Gleðilegt ár – skólastarf hefst mánudaginn 7. janúar

Starfsfólk Salaskóla óskar nemendum og foreldrum gleðilegs árs og þakkar samstarfið á liðnu ári. Skólastarf hefst mánudaginn 7. janúar skv. stundaskrá. Föstudaginn 4. janúar er starfsdagur í skólanum. Þá munu kennarar vinna ýmsa mikilvæga undirbúningsvinnu og annað starfsfólk skólans sækir námskeið í skyndihjálp og öryggismálum. Vegna þessa námskeiðs verður dægradvölin lokuð.
Birt í flokknum Fréttir.