100_dagar

Haldið upp á 100 daga í skólanum

100_dagar
Í gær héldu fyrstubekkingar upp á að þeir eru nú búnir að vera 100 daga í skólanum en það er orðin hefð í skólanum að gera sér dagamun þá. Ýmislegt skemmtilegt var gert í tilefni dagsins og viðfangsefnin tengd við töluna hundrað. Á einni stöðinni voru t.d. 10 skálar með góðgæti og þar áttu krakkarnir að tína 10 bita úr hverri skál niður í poka, samtals 100 stykki. Einnig voru föndraðar kórónur með tölunni 100 og hringir klipptir út úr pappír og settir saman í tugi og hundrað og hengdir í loftið.  Mikið fjör og krakkarnir skemmtu sér afar vel. Hér eru myndir frá hátíðinni.

Birt í flokknum Fréttir.