Bekkjarmót Salaskóla í skák 2011

Nú er lokið bekkjarmóti Salaskóla í skák árið 2011. Alls kepptu yfir 140 krakkar í þremur riðlum í undanrásum. Föstudaginn 16.11.2011 var síðan haldið úrslitamót  þar sem þeir bestu af þeim bestu kepptu um titilinn besti skák-bekkurinn árið 2011.

krummar_skak










Lesa meira

Jólahringekjur og gönguferð

Músarrindlar, sendlingar, spóar og stelkar eru búnir að vera í jólahringekju þar sem margvísleg og skemmtileg verkefni hafa verið unnin. Í morgun skelltum við okkur síðan í hressingar jólagönguferð í Rjúpnalund þar sem krakkarnir tóku lagið og gæddu sér á piparkökum. Veðrið lék nú ekki við okkur því það var vindur og kuldi sem […]

Lesa meira

Jólastund í Rjúpnalundi

Klukkan hálftíu í morgun örkuðu kátir fyrstubekkingar Salaskóla af stað að heimsækja útistofuna okkar, Rjúpnalund. Þar sameinuðust grunnskóla- og leikskólabörn og áttu góða jólastund saman. Veðrið var okkur í hag, frekar hlýtt og milt. Þegar við nálguðumst útikennslustofuna fundum við ilm frá varðeldi og þegar við komum nær blasti við okkur þessi fallegi bjarmi […]

Lesa meira

Lúsíumessa

Það er orðin hefð í Salaskóla að halda upp á Lúsíumessu sem tengist verndardýrðlingnum Santa Lúsíu. Kór Salaskóla, sem  skipaður er nemendum úr 3.-7. bekk, sér ávallt um Lúsíuathöfnina undir stjórn Ragnheiðar tónmenntakennara. Krakkarnir klæðast þá hvítum kyrtlum, hnýta silfurbönd um mitti sér og höfuð og halda á ljósi. Lúsían sjálf er prýdd ljósakransi og með rauðan linda […]

Lesa meira

Spilað í grænu

Á aðventunni er gjarnan bryddað upp á einhverju sem er öðruvísi og brýtur upp hefðbundið skólastarf. Í dag var einmitt notalegur spilatími hjá yngri bekkjunum og í lagi að koma með spil að heiman til að leyfa bekkjafélögunum að prófa. Út um allt sáust litlir hópar sem krúnkuðu sig saman yfir spilin sín og höfðu […]

Lesa meira

Morgunkaffi með foreldrum

Nú hafa nákvæmlega 300 foreldrar nemenda í 17 bekkjum mætt í morgunkaffi með skólastjórnendum Salaskóla. Enn eru sex bekkir eftir og eiga þeir boð strax eftir áramót. Um ýmislegt hefur verið spjallað, s.s. lestrarþjálfun, útivist, mötuneyti, kirkjuferðir, samræmd próf og auðvitað námið sjálft. Foreldrar skrifa á miða það sem þeim finnst gott í starfi […]

Lesa meira

Gerður Kristný las fyrir nemendur

Í rökkrinu er svo gott að kveikja á kertum, halla sér aftur í sætinu, lygna augunum aftur og hlusta á góða sögu eða sögubút. Það gerðu einmitt krakkarnir í 1. – 5. bekk í morgun þegar Gerður Kristný, rithöfundur, kom í heimsókn og las upp úr bókunum sínum fyrir þau. Gerður kom víða við, hún sagði þeim frá æsku sinni, spáði […]

Lesa meira

Aðventuganga foreldrafélagsins

Hin árlega aðventuganga foreldrafélagsins verður fimmtudaginn 8. desember nk. Hún verður með hefðbundnum hætti og er dagskráin svohljóðandi: 17.30 spilar Skólahljómsveit Kópavogs jólalög í skólanum og kemur öllum í jólaskap.18.00 Allir láta ljós sitt skína þegar gengið verður í Lindakirkju, þar mun kór Salaskóla flytja nokkur lög undir stjórn Ragnheiðar Haraldsdóttur.18.45 Haldið aftur í […]

Lesa meira

Uppskera frá fjölgreindaleikum

Á fjölgreindaleikum standa liðin saman og allir gera eins vel og þeir geta eins og fram hefur komið hér á síðunni áður. En í lok leikanna eru stig liða reiknuð saman og á endanum er eitt lið sem er efst að stigum. Stig eru ekki bara bundin við frammistöðu  heldur er einnig hægt að […]

Lesa meira

Á íslensku má alltaf finna svar …

 … og orða stórt og smátt sem er og var.. hljómaði úr sal skólans í bítið, á degi íslenkrar tungu. Þar fór fram opinn samsöngur nemenda í 1. og 2. bekk og foreldrar og aðstandendur voru mættir til hlusta á krakkana sína. Krakkarnir voru afar hressir og sungu við raust og reyndu að fá foreldra […]

Lesa meira

Skólasöngur Salaskóla

Nýr skólasöngur Salaskóla, saminn í tilefni af 10 ára afmæli skólans er kynntur í dag 16. nóvember, á degi íslenskrar tungu. Texti og undirleikur er hér á heimasíðu skólans og þá geta fjölskyldur sameinast við tölvuna og sungið hástöfum. Söngurinn er eftir Braga Valdimar Skúlason – bæði lag og texti en undirleik annast Guðmundur Pétursson […]

Lesa meira

Slóðin á valið

http://www.surveymonkey.com/s/H6T9CDG

Lesa meira