUmsókn um leyfi
Óski nemandi eftir að leyfi frá skóla lengur en í tvo daga þurfa foreldrar nemandans að hafa samband við skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra og fylla út sérstakt eyðublað á skrifstofu skólans. Umsjónarkennari getur veitt leyfi til styttri tíma. Eyðublað (pdf – óvirkt)
Lesa meiraAldursblöndun námshópa
Í Salaskóla er aldursblöndun að hluta til í öllum árgöngum. Aldursblöndun af þessu tagi kallast samkennsla, þ.e. tveimur eða fleiri árgöngum er kennt saman í hóp. Þetta er m.a. gert í því skyni að uppræta neikvæð félagsleg mynstur sem gjarnan skapast í hópum sem halda sér lengi, en um leið að styrkja jákvæð samskipti. Markmið skólans með […]
Lesa meiraFrábæru lególiðin okkar!
Lególiðin okkar í Salaskóla stóðu sig með miklum sóma í legókeppninni sem fram fór um helgina í Öskju, verkfræðihúsi HÍ. Öll liðin þrjú sýndu frammúrskarandi samvinnu og verkhæfni og komu heim með tvo bikara fyrir gott rannsóknarverkefni og besta skemmtiariði keppninnar.
Lesa meiraForeldrafélagið
Í Salaskóla er starfrækt foreldrafélag. Félagar í því eru allir foreldrar/forráðamenn nemenda í skólanum. Meginmarkmið félagsins er að efla samstarf milli foreldra/forráðamanna nemenda og skólans og stuðla að velferð nemenda í leik og starfi. Starf foreldrafélagsins byggist á skipulögðu samstarfi foreldra/forráðamanna nemenda í hverjum bekk og skólans.Stjórn foreldrafélagsins er skipuð fimm aðalmönnum og tveimur varamönnum […]
Lesa meiraGrænfáninn
Umhverfissáttmáli SalaskólaUpplýsingarit Landverndar um vistvænan lífsstíl Grænfánanefnd Salaskóla skólaárið 2013- 2014 Skólar á grænni grein – GrænfáninnSkólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Þeir skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga skrefin sjö. Þegar því marki er […]
Lesa meiraÚtikennsla
Í aðalnámskrá er litið svo á að útikennsla, það að flytja kennslu að einhverju leyti út fyrir veggi skólans, auðgi og styrki allt nám ásamt því að vera holl bæði fyrir líkama og sál. Útikennsla er sérstaklega nauðsynleg í náttúrufræðinámi þar sem úti í samfélagi, umhverfi og náttúru er sá raunveruleiki sem börnin eru […]
Lesa meiraKennaranemar
Salaskóli tekur á hverju ári við nokkrum fjölda kennaranema sem stunda æfingakennslu hjá okkur. Það er mikilvægt að verðandi kennarar fái góða leiðsögn á vettvangi og kynnist skólastarfi. Kennaranemarnir færa okkur iðulega frískandi faglega innspýtingu beint úr innsta kjarna fræðasamfélagsins.
Lesa meiraComeníus verkefni
Salaskóli hefur tekið þátt í Comeníusarverkefnum frá árinu 2003. Árið 2003-2006 var verkefni í gangi sem hafði þemað VATN sem viðfangsefni. Haustið 2006 hófst síðan nýtt Comeníusarsamstarf um verkefnið HEILBRIGÐUR LÍFSSTÍLL sem stóð til ársins 2009. Heimasíða verkefnisins. Í verkefninu voru eftirfarandi þáttökulönd: Finnland, Eistland, Kýpur, England, Ísland Skólaárið 2012- 2014 tókum við þátt í verkefninu Europe- Ready, Steady, […]
Lesa meira